Formaður SGS kallar eftir hærri verðbólgu Kristófer Már Maronsson skrifar 1. júlí 2022 09:30 50, 60 eða 70 ára húsnæðislán, þau vona ég að líti dagsins ljós í framtíðinni í tengslum við aukið heilbrigði og hærri eftirlaunaaldur. En sá tími er ekki kominn. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, lýsti því í gær að hann telji að bankakerfið og stjórnvöld ættu að gera fyrstu kaupendum kleift að taka slík lán til þess að lækka greiðslubyrðina fyrst um sinn og stytta lánin síðar þegar greiðslugeta eykst. Hugsunin er falleg, en stóra samhengið gleymist. Er það ábyrgðarfull stefna stjórnvalda að vinna gegn aðgerðum Seðlabankans til að hemja verðbólgu? Það sem meira er, fyrstu kaupendur hafa nú þegar tækifæri fyrstu 10 árin til þess að lækka greiðslubyrði sína með stuðning til kaupa á fyrstu íbúð. Það er áhyggjuefni að fólk sem situr við kjarasamningaborðið sé hvorki með grunnhagfræði né úrræði fyrstu kaupenda á hreinu. Fyrsta fasteign Árið 2017 tóku gildi lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð. Þau gera fyrstu kaupendum kleift að nota séreignarsparnað sinn til þess að greiða inn á höfuðstól láns til þess að hraða eignamyndum eða greiða hluta af afborgun lánsins í 10 ár til þess að lækka mánaðarlega greiðslubyrði sína, skattfrjálst. Einstaklingur með 500 þús kr. mánaðarlaun getur þannig greitt 30 þúsund krónur af afborgun sinni, eða hjón 60 þúsund krónur, með séreignarsparnaði fyrsta árið og lækkar talan svo um 10% af upphaflegri fjárhæð árlega. Hlutverk óverðtryggðra breytilegra lána gegn verðbólgu Ég tek undir með Vilhjálmi og fagna því að fólk geti tekið óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. Því fleiri sem eru með óverðtryggð breytileg lán, því betur virka stýrivextir til þess að kæla eða örva hagkerfið. En það er eðli breytilegra vaxta, að greiðslubyrði aukist við vaxtahækkun og minnki við vaxtalækkun - það ætti ekki að koma neinum lántaka á óvart og við því var varað þegar vextir voru í lágmarki. Þegar Seðlabankinn telur nauðsynlegt að draga úr peningamagni í umferð til þess að berjast gegn verðbólgu, sem er drifin áfram af hærri útgjöldum heimilana án tillit til þess hvað orsakar hærri útgjöld, bítur stýrivaxtahækkun beint í veski heimila með breytileg óverðtryggð lán. Þá þarf að bregðast við með minni neyslu, auknum tekjum eða ganga á sparnað. Góðærið varir ekki að eilífu Til þess að bregðast við hærri vöxtum eru ýmsar leiðir, t.d. að minnka afþreyingu, ferðalög, áskriftir eða finna sér aukavinnu. Það er líka hægt að axla ábyrgð og spara fyrir mögru árin þegar vextir eru lágir og lífskjör eru góð, því góðærið varir ekki að eilífu og vextir munu sveiflast í framtíðinni. Ef að bankakerfið og stjórnvöld myndu fara í þær aðgerðir sem að Vilhjálmur nefnir, þá virkar ekki stýritækið sem Seðlabankinn beitir hvað oftast í baráttunni gegn verðbólgu. Afleiðingarnar birtast í enn hærri stýrivöxtum og/eða þrálátari verðbólgu sem leiðir líklega til kaupmáttarrýrnunar þeirra sem síst mega við því. Hver ber ábyrgð á verðbólgunni? Verðbólga verður til af ýmsum ástæðum. Ein helsta ástæða verðbólgu eru launahækkanir umfram framleiðniaukningu. Forsendan fyrir hærri launum er að hver starfsmaður skapi meira virði en áður í samræmi við hærri laun. Framleiðniaukning getur líka orðið til með betri tækni. Það var á árum áður þjóðaríþrótt okkar að hækka laun langt umfram framleiðniaukningu, með tilheyrandi verðbólgu og gengisfellingum. Sem betur fer hefur slíkt minnkað, en við hækkum laun hraðar en önnur ríki þó við höfum náð með ótrúlegum hætti að auka kaupmátt jafnt og þétt undanfarin ár. Það er erfitt að spila þann leik að eilífu, verkalýðshreyfingin verður að átta sig á hlutverki sínu í tengslum við aukna verðbólgu og bera hluta af ábyrgðinni í stað þess að reyna að varpa henni alfarið annað, þó að hún sé alls ekki eini skúrkurinn. Launahlutfall íslenskra fyrirtækja er með því hæsta sem gerist, af því getum við að vissu leyti verið stolt - en sífellt færri störf spyrja um landamæri og tæknin leysir enn fleiri störf en áður. Árangur kjarasamninga er ekki mældur í krónutöluhækkunum, heldur verða þeir að snúast um aukinn kaupmátt eða aukin lífsgæði og raunhæfar kröfur. Fjölmiðlar eða gjallarhorn? Að lokum er rétt að benda á hlutverk fjölmiðla í lýðræðissamfélagi. Fjölmiðlar eru oft taldir vera fjórða valdið og skipta lykilmáli. Það virðast ekki margir góðir fjölmiðlamenn vera eftir á Íslandi, flesta skortir þor eða þekkingu til þess að spyrja viðmælendur gagnrýnna spurninga um málefnin sem fjallað er um. Íslensk fjölmiðlun snýst að mestu leyti um fjöldaframleiðslu frétta til þess að fá sem flesta smelli. Krassandi fyrirsögn er best, oftar en ekki algjörlega samhengislaus þegar fréttin er lesin. Þetta er ógnvænleg þróun og til þess fallin að almenningur verður illa upplýstur um málefni líðandi stundar. Fólk í valdamiklum stöðum á ekki að komast upp með að segja hvað sem er án þess að fjölmiðlafólk spyrji nánar út í það og reyni að upplýsa almenning um staðreyndir málsins. Þá geta þeir allt eins rétt viðmælendum gjallarhorn, slíkt ætti að kalla tilkynningar frekar en fréttir. Kapallinn þarf að ganga upp Hvort sem okkur líka það betur eða verr þá þurfa andstæð sjónarmið að ná sameiginlegri niðurstöðu til þess að verja lífskjör okkar. Samsetning húsnæðislána hefur mikið um það að segja hversu mikil áhrif stýrivextir hafa á einkaneyslu, kjarasamningar hafa áhrif á verðbólgu sem aftur hefur áhrif á ákvarðanatöku Seðlabankans um stýrivexti. Þá spila fjölmiðlar lykilhlutverk í almenningsumræðunni. Þegar valdamiklir viðmælendur reyna að sóla almenning með vanþekkingu eða popúlisma verða fjölmiðlar að taka sér stöðu varnarmanns og passa að lýðræðið byggi ekki á misvísandi upplýsingum. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Húsnæðismál Verðlag Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Sjá meira
50, 60 eða 70 ára húsnæðislán, þau vona ég að líti dagsins ljós í framtíðinni í tengslum við aukið heilbrigði og hærri eftirlaunaaldur. En sá tími er ekki kominn. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, lýsti því í gær að hann telji að bankakerfið og stjórnvöld ættu að gera fyrstu kaupendum kleift að taka slík lán til þess að lækka greiðslubyrðina fyrst um sinn og stytta lánin síðar þegar greiðslugeta eykst. Hugsunin er falleg, en stóra samhengið gleymist. Er það ábyrgðarfull stefna stjórnvalda að vinna gegn aðgerðum Seðlabankans til að hemja verðbólgu? Það sem meira er, fyrstu kaupendur hafa nú þegar tækifæri fyrstu 10 árin til þess að lækka greiðslubyrði sína með stuðning til kaupa á fyrstu íbúð. Það er áhyggjuefni að fólk sem situr við kjarasamningaborðið sé hvorki með grunnhagfræði né úrræði fyrstu kaupenda á hreinu. Fyrsta fasteign Árið 2017 tóku gildi lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð. Þau gera fyrstu kaupendum kleift að nota séreignarsparnað sinn til þess að greiða inn á höfuðstól láns til þess að hraða eignamyndum eða greiða hluta af afborgun lánsins í 10 ár til þess að lækka mánaðarlega greiðslubyrði sína, skattfrjálst. Einstaklingur með 500 þús kr. mánaðarlaun getur þannig greitt 30 þúsund krónur af afborgun sinni, eða hjón 60 þúsund krónur, með séreignarsparnaði fyrsta árið og lækkar talan svo um 10% af upphaflegri fjárhæð árlega. Hlutverk óverðtryggðra breytilegra lána gegn verðbólgu Ég tek undir með Vilhjálmi og fagna því að fólk geti tekið óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. Því fleiri sem eru með óverðtryggð breytileg lán, því betur virka stýrivextir til þess að kæla eða örva hagkerfið. En það er eðli breytilegra vaxta, að greiðslubyrði aukist við vaxtahækkun og minnki við vaxtalækkun - það ætti ekki að koma neinum lántaka á óvart og við því var varað þegar vextir voru í lágmarki. Þegar Seðlabankinn telur nauðsynlegt að draga úr peningamagni í umferð til þess að berjast gegn verðbólgu, sem er drifin áfram af hærri útgjöldum heimilana án tillit til þess hvað orsakar hærri útgjöld, bítur stýrivaxtahækkun beint í veski heimila með breytileg óverðtryggð lán. Þá þarf að bregðast við með minni neyslu, auknum tekjum eða ganga á sparnað. Góðærið varir ekki að eilífu Til þess að bregðast við hærri vöxtum eru ýmsar leiðir, t.d. að minnka afþreyingu, ferðalög, áskriftir eða finna sér aukavinnu. Það er líka hægt að axla ábyrgð og spara fyrir mögru árin þegar vextir eru lágir og lífskjör eru góð, því góðærið varir ekki að eilífu og vextir munu sveiflast í framtíðinni. Ef að bankakerfið og stjórnvöld myndu fara í þær aðgerðir sem að Vilhjálmur nefnir, þá virkar ekki stýritækið sem Seðlabankinn beitir hvað oftast í baráttunni gegn verðbólgu. Afleiðingarnar birtast í enn hærri stýrivöxtum og/eða þrálátari verðbólgu sem leiðir líklega til kaupmáttarrýrnunar þeirra sem síst mega við því. Hver ber ábyrgð á verðbólgunni? Verðbólga verður til af ýmsum ástæðum. Ein helsta ástæða verðbólgu eru launahækkanir umfram framleiðniaukningu. Forsendan fyrir hærri launum er að hver starfsmaður skapi meira virði en áður í samræmi við hærri laun. Framleiðniaukning getur líka orðið til með betri tækni. Það var á árum áður þjóðaríþrótt okkar að hækka laun langt umfram framleiðniaukningu, með tilheyrandi verðbólgu og gengisfellingum. Sem betur fer hefur slíkt minnkað, en við hækkum laun hraðar en önnur ríki þó við höfum náð með ótrúlegum hætti að auka kaupmátt jafnt og þétt undanfarin ár. Það er erfitt að spila þann leik að eilífu, verkalýðshreyfingin verður að átta sig á hlutverki sínu í tengslum við aukna verðbólgu og bera hluta af ábyrgðinni í stað þess að reyna að varpa henni alfarið annað, þó að hún sé alls ekki eini skúrkurinn. Launahlutfall íslenskra fyrirtækja er með því hæsta sem gerist, af því getum við að vissu leyti verið stolt - en sífellt færri störf spyrja um landamæri og tæknin leysir enn fleiri störf en áður. Árangur kjarasamninga er ekki mældur í krónutöluhækkunum, heldur verða þeir að snúast um aukinn kaupmátt eða aukin lífsgæði og raunhæfar kröfur. Fjölmiðlar eða gjallarhorn? Að lokum er rétt að benda á hlutverk fjölmiðla í lýðræðissamfélagi. Fjölmiðlar eru oft taldir vera fjórða valdið og skipta lykilmáli. Það virðast ekki margir góðir fjölmiðlamenn vera eftir á Íslandi, flesta skortir þor eða þekkingu til þess að spyrja viðmælendur gagnrýnna spurninga um málefnin sem fjallað er um. Íslensk fjölmiðlun snýst að mestu leyti um fjöldaframleiðslu frétta til þess að fá sem flesta smelli. Krassandi fyrirsögn er best, oftar en ekki algjörlega samhengislaus þegar fréttin er lesin. Þetta er ógnvænleg þróun og til þess fallin að almenningur verður illa upplýstur um málefni líðandi stundar. Fólk í valdamiklum stöðum á ekki að komast upp með að segja hvað sem er án þess að fjölmiðlafólk spyrji nánar út í það og reyni að upplýsa almenning um staðreyndir málsins. Þá geta þeir allt eins rétt viðmælendum gjallarhorn, slíkt ætti að kalla tilkynningar frekar en fréttir. Kapallinn þarf að ganga upp Hvort sem okkur líka það betur eða verr þá þurfa andstæð sjónarmið að ná sameiginlegri niðurstöðu til þess að verja lífskjör okkar. Samsetning húsnæðislána hefur mikið um það að segja hversu mikil áhrif stýrivextir hafa á einkaneyslu, kjarasamningar hafa áhrif á verðbólgu sem aftur hefur áhrif á ákvarðanatöku Seðlabankans um stýrivexti. Þá spila fjölmiðlar lykilhlutverk í almenningsumræðunni. Þegar valdamiklir viðmælendur reyna að sóla almenning með vanþekkingu eða popúlisma verða fjölmiðlar að taka sér stöðu varnarmanns og passa að lýðræðið byggi ekki á misvísandi upplýsingum. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar