Árásarmaðurinn áður komist í kast við lögin Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2022 10:16 Blóm og fáni í litum hinsegin fólks á vettvangi skotárasarinnar í Osló í morgun. AP/Mosvold Larsen/NTB Karlmaður á fimmtugsaldri sem er sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk með skotárás í miðborg Oslóar í nótt hefur ítrekað komist í kast við lögin. Tilgáta lögreglu er að hann hafi verið knúinn áfram af hatri. Tveir voru skotnir til bana og tíu særðir í skotárásinni sem hófst fyrir utan skemmtistað sem er vinsæll á meðal hinsegin fólks. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi. Norska blaðið VG segir að maðurinn sé 42 ára gamall norskur ríkisborgari sem kom til Noregs sem flóttamaður frá kúrdíska hluta Írans þegar hann var barn að aldri. Á blaðamannafundi um skotárásina í morgun sagði Christian Hatlo frá lögreglunni í Osló, að árásarmaðurinn hafi hlotið sakadóma fyrir tiltölulega minniháttar glæpi, þar á meðal fyrir vörslu fíkniefna árið 2016. Brotið hafi þó verið framið tæpum áratugi fyrr. Hann var fyrst dæmdur fyrir aðild að stunguárás á skólaballi á næturklúbbi í Osló árið 1999. Hlaut hann tíu mánaða fangelsisdóm en hann var þá enn á framhaldsskólalaldri. Áfrýjunardómstóll sýknaði hann ári síðar þar sem ekki var talið sannað að hann hefði haldið á hnífnum sem var notaður. Hann var þó dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás. Áfrýjunardómstóllinn tók tillit til ungs aldurs hans og „augljósra geðrænna vandamála“. Fyrir þremur árum var maðurinn handtekinn vegna gruns um tilraun til manndráps, ólöglegs skotvopnaburðs og að ganga með hníf á almannafæri. Honum var sleppt eftir aðeins nokkra daga þvert á vilja ákæruvaldsins. Áfrýjunardómstóll taldi grun lögreglu ekki nógu vel rökstuddan. Sterkur grunur um hatursglæp Árásarmaðurinn hefur einni sinni breytt um nafn og hefur verið á örorkubótum frá árinu 2013. Lögreglan sagði á fundinum í morgun að ein tilgátan væri að geðrænt ástand hans gæti skýrt árásina. Rannsókn á því væri þó skammt á veg komin. Hins vegar teldi lögreglan nokkuð sterkan grundvöll fyrir þeirri tilgátu að um hatursglæp hafi verið að ræða þar sem árásin var framin við skemmtistað sem er þekktur fyrir að vera vinsæll á meðal samkynhneigðra. „Heildarmat okkar er að það sé ástæða til að telja að hann hafi viljað valda alvarlegum ótta í samfélaginu,“ sagði Hatlo, að því er AP-fréttastofan hefur eftir honum. Gleðigangan í Osló átti að fara fram í dag en skipuleggjendur hennar aflýstu henni og tengdum viðburðum að ráðleggingum lögreglunnar. Norska sjónvarpsstöðin TV2 sýndi myndband af óttaslegnu fólki hlaupa um götu miðborgarinnar á meðan skothvellir heyrðust í bakgrunni. Lögreglan lagði hald á tvö skotvopn. Hatlo sagði að skotvopnin væru ekki nútímaleg en fór ekki út í frekari smáatriði um þau. Skotárás við London Pub í Osló Noregur Hinsegin Tengdar fréttir Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin. 25. júní 2022 03:28 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Sjá meira
Tveir voru skotnir til bana og tíu særðir í skotárásinni sem hófst fyrir utan skemmtistað sem er vinsæll á meðal hinsegin fólks. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi. Norska blaðið VG segir að maðurinn sé 42 ára gamall norskur ríkisborgari sem kom til Noregs sem flóttamaður frá kúrdíska hluta Írans þegar hann var barn að aldri. Á blaðamannafundi um skotárásina í morgun sagði Christian Hatlo frá lögreglunni í Osló, að árásarmaðurinn hafi hlotið sakadóma fyrir tiltölulega minniháttar glæpi, þar á meðal fyrir vörslu fíkniefna árið 2016. Brotið hafi þó verið framið tæpum áratugi fyrr. Hann var fyrst dæmdur fyrir aðild að stunguárás á skólaballi á næturklúbbi í Osló árið 1999. Hlaut hann tíu mánaða fangelsisdóm en hann var þá enn á framhaldsskólalaldri. Áfrýjunardómstóll sýknaði hann ári síðar þar sem ekki var talið sannað að hann hefði haldið á hnífnum sem var notaður. Hann var þó dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás. Áfrýjunardómstóllinn tók tillit til ungs aldurs hans og „augljósra geðrænna vandamála“. Fyrir þremur árum var maðurinn handtekinn vegna gruns um tilraun til manndráps, ólöglegs skotvopnaburðs og að ganga með hníf á almannafæri. Honum var sleppt eftir aðeins nokkra daga þvert á vilja ákæruvaldsins. Áfrýjunardómstóll taldi grun lögreglu ekki nógu vel rökstuddan. Sterkur grunur um hatursglæp Árásarmaðurinn hefur einni sinni breytt um nafn og hefur verið á örorkubótum frá árinu 2013. Lögreglan sagði á fundinum í morgun að ein tilgátan væri að geðrænt ástand hans gæti skýrt árásina. Rannsókn á því væri þó skammt á veg komin. Hins vegar teldi lögreglan nokkuð sterkan grundvöll fyrir þeirri tilgátu að um hatursglæp hafi verið að ræða þar sem árásin var framin við skemmtistað sem er þekktur fyrir að vera vinsæll á meðal samkynhneigðra. „Heildarmat okkar er að það sé ástæða til að telja að hann hafi viljað valda alvarlegum ótta í samfélaginu,“ sagði Hatlo, að því er AP-fréttastofan hefur eftir honum. Gleðigangan í Osló átti að fara fram í dag en skipuleggjendur hennar aflýstu henni og tengdum viðburðum að ráðleggingum lögreglunnar. Norska sjónvarpsstöðin TV2 sýndi myndband af óttaslegnu fólki hlaupa um götu miðborgarinnar á meðan skothvellir heyrðust í bakgrunni. Lögreglan lagði hald á tvö skotvopn. Hatlo sagði að skotvopnin væru ekki nútímaleg en fór ekki út í frekari smáatriði um þau.
Skotárás við London Pub í Osló Noregur Hinsegin Tengdar fréttir Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin. 25. júní 2022 03:28 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Sjá meira
Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin. 25. júní 2022 03:28