Aukning innbrota á heimili Ágúst Mogensen skrifar 30. júní 2022 12:01 Innbrotum á heimili fjölgaði um 40% í fyrra miðað við árið 2020. Fjölgunin nemur 25% ef horft er til meðaltals síðustu þriggja ára. Tilkynningar um innbrot voru um 450 og voru 90% frá höfuðborgarsvæðinu. Þessar upplýsingar má finna í bráðabirgðatölum ríkislögreglustjóra um fjölda innbrota á árinu 2021. Niðurstöður þolendakannana 2021, sem segja frá reynslu landsmanna af afbrotum og viðhorfi til lögreglu, benda til þess að helmingur allra innbrota er tilkynntur og því má ætla að rauntölur í fyrra séu mun hærri. Sumarið er tími sem mörg innbrot eru framin og nú, þegar landsmenn leggja land undir fót og fara í sumarleyfi, er mikilvægt að huga að ráðstöfunum sem varnað geta innbrotum. Farðu áhyggjulaus í fríið Það eru nokkur atriði sem þú getur gert til þess að draga úr líkindum á innbroti. Góð regla er að fá nágranna eða ættingja til að taka póstinn og jafnvel slá grasið ef farið er í langan tíma. Geymdu aukabíl í bílastæðinu þínu, segðu nágrönnum að þú sért að fara í frí og biddu þá að fylgjast með ferðum ókunnugra við eign þína og jafnvel leggja bílnum sínum stundum í stæðið þitt. Dæmi er um að innbrotsþjófar fylgist með húsum, hringi bjöllum eða banki á hurðir og kanni hvort einhver sé heima áður en þeir láta til skarar skríða. Að sjálfsögðu á að læsa öllum hurðum og gluggum og varna auðveldri inngöngu. Svalahurðir og hurðir sem snúa út í garð á jarðhæð eru líka inngönguleiðir og þeim þarf að læsa vandlega. Öryggiskerfi er góður kostur og þar eru margar lausnir í boði. Þínar ráðstafanir fara eftir því hvar og hvernig þú býrð en hugmyndin er að ekki sé hægt að lesa úr aðstæðum á einfaldan hátt, að enginn sé heima. Ef þú tekur myndir í sumarleyfinu og deilir með vinum þínum skaltu gæta þess að þær séu ekki sýnilegar öllum á vefnum. Tjón bæði tilfinningalegt og fjárhagslegt Innbrotum fylgja margvísleg óþægindi og tjón. Skemmdarverk geta verið unnin við innbrotið. Gluggar eða hurðir brotnar og kostnaður jafnvel meiri við lagfæringar en sem nemur andvirði þýfisins. Munir sem hafa tilfinningalegt gildi verða aldrei að fullu bættir með tryggingum en þess utan getur atburðurinn lagst þungt á sálina. Fólki finnst óþægilegt að ókunnugur aðili hafi gengið um heimili þess og rótað í innbúi og einkamunum. Eftirköstin geta verið langvinn og lýst sér í ótta, kvíða og að finnast óþægilegt að yfirgefa heimilið af ótta við innbrot. Reiði og sjálfsásökun eru einnig þekkt viðbrögð. Eftir hverju er verið að slægjast? Innbrotsþjófar eru í flestum tilvikum að leita að meðfærilegum verðmætum sem auðvelt er að koma í verð. Dæmi um slíkt eru fartölvur, símar, spjaldtölvur og fatnaður/merkjavara, skartgripir, lausafé og listmunir. Reiðhjól, vespur og rafmagnshjól þarf að læsa með öflugum lás ef þau standa úti og það er góð regla að skrá hjá sér verksmiðjunúmer. Vefurinn reidhjolaskra.is býður eigendum reiðhjóla að skrá hjólin sín þar, sem getur auðveldað endurheimt sé þeim stolið. Gætum að eigum granna okkar Það er erfitt að alhæfa um hvatir og aðferðir innbrotsþjófa. Stundum er um skipulagða aðgerð að ræða en í öðrum tilvikum ræður tilviljun og tækifærið ferðinni. Ef við göngum vel frá heimili okkar áður en við förum í frí og viðhöfum forvarnir eru minni líkur á að innbrotsþjófum takist ætlunarverk sitt. Gætum að eigum hvors annars í sumar og njótum frísins. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Slysavarnir Tryggingar Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Innbrotum á heimili fjölgaði um 40% í fyrra miðað við árið 2020. Fjölgunin nemur 25% ef horft er til meðaltals síðustu þriggja ára. Tilkynningar um innbrot voru um 450 og voru 90% frá höfuðborgarsvæðinu. Þessar upplýsingar má finna í bráðabirgðatölum ríkislögreglustjóra um fjölda innbrota á árinu 2021. Niðurstöður þolendakannana 2021, sem segja frá reynslu landsmanna af afbrotum og viðhorfi til lögreglu, benda til þess að helmingur allra innbrota er tilkynntur og því má ætla að rauntölur í fyrra séu mun hærri. Sumarið er tími sem mörg innbrot eru framin og nú, þegar landsmenn leggja land undir fót og fara í sumarleyfi, er mikilvægt að huga að ráðstöfunum sem varnað geta innbrotum. Farðu áhyggjulaus í fríið Það eru nokkur atriði sem þú getur gert til þess að draga úr líkindum á innbroti. Góð regla er að fá nágranna eða ættingja til að taka póstinn og jafnvel slá grasið ef farið er í langan tíma. Geymdu aukabíl í bílastæðinu þínu, segðu nágrönnum að þú sért að fara í frí og biddu þá að fylgjast með ferðum ókunnugra við eign þína og jafnvel leggja bílnum sínum stundum í stæðið þitt. Dæmi er um að innbrotsþjófar fylgist með húsum, hringi bjöllum eða banki á hurðir og kanni hvort einhver sé heima áður en þeir láta til skarar skríða. Að sjálfsögðu á að læsa öllum hurðum og gluggum og varna auðveldri inngöngu. Svalahurðir og hurðir sem snúa út í garð á jarðhæð eru líka inngönguleiðir og þeim þarf að læsa vandlega. Öryggiskerfi er góður kostur og þar eru margar lausnir í boði. Þínar ráðstafanir fara eftir því hvar og hvernig þú býrð en hugmyndin er að ekki sé hægt að lesa úr aðstæðum á einfaldan hátt, að enginn sé heima. Ef þú tekur myndir í sumarleyfinu og deilir með vinum þínum skaltu gæta þess að þær séu ekki sýnilegar öllum á vefnum. Tjón bæði tilfinningalegt og fjárhagslegt Innbrotum fylgja margvísleg óþægindi og tjón. Skemmdarverk geta verið unnin við innbrotið. Gluggar eða hurðir brotnar og kostnaður jafnvel meiri við lagfæringar en sem nemur andvirði þýfisins. Munir sem hafa tilfinningalegt gildi verða aldrei að fullu bættir með tryggingum en þess utan getur atburðurinn lagst þungt á sálina. Fólki finnst óþægilegt að ókunnugur aðili hafi gengið um heimili þess og rótað í innbúi og einkamunum. Eftirköstin geta verið langvinn og lýst sér í ótta, kvíða og að finnast óþægilegt að yfirgefa heimilið af ótta við innbrot. Reiði og sjálfsásökun eru einnig þekkt viðbrögð. Eftir hverju er verið að slægjast? Innbrotsþjófar eru í flestum tilvikum að leita að meðfærilegum verðmætum sem auðvelt er að koma í verð. Dæmi um slíkt eru fartölvur, símar, spjaldtölvur og fatnaður/merkjavara, skartgripir, lausafé og listmunir. Reiðhjól, vespur og rafmagnshjól þarf að læsa með öflugum lás ef þau standa úti og það er góð regla að skrá hjá sér verksmiðjunúmer. Vefurinn reidhjolaskra.is býður eigendum reiðhjóla að skrá hjólin sín þar, sem getur auðveldað endurheimt sé þeim stolið. Gætum að eigum granna okkar Það er erfitt að alhæfa um hvatir og aðferðir innbrotsþjófa. Stundum er um skipulagða aðgerð að ræða en í öðrum tilvikum ræður tilviljun og tækifærið ferðinni. Ef við göngum vel frá heimili okkar áður en við förum í frí og viðhöfum forvarnir eru minni líkur á að innbrotsþjófum takist ætlunarverk sitt. Gætum að eigum hvors annars í sumar og njótum frísins. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun