Hlutfall erlends vinnuafls aldrei hærra og þörf á aukningu Eiður Þór Árnason skrifar 2. júní 2022 12:15 Meðal annars er mikil eftirspurn eftir starfsfólki í byggingariðnaði. Vísir/Vilhelm Fjölgun Íslendinga dugar ekki til þess að mæta eftirspurn eftir vinnuafli og eykst hlutfall erlends vinnuafls milli ára. Á árinu 2005 voru innflytjendur á aldrinum 20 til 59 ára 7% af fjölda starfandi á vinnumarkaði hér á landi. Núna á fyrsta ársfjórðungi ársins 2022 var hlutfallið komið í 22,3% og hefur aldrei verið hærra. Hlutfall innflytjenda fór undir 20% á árinu 2021 en hefur nú náð fyrri stöðu. Þetta kemur fram í samantekt hagfræðideildar Landsbankans en erlendir ríkisborgarar voru innan við 7% af íbúafjölda á Íslandi á árunum 2010 til 2017 og eru í ár um 15%. Frá árinu 2010 hefur íslenskum ríkisborgurum fjölgað um 8,4% á meðan erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um 160%. Samtök atvinnulífsins hafa gefið út að flytja þurfi inn 12 þúsund starfsmenn á næstu fjórum árum. Störfum muni fjölga um 15 þúsund á árunum 2022 til 2025 en á sama tíma muni innlendum íbúum á starfsaldri einungis fjölga um 3 þúsund. Ef spá samtakanna rætist mun hlutfall innflytjenda af starfandi fólki vera komið yfir 27% á árinu 2025. Þurfi að laða erlent háskólamenntað starfsfólk til landsins „Fram til þessa hefur starfsfólk úr röðum innflytjenda einkum verið ófaglært, en bent hefur verið á að á næstu árum verði ekki síður skortur á háskólamenntuðu fólki. Í því sambandi þurfi laða erlent háskólamenntað starfsfólk til landsins,“ segir í nýrri Hagsjá Landsbankans. Í mars taldi Vinnumálastofnun að fjöldi atvinnulausra erlendra ríkisborgara samsvaraði 10,5% atvinnuleysi meðal þeirra. Á sama tíma var almennt atvinnuleysi allra 4,9% eða innan við helmingi minna en hjá erlendum ríkisborgurum. Hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá hefur aukist mikið á síðustu árum úr því að vera um 15% á árinu 2010 í yfir 40% upp á síðkastið. Hlutfallið hefur verið tæp 43% á þessu ári og hefur aukist úr um 40% frá sumrinu 2021, að því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans. Á árinu 2020 voru um 6.500 atvinnulausir erlendir ríkisborgarar hér á landi og fækkaði aftur í fyrra. Nýjustu gögn frá því í apríl benda til þess að nú séu um 3.850 erlendir ríkisborgarar á atvinnuleysiskrá. Árið 2017 voru innan við eitt þúsund erlendir ríkisborgarar að meðaltali á atvinnuleysisskrá. Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Hlutfall innflytjenda fór undir 20% á árinu 2021 en hefur nú náð fyrri stöðu. Þetta kemur fram í samantekt hagfræðideildar Landsbankans en erlendir ríkisborgarar voru innan við 7% af íbúafjölda á Íslandi á árunum 2010 til 2017 og eru í ár um 15%. Frá árinu 2010 hefur íslenskum ríkisborgurum fjölgað um 8,4% á meðan erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um 160%. Samtök atvinnulífsins hafa gefið út að flytja þurfi inn 12 þúsund starfsmenn á næstu fjórum árum. Störfum muni fjölga um 15 þúsund á árunum 2022 til 2025 en á sama tíma muni innlendum íbúum á starfsaldri einungis fjölga um 3 þúsund. Ef spá samtakanna rætist mun hlutfall innflytjenda af starfandi fólki vera komið yfir 27% á árinu 2025. Þurfi að laða erlent háskólamenntað starfsfólk til landsins „Fram til þessa hefur starfsfólk úr röðum innflytjenda einkum verið ófaglært, en bent hefur verið á að á næstu árum verði ekki síður skortur á háskólamenntuðu fólki. Í því sambandi þurfi laða erlent háskólamenntað starfsfólk til landsins,“ segir í nýrri Hagsjá Landsbankans. Í mars taldi Vinnumálastofnun að fjöldi atvinnulausra erlendra ríkisborgara samsvaraði 10,5% atvinnuleysi meðal þeirra. Á sama tíma var almennt atvinnuleysi allra 4,9% eða innan við helmingi minna en hjá erlendum ríkisborgurum. Hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá hefur aukist mikið á síðustu árum úr því að vera um 15% á árinu 2010 í yfir 40% upp á síðkastið. Hlutfallið hefur verið tæp 43% á þessu ári og hefur aukist úr um 40% frá sumrinu 2021, að því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans. Á árinu 2020 voru um 6.500 atvinnulausir erlendir ríkisborgarar hér á landi og fækkaði aftur í fyrra. Nýjustu gögn frá því í apríl benda til þess að nú séu um 3.850 erlendir ríkisborgarar á atvinnuleysiskrá. Árið 2017 voru innan við eitt þúsund erlendir ríkisborgarar að meðaltali á atvinnuleysisskrá.
Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira