Gagnrýnir Samfylkingu fyrir að leita til hægri: „Það er hægt að brjóta upp þetta bandalag“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. maí 2022 16:56 Sanna er ekki sátt við systurflokk sinn Samfylkinguna, sem henni þykir að eigi að leita til vinstri eins og sannur jafnaðarmannaflokkur. vísir/vilhelm Oddviti Sósíalistaflokks Íslands er afar ósátt með bandalag það sem Samfylking hefur myndað með Pírötum og Viðreisn fyrir meirihlutaviðræður. Bandalagið útilokar algerlega alla meirihlutamyndun í borginni nema þessara flokka við Framsóknarflokkinn. „Það er mjög sérkennilegt að sjá það að þarna er flokkur sem kennir sig við jafnaðarmennsku sem vill líta til hægri í stað þess að líta til vinstri og það er ekki eitthvað sem að við viljum sjá í okkar áherslum í borgarstjórn. Við höfum þarna tækifæri til þess að fara meira til vinstri og það er vel hægt,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins. Þarna talar hún um jafnaðarmannaflokkinn Samfylkinguna sem er í bandalagi með Viðreisn, sem Sanna segir að ekki nokkur vafi leiki á að flokkist sem hægri flokkur. Því hafa Sósíalistar útilokað samstarf við Viðreisn sem og samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Þórdís Lóa oddviti Viðreisnar hefur gengið inn í bandalag sem útilokar samstarf hennar með Sjálfstæðisflokki í bili.vísir/vilhelm „Við sjáum að Viðreisn talar fyrir einkarekstri, útboði og þessum markaðslausnum eins og kom skýrt fram í stefnu þeirra fyrir kosningarnar. Við Sósíalistar tölum fyrir sósíalískum og félagslegum lausnum og erum einmitt mjög í takti við þessar áherslur sem ættu að koma fram hjá jafnaðarmannaflokki,“ segir hún. Hún segist hafa sett sig í samband við Samfylkingarmenn og reynt að tala þá af bandalaginu og leita til vinstri en ekki haft erindi sem erfiði en er þó með ákall til Samfylkingarmana um að endurhugsa sinn gang: „Það er hægt að brjóta upp þetta bandalag“. Hún bendir á að Sósíalistar, Píratar og Framsókn hafi bætt við sig fylgi sem sé ákall á vinstri-miðjustjórn. Sósíalistar geti vel hugsað sér að vinna með Framsókn. Einn möguleikinn væri þá Samfylking, Framsókn, Sósíalistar og Vinstri græn með tólf manna meirihluta. Vinstri græn hafa þó gefið það út að þau vilji ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum í bili. Mögulegir meirihlutar með Sósíalistaflokknum.vísir/ragnar Þá kæmu tveir aðrir mögulegir meirihlutar myndaðir frá miðju og til vinstri til greina. Samfylking, Framsókn, Sósíalistar og Flokkur fólksins næði einnig tólf manna meirihluta en einnig væri hægt að skipta út Flokki fólksins fyrir Pírata og mynda þannig fjórtán manna meirihluta. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sósíalistaflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Píratar Borgarstjórn Tengdar fréttir Biðlar til Framsóknar að hafa hugrekki Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sakar bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um útilokanir og þvinganir. Nú reyni á Framsóknarflokkinn og aðra flokka að hafa hugrekki til að svara kröfu kjósenda um breytt stjórnmál. 23. maí 2022 15:56 Einar boðar flokksmenn til fundar Framsóknarfólk hefur verið boðað til fundar í kvöld til að ræða þrönga stöðu sem komin er upp í meirihlutaviðræðum í borginni. Oddviti flokksins telur sig í sterkri samningsstöðu og segir Framsókn vilja borgarstjórastólinn. 23. maí 2022 12:04 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
„Það er mjög sérkennilegt að sjá það að þarna er flokkur sem kennir sig við jafnaðarmennsku sem vill líta til hægri í stað þess að líta til vinstri og það er ekki eitthvað sem að við viljum sjá í okkar áherslum í borgarstjórn. Við höfum þarna tækifæri til þess að fara meira til vinstri og það er vel hægt,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins. Þarna talar hún um jafnaðarmannaflokkinn Samfylkinguna sem er í bandalagi með Viðreisn, sem Sanna segir að ekki nokkur vafi leiki á að flokkist sem hægri flokkur. Því hafa Sósíalistar útilokað samstarf við Viðreisn sem og samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Þórdís Lóa oddviti Viðreisnar hefur gengið inn í bandalag sem útilokar samstarf hennar með Sjálfstæðisflokki í bili.vísir/vilhelm „Við sjáum að Viðreisn talar fyrir einkarekstri, útboði og þessum markaðslausnum eins og kom skýrt fram í stefnu þeirra fyrir kosningarnar. Við Sósíalistar tölum fyrir sósíalískum og félagslegum lausnum og erum einmitt mjög í takti við þessar áherslur sem ættu að koma fram hjá jafnaðarmannaflokki,“ segir hún. Hún segist hafa sett sig í samband við Samfylkingarmenn og reynt að tala þá af bandalaginu og leita til vinstri en ekki haft erindi sem erfiði en er þó með ákall til Samfylkingarmana um að endurhugsa sinn gang: „Það er hægt að brjóta upp þetta bandalag“. Hún bendir á að Sósíalistar, Píratar og Framsókn hafi bætt við sig fylgi sem sé ákall á vinstri-miðjustjórn. Sósíalistar geti vel hugsað sér að vinna með Framsókn. Einn möguleikinn væri þá Samfylking, Framsókn, Sósíalistar og Vinstri græn með tólf manna meirihluta. Vinstri græn hafa þó gefið það út að þau vilji ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum í bili. Mögulegir meirihlutar með Sósíalistaflokknum.vísir/ragnar Þá kæmu tveir aðrir mögulegir meirihlutar myndaðir frá miðju og til vinstri til greina. Samfylking, Framsókn, Sósíalistar og Flokkur fólksins næði einnig tólf manna meirihluta en einnig væri hægt að skipta út Flokki fólksins fyrir Pírata og mynda þannig fjórtán manna meirihluta.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sósíalistaflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Píratar Borgarstjórn Tengdar fréttir Biðlar til Framsóknar að hafa hugrekki Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sakar bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um útilokanir og þvinganir. Nú reyni á Framsóknarflokkinn og aðra flokka að hafa hugrekki til að svara kröfu kjósenda um breytt stjórnmál. 23. maí 2022 15:56 Einar boðar flokksmenn til fundar Framsóknarfólk hefur verið boðað til fundar í kvöld til að ræða þrönga stöðu sem komin er upp í meirihlutaviðræðum í borginni. Oddviti flokksins telur sig í sterkri samningsstöðu og segir Framsókn vilja borgarstjórastólinn. 23. maí 2022 12:04 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Biðlar til Framsóknar að hafa hugrekki Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sakar bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um útilokanir og þvinganir. Nú reyni á Framsóknarflokkinn og aðra flokka að hafa hugrekki til að svara kröfu kjósenda um breytt stjórnmál. 23. maí 2022 15:56
Einar boðar flokksmenn til fundar Framsóknarfólk hefur verið boðað til fundar í kvöld til að ræða þrönga stöðu sem komin er upp í meirihlutaviðræðum í borginni. Oddviti flokksins telur sig í sterkri samningsstöðu og segir Framsókn vilja borgarstjórastólinn. 23. maí 2022 12:04