Vaktarálag og raunveruleg áhrif þess Arnar Kjartansson skrifar 2. júní 2022 08:00 Vinsæll sjónvarpsmaður og atvinnurekandi í veitingargeiranum sendi hér inn grein 1.júní þar sem að hann segist ekki skilja af hverju launþegar fá vaktarálag á kvöldin og um helgar. Þetta er ansi áhugavert þar sem hann rekur sjálfur fjöldann allan af veitingarstöðum. Ég segi að þetta sé áhugavert þar sem að veitingargeirinn er líklegast besta dæmi um af hverju launþegar fá þessi tilteknu launaálög. Það er vegna þess að lang mesta traffíkin inn á veitingarstaði er einmitt á kvöldin og um helgar. Því er meira en eðlilegt að starfsmenn fái meiri laun fyrir meiri vinnu. Almenna reglan er sú að á kvöldin fái launþegar 33% hækkun á grunnlaunum og 45% um helgar. Þetta er bæði gert til þess að greiða fólki fyrir meiri vinnu og til þess að fyrirtæki nái að fylla þær vaktir sem teljast óæskilegri. Almennt kýs fólk að vinna á morgnanna og á daginn enda eru flestir sem að vinna á þeim tímum. Tökum dæmi, maður vinnur hjá símfyrirtæki í fullu starfi. Hann á konu og 2 börn á leikskólaaldri. Hans vaktir krefja hann um að vinna frá 14-22 á kvöldin. Börnin eru þó í leikskóla og klára hann klukkan 17 á daginn og þarf því konan að sinna börnunum ein, hann sér þau lítið, ekki nema á morgnanna áður en að þau fara í leikskólann. Þetta er aukið álag á fjölskylduna og því eðlilegt að maðurinn fái greidd hærri laun til þess að komast til móts við þessa stöðu. Vaktarálög geta svo komið í mörgum myndum. Til að mynda fá starfsmenn sem að vinna á heilsugæslum ákveðið vaktarálag eftir því hvað er mikið álag á heilsugæslunum á því svæði. Vill þá Sigmar að því verði aflétt? Auðvelt er að sjá hverjar afleiðingarnar yrðu, læknar og hjúkrunarfræðingar myndu vilja færa sig á starfstöðvar með minna álagi. Laun hafa líka mikið að segja um starfsánægju en samkvæmt grein sem birtist í Forbes árið 2011 að þá eru starfsmenn í sömu störfum sem fá hærri laun ánægðari, ekki bara með launin, heldur ánægðari með starf sitt í heild sinni og allt sem að tengist starfinu. Ef þú lækkar laun hjá starfsmönnum eru þeir líklegri til þess að verða óánægðir með starfið og jafnvel segja upp störfum. Þannig að ef téðum atvinnurekanda er svona afskaplega annt um ánægju starfsmanna þá legg ég til að hann hækki grunnlaunin í öllum sínum fyrirtækjum. Það mun gleðja starfsmenn til muna og minnka starfsmannaveltuna til lengri tíma litið. Það myndi einnig hafa veruleg áhrif á andlega heilsu starfsmanna og yrðu vinnustaðir hans eftirsóttir meðal framúrskarandi starfsfólks. Það mun þó ekki gleðja starfsmenn fyrirtækja hans að afnema vaktarálög og þar af leiðandi lækka laun þeirra, því get ég lofað. Líklegasta niðurstaðan af því væri hærri starfsmannavelta, uppsagnir og erfiðleikar með að manna vaktir. Höfundur er nýútskrifaður viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Vinsæll sjónvarpsmaður og atvinnurekandi í veitingargeiranum sendi hér inn grein 1.júní þar sem að hann segist ekki skilja af hverju launþegar fá vaktarálag á kvöldin og um helgar. Þetta er ansi áhugavert þar sem hann rekur sjálfur fjöldann allan af veitingarstöðum. Ég segi að þetta sé áhugavert þar sem að veitingargeirinn er líklegast besta dæmi um af hverju launþegar fá þessi tilteknu launaálög. Það er vegna þess að lang mesta traffíkin inn á veitingarstaði er einmitt á kvöldin og um helgar. Því er meira en eðlilegt að starfsmenn fái meiri laun fyrir meiri vinnu. Almenna reglan er sú að á kvöldin fái launþegar 33% hækkun á grunnlaunum og 45% um helgar. Þetta er bæði gert til þess að greiða fólki fyrir meiri vinnu og til þess að fyrirtæki nái að fylla þær vaktir sem teljast óæskilegri. Almennt kýs fólk að vinna á morgnanna og á daginn enda eru flestir sem að vinna á þeim tímum. Tökum dæmi, maður vinnur hjá símfyrirtæki í fullu starfi. Hann á konu og 2 börn á leikskólaaldri. Hans vaktir krefja hann um að vinna frá 14-22 á kvöldin. Börnin eru þó í leikskóla og klára hann klukkan 17 á daginn og þarf því konan að sinna börnunum ein, hann sér þau lítið, ekki nema á morgnanna áður en að þau fara í leikskólann. Þetta er aukið álag á fjölskylduna og því eðlilegt að maðurinn fái greidd hærri laun til þess að komast til móts við þessa stöðu. Vaktarálög geta svo komið í mörgum myndum. Til að mynda fá starfsmenn sem að vinna á heilsugæslum ákveðið vaktarálag eftir því hvað er mikið álag á heilsugæslunum á því svæði. Vill þá Sigmar að því verði aflétt? Auðvelt er að sjá hverjar afleiðingarnar yrðu, læknar og hjúkrunarfræðingar myndu vilja færa sig á starfstöðvar með minna álagi. Laun hafa líka mikið að segja um starfsánægju en samkvæmt grein sem birtist í Forbes árið 2011 að þá eru starfsmenn í sömu störfum sem fá hærri laun ánægðari, ekki bara með launin, heldur ánægðari með starf sitt í heild sinni og allt sem að tengist starfinu. Ef þú lækkar laun hjá starfsmönnum eru þeir líklegri til þess að verða óánægðir með starfið og jafnvel segja upp störfum. Þannig að ef téðum atvinnurekanda er svona afskaplega annt um ánægju starfsmanna þá legg ég til að hann hækki grunnlaunin í öllum sínum fyrirtækjum. Það mun gleðja starfsmenn til muna og minnka starfsmannaveltuna til lengri tíma litið. Það myndi einnig hafa veruleg áhrif á andlega heilsu starfsmanna og yrðu vinnustaðir hans eftirsóttir meðal framúrskarandi starfsfólks. Það mun þó ekki gleðja starfsmenn fyrirtækja hans að afnema vaktarálög og þar af leiðandi lækka laun þeirra, því get ég lofað. Líklegasta niðurstaðan af því væri hærri starfsmannavelta, uppsagnir og erfiðleikar með að manna vaktir. Höfundur er nýútskrifaður viðskiptafræðingur.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun