Betri Kópavogur fyrir alla Thelma Bergmann Árnadóttir skrifar 13. maí 2022 11:11 Framboð Vina Kópavogs er ekki sprottið af engu. Borið hefur á gagnrýni á neikvæða umræðu af okkar hálfu. Staðan er einfaldlega sú að þegar gengið er yfir mörk fólks, þá er jákvæðni ekki það sem kemur fyrst í hugann. Í stað þess að nöldra ofan í koddann ákvað góður hópur fólks að gera frekar eitthvað í málunum. Úr því spratt framboð Vina Kópavogs, sem hefur að geyma ótrúlega breiðan hóp fólks, með allskonar þekkingu og reynslu sem öll nýtist í bæjarstjórn, og er í raun stærsti styrkleiki framboðsins. Ef við komumst til áhrifa þá eru jákvæðar breytingar framundan. Við ætlum alls staðar að beita okkur fyrir almenning en ekki sérhagsmunina. Við viljum ekki styðja við að kjósendur þurfi að verja meiri tíma í bíl en fólk neyðist til í dag. Við viljum hugsa og efla þjónustu við íbúa svo að fólk og fjölskyldur blómstri í Kópavogi. Leikskólana og skólana leggjum við áherslu á að efla og samræma til að börnunum í öllum hverfum Kópavogs líði vel, og foreldrum þeirra líka. Það er nefnilega staðreynd að sterk tengsl eru milli líðanar foreldra og barna. Við viljum vinna með öryrkjum og fötluðum og ganga úr skugga um að ekki sé gengið á rétt þeirra og aðgengi í framkvæmdum bæjarins. Aðgengi þeirra á alltaf að vera í forgrunni og ekki má taka skref afturá bak í þeim málum. Við viljum efla lífsgæði samferðamanna okkq4. Við viljum líka standa vörð um íþrótta og menningastarf í bænum. Við viljum einfaldlega eiga gott samráð og samvinnu við bæjarbúa, gæta hagsmuna þeirra allra og byggja mannvænt samfélag sem gott er að búa í. Okkar helsta áherslumál eru virðing við íbúa og skipulagsmál. Við höfum fengið mikið lof fyrir það, en líka verið spurð um önnur málefni. Ég vek athygli á að skipulagsmálin, framtíðarsýnin sem mótuð er í skipulægi, tengis flest öllum viðfangsefnum sveitafélaga á einhvern hátt. Þetta helst allt í hendur. Leikskólamál tengjast skipulagsmálum, heilbrigðismál tengjast skipulagsmálum, málefni aldraðra og öryrkja tengjast skipulagsmálum. Málefni flóttafólks tengjast skipulagsmálum, og lengi mætti telja. Óskipulag og óhófleg þétting á þröngu svæðum sprengir alla innviði sem þjóna íbúum bæjarins. Það er eitthvað sem hefur því miður gerst í nokkrum hverfum bæjarins, og það eru fordæmin sem fólk óttast. Stóra spurningin er, hvaða hverfi er næst? Vinir Kópavogs eru fyrir allan Kópavog, ekki bara þau hverfi sem lent hafa í átökum við bæinn vegna óhóflegrar þéttingar og álags á umferð og þjónustu svæðisins. Frístundastyrkur barna Eitt mál verð ég að minnast á sérstaklega: Mér finnst strax þurfa að taka ákvarðanir um aðfrístundastyrkurinn dekki amk tvær tómstundir barna svo að öll börn fái jöfn tækifæri, þegar kemur að því að velja sér tómstundir. Því miður er það svo að allt of mörg börn geta bara valið sér eina grein til að stunda, og sum hver ekki neina. Ég vil að við leiðréttum þessa skekkju. Já takk. Kæri kjósandi, sá sem nýtir kosningarétt sinn skilar aldrei „dauðu atkvæði“. Hann tekur afstöðu um hvernig samfélag hann vill sjá þróast. Nú er mál að rísa upp, og segja „já takk“ við alvöru hagsmunagæslu fyrir íbúa og íbúalýðræði, vönduðum vinnubrögðum, jafnræði og fyrirsjáanlega. Með því að seta X við Y gerirðu það. Höfundur er fjármálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Framboð Vina Kópavogs er ekki sprottið af engu. Borið hefur á gagnrýni á neikvæða umræðu af okkar hálfu. Staðan er einfaldlega sú að þegar gengið er yfir mörk fólks, þá er jákvæðni ekki það sem kemur fyrst í hugann. Í stað þess að nöldra ofan í koddann ákvað góður hópur fólks að gera frekar eitthvað í málunum. Úr því spratt framboð Vina Kópavogs, sem hefur að geyma ótrúlega breiðan hóp fólks, með allskonar þekkingu og reynslu sem öll nýtist í bæjarstjórn, og er í raun stærsti styrkleiki framboðsins. Ef við komumst til áhrifa þá eru jákvæðar breytingar framundan. Við ætlum alls staðar að beita okkur fyrir almenning en ekki sérhagsmunina. Við viljum ekki styðja við að kjósendur þurfi að verja meiri tíma í bíl en fólk neyðist til í dag. Við viljum hugsa og efla þjónustu við íbúa svo að fólk og fjölskyldur blómstri í Kópavogi. Leikskólana og skólana leggjum við áherslu á að efla og samræma til að börnunum í öllum hverfum Kópavogs líði vel, og foreldrum þeirra líka. Það er nefnilega staðreynd að sterk tengsl eru milli líðanar foreldra og barna. Við viljum vinna með öryrkjum og fötluðum og ganga úr skugga um að ekki sé gengið á rétt þeirra og aðgengi í framkvæmdum bæjarins. Aðgengi þeirra á alltaf að vera í forgrunni og ekki má taka skref afturá bak í þeim málum. Við viljum efla lífsgæði samferðamanna okkq4. Við viljum líka standa vörð um íþrótta og menningastarf í bænum. Við viljum einfaldlega eiga gott samráð og samvinnu við bæjarbúa, gæta hagsmuna þeirra allra og byggja mannvænt samfélag sem gott er að búa í. Okkar helsta áherslumál eru virðing við íbúa og skipulagsmál. Við höfum fengið mikið lof fyrir það, en líka verið spurð um önnur málefni. Ég vek athygli á að skipulagsmálin, framtíðarsýnin sem mótuð er í skipulægi, tengis flest öllum viðfangsefnum sveitafélaga á einhvern hátt. Þetta helst allt í hendur. Leikskólamál tengjast skipulagsmálum, heilbrigðismál tengjast skipulagsmálum, málefni aldraðra og öryrkja tengjast skipulagsmálum. Málefni flóttafólks tengjast skipulagsmálum, og lengi mætti telja. Óskipulag og óhófleg þétting á þröngu svæðum sprengir alla innviði sem þjóna íbúum bæjarins. Það er eitthvað sem hefur því miður gerst í nokkrum hverfum bæjarins, og það eru fordæmin sem fólk óttast. Stóra spurningin er, hvaða hverfi er næst? Vinir Kópavogs eru fyrir allan Kópavog, ekki bara þau hverfi sem lent hafa í átökum við bæinn vegna óhóflegrar þéttingar og álags á umferð og þjónustu svæðisins. Frístundastyrkur barna Eitt mál verð ég að minnast á sérstaklega: Mér finnst strax þurfa að taka ákvarðanir um aðfrístundastyrkurinn dekki amk tvær tómstundir barna svo að öll börn fái jöfn tækifæri, þegar kemur að því að velja sér tómstundir. Því miður er það svo að allt of mörg börn geta bara valið sér eina grein til að stunda, og sum hver ekki neina. Ég vil að við leiðréttum þessa skekkju. Já takk. Kæri kjósandi, sá sem nýtir kosningarétt sinn skilar aldrei „dauðu atkvæði“. Hann tekur afstöðu um hvernig samfélag hann vill sjá þróast. Nú er mál að rísa upp, og segja „já takk“ við alvöru hagsmunagæslu fyrir íbúa og íbúalýðræði, vönduðum vinnubrögðum, jafnræði og fyrirsjáanlega. Með því að seta X við Y gerirðu það. Höfundur er fjármálastjóri.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar