Erdogan ræddi við Andersson og Niinistö um áhyggjur Tyrkja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. maí 2022 22:25 Aðrir leiðtogar Nató virðast nú vera á því að Erdogan muni láta undan en ef til vill ekki fyrr en eftir að hann fær eitthvað fyrir sinn snúð. epa Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, átti samtöl við leiðtoga Svíþjóðar og Finnlands í dag, þar sem umræðuefnið voru umsóknir ríkjanna um aðild að Atlantshafsbandalaginu og andstaða Tyrklands við inngöngu þeirra. Aðild ríkjanna að Nató þarfnast samþykki allra aðildarríkja bandalagsins en stjórnvöld í Tyrklandi segjast ekki munu segja já, þar sem Svíþjóð og Finnland hafi skotið skjólshúsi yfir meinta hryðjuverkamenn tengda Verkamannaflokki Kúrdistan (PKK) og fylgjendum Fethulla Gulen. Tyrkir segja Gulen hafa staðið fyrir valdaránstilrauninni í landinu árið 2016. Erdogan ræddi við Magdalenu Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar í síma og sagði henni að tyrknesk stjórnvöld ætluðust til þess að Svíar tækju afdráttarlaus skref til þess að mæta athugasemdum sínum. Þá sagðist forsetinn einnig ætlast til þess að stjórnvöld í Svíþjóð afléttu vopnasölubanni sem þeir komu á í kjölfar þátttöku Tyrkja í átökunum í Sýrlandi árið 2019. Andersson sagði eftir á að hún hefði kunnað að meta símtalið og að Svíar vonuðust til að geta styrkt tvíhliða samskipti sín við Tyrki. Sagðist hún hafa lagt áherslu á að sænsk stjórnvöld styddu ótvírætt baráttuna gegn hryðjuverkum og að skilgreina PKK sem hryðjuverkasamtök. Erdogan átti annað símtal við Sauli Niinistö, forseta Finnlands, og sagði það ekki samrýmast anda Nató að taka ekki á hryðjuverkasamtökum sem ógnuðu bandalaginu. Niinistö sagði fyrir sitt leyti að leiðtogarnir hefðu átt hreinskipt samtal og myndu halda áfram að eiga viðræður. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Tyrkland Svíþjóð Finnland Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Aðild ríkjanna að Nató þarfnast samþykki allra aðildarríkja bandalagsins en stjórnvöld í Tyrklandi segjast ekki munu segja já, þar sem Svíþjóð og Finnland hafi skotið skjólshúsi yfir meinta hryðjuverkamenn tengda Verkamannaflokki Kúrdistan (PKK) og fylgjendum Fethulla Gulen. Tyrkir segja Gulen hafa staðið fyrir valdaránstilrauninni í landinu árið 2016. Erdogan ræddi við Magdalenu Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar í síma og sagði henni að tyrknesk stjórnvöld ætluðust til þess að Svíar tækju afdráttarlaus skref til þess að mæta athugasemdum sínum. Þá sagðist forsetinn einnig ætlast til þess að stjórnvöld í Svíþjóð afléttu vopnasölubanni sem þeir komu á í kjölfar þátttöku Tyrkja í átökunum í Sýrlandi árið 2019. Andersson sagði eftir á að hún hefði kunnað að meta símtalið og að Svíar vonuðust til að geta styrkt tvíhliða samskipti sín við Tyrki. Sagðist hún hafa lagt áherslu á að sænsk stjórnvöld styddu ótvírætt baráttuna gegn hryðjuverkum og að skilgreina PKK sem hryðjuverkasamtök. Erdogan átti annað símtal við Sauli Niinistö, forseta Finnlands, og sagði það ekki samrýmast anda Nató að taka ekki á hryðjuverkasamtökum sem ógnuðu bandalaginu. Niinistö sagði fyrir sitt leyti að leiðtogarnir hefðu átt hreinskipt samtal og myndu halda áfram að eiga viðræður.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Tyrkland Svíþjóð Finnland Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira