Smyglaði myndefni til AP í túrtappa og hvarf skömmu síðar Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2022 14:23 Yuliia Paievska er uppgjafarhermaður og bráðatæknir. Hún keppti einnig á Invictus-leikunum árið 2018 í bogfimi og sundi. Þessi mynd var tekin það ár. AP/Invictus-lið Úkraínu Úkraínskur bráðatæknir í sjálfboðastarfi í fangaði störf sín í Maríupól á mynd og kom efninu til blaðamanna AP fréttaveitunnar á minniskorti sem hún faldi í túrtappa. Degi síðar var hún handsömuð af Rússum og ranglega sökuð um að tilheyra Azov-herdeildinni. Yuliia Paievska, sem gengur undir nafninu Taira, gekk um með myndavél í um tvær vikur í mars og fangaði hið hræðilega ástand í borginni. Myndefni hennar sýnir hana fara um borgina og reyna að bjarga lífi fólks og flytja það á sjúkrahús. Myndefninu kom hún til áðurnefndra blaðamanna AP skömmu áður en þeir fóru frá Maríupól. Þeir voru síðustu vestrænu blaðamennirnir í borginni. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu hér í Vaktinni á Vísi. Eitt myndband frá tíunda mars sýnir hana taka á móti tveimur rússneskum hermönnum sem voru særðir. Aðspurð hvort hún ætlaði að hlúa að þeim sagði hún: „Þeir yrðu ekki svo góðir við okkur en ég get ekki annað. Þeir eru stríðsfangar.“ Taira hlúði jafnt að særðum rússneskum hermönnum og úkraínskum.AP/Yuliia Paievska Eftir að hún var handsömuð sökuðu Rússar hana um að vera í Azov-herdeildinni, sem Rússar segja nasista, en það segir AP fréttaveitan ekki vera rétt. Hún hafi engin tengsl við herdeildina. Ríkisstjórn Úkraínu segist hafa reynt að fá Tairu bætt á lista fyrir fangaskipti en að Rússar segist ekki vera með hana í haldi. Það er þrátt fyrir að hún hafi sést í sjónvarpsútsendingum rússneskra fjölmiðla, með bundnar hendur og marin í andliti. Það var 21. mars en síðan þá hefur engin séð til hennar. Rússar eru sakaðir um að hafa handsamað og jafnvel rænt hundruðum manna og kvenna í Úkraínu. Mörg þeirra hafa verið pyntuð og myrt. Sameinuðu þjóðirnar segja að nýverið hafi rússneskir hermenn fjarlægt konu úr bílalest frá Maríupól og sakað hana um að vera bráðatækni í hernum. Hún var handsömuð en ung dóttir hennar þurfti að fara ein í bílalestinni, samkvæmt starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna. Frétt AP og hluta af myndefni Tairu má sjá í myndbandinu hér að neðan. Vert er að vara áhorfendur við því að myndefnið getur vakið óhug. Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Yuliia Paievska, sem gengur undir nafninu Taira, gekk um með myndavél í um tvær vikur í mars og fangaði hið hræðilega ástand í borginni. Myndefni hennar sýnir hana fara um borgina og reyna að bjarga lífi fólks og flytja það á sjúkrahús. Myndefninu kom hún til áðurnefndra blaðamanna AP skömmu áður en þeir fóru frá Maríupól. Þeir voru síðustu vestrænu blaðamennirnir í borginni. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu hér í Vaktinni á Vísi. Eitt myndband frá tíunda mars sýnir hana taka á móti tveimur rússneskum hermönnum sem voru særðir. Aðspurð hvort hún ætlaði að hlúa að þeim sagði hún: „Þeir yrðu ekki svo góðir við okkur en ég get ekki annað. Þeir eru stríðsfangar.“ Taira hlúði jafnt að særðum rússneskum hermönnum og úkraínskum.AP/Yuliia Paievska Eftir að hún var handsömuð sökuðu Rússar hana um að vera í Azov-herdeildinni, sem Rússar segja nasista, en það segir AP fréttaveitan ekki vera rétt. Hún hafi engin tengsl við herdeildina. Ríkisstjórn Úkraínu segist hafa reynt að fá Tairu bætt á lista fyrir fangaskipti en að Rússar segist ekki vera með hana í haldi. Það er þrátt fyrir að hún hafi sést í sjónvarpsútsendingum rússneskra fjölmiðla, með bundnar hendur og marin í andliti. Það var 21. mars en síðan þá hefur engin séð til hennar. Rússar eru sakaðir um að hafa handsamað og jafnvel rænt hundruðum manna og kvenna í Úkraínu. Mörg þeirra hafa verið pyntuð og myrt. Sameinuðu þjóðirnar segja að nýverið hafi rússneskir hermenn fjarlægt konu úr bílalest frá Maríupól og sakað hana um að vera bráðatækni í hernum. Hún var handsömuð en ung dóttir hennar þurfti að fara ein í bílalestinni, samkvæmt starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna. Frétt AP og hluta af myndefni Tairu má sjá í myndbandinu hér að neðan. Vert er að vara áhorfendur við því að myndefnið getur vakið óhug.
Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira