Vaktin: Framtíðin velti á því að stríðið verði sem styst Hólmfríður Gísladóttir, Kjartan Kjartansson, Samúel Karl Ólason og Árni Sæberg skrifa 13. maí 2022 21:30 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu. AP/Forsetaembætti Úkraínu Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, segir Vladimir Pútín Rússlandsforseta vera að niðurlægja sjálfan sig á hinu alþjóðlega sviði og að tryggja verði að ósigur hans í Úkraínu verði með þeim hætti að hann hagnist ekki á yfirgangssemi sinni. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu hers Úkraínu, segir að vendipunktur verði í stríðinu við Rússa í ágúst og að því verði lokið fyrir árslok. Réttarhöld hefjast í dag yfir hinum 21 árs Vadim Shysimarin, sem hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt 62 ára mann í þorpinu Chupakhivka hinn 28. febrúar sl. Shysmarin er fyrsti rússneski hermaðurinn sem er dreginn fyrir dóm vegna stríðsglæpa í Úkraínu. Rússar hafa hótað því að skrúfa fyrir gasflutninga til Finnlands, eftir að forseti og forsætisráðherra Finna sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðu Finna nauðsynlega þurfa að ganga í Atlantshafsbandalagið sem allra fyrst. Sendifulltrúi Bandaríkjanna við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu segir þúsundir Úkraínumanna hafa verið flutta til Rússlands í nokkurs konar „flokkunarstöðvar“, þar sem þeir hafa sætt „harkalegum yfirheyrslum“. Þriggja daga fundur utanríkis- og landbúnaðarráðherra G7-ríkjanna stendur nú yfir í Þýskalandi, þar sem umræðuefnið eru aðgerðir til að koma mikilvægum kornvörum frá Úkraínu. Sendiráð Rússlands í Lettlandi hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu um ákvörðun þarlendra stjórnvalda um að aflétta vernd sovéskra minnisvarða. Rússar segja um að ræða sviksamlega og óréttlætanlega ákvörðun, sem sé hvorki byggð á siðferðilegum né löglegum forsendum. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu hers Úkraínu, segir að vendipunktur verði í stríðinu við Rússa í ágúst og að því verði lokið fyrir árslok. Réttarhöld hefjast í dag yfir hinum 21 árs Vadim Shysimarin, sem hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt 62 ára mann í þorpinu Chupakhivka hinn 28. febrúar sl. Shysmarin er fyrsti rússneski hermaðurinn sem er dreginn fyrir dóm vegna stríðsglæpa í Úkraínu. Rússar hafa hótað því að skrúfa fyrir gasflutninga til Finnlands, eftir að forseti og forsætisráðherra Finna sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðu Finna nauðsynlega þurfa að ganga í Atlantshafsbandalagið sem allra fyrst. Sendifulltrúi Bandaríkjanna við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu segir þúsundir Úkraínumanna hafa verið flutta til Rússlands í nokkurs konar „flokkunarstöðvar“, þar sem þeir hafa sætt „harkalegum yfirheyrslum“. Þriggja daga fundur utanríkis- og landbúnaðarráðherra G7-ríkjanna stendur nú yfir í Þýskalandi, þar sem umræðuefnið eru aðgerðir til að koma mikilvægum kornvörum frá Úkraínu. Sendiráð Rússlands í Lettlandi hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu um ákvörðun þarlendra stjórnvalda um að aflétta vernd sovéskra minnisvarða. Rússar segja um að ræða sviksamlega og óréttlætanlega ákvörðun, sem sé hvorki byggð á siðferðilegum né löglegum forsendum. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira