Fornir fjendur Hvals fylgjast grannt með hvalveiðunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júlí 2022 16:56 Alls hafa ellefu hvalir veiðst það sem af hvalveiðitímabilinu. Vísir/Egill Liðsmenn Bretlandsdeildar náttúruverndarsamtakanna Sea Shepherd fylgjast afar náið með hvalveiðum Hvals og hvalskurðinum í Hvalfirði. Sýnt er beint frá hvalskurðinum á Facebook-síðu samtakanna. Hvalur hefur hafið hvalveiðar að nýju, líkt og fjallað hefur verið um í fréttum að undanförnu. Hvalveiðarnar eru umdeildar og hefur verið bent á að þær geti haft neikvæð áhrif á orðspor Íslands erlendis. Kristján Loftsson, eigandi Hvals, vísar því reyndar á bug. Náttúruverndarsamtök fylgjast grannt með hvalveiðunum og hefur nokkur fjöldi meðlima þeirra safnast við athafnasvæði Hvals í Hvalfirði til að fylgjast með og skrásetja hvalveiðarnar. Þar á meðal eru meðlimir Bretlandsdeildar samtakanna Sea Shepherd. Fylgjast þeir afar náið með hvalveiðunum og hvalskurðinum. Sýna beint frá hvalskurðinum Fara meðlimirnir meðal annars í beina útsendingu þegar hvalveiðibátar Hvals eru að sigla til lands. Sýna þeir einnig frá hvalskurðinum en alls hefur Facebook-síða samtakanna 155 þúsund fylgjendur. Síðasta beina útsending var í morgun þegar Hvalur 9 sigldi með ellefta hvalinn inn í Hvalfjörðinn í morgun. Athygli vekur að Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri, benti á í viðtali við Túrista í dag, að pósthólfið hans væri fullt af tölvupóstum frá erlendu fólki þar sem kvartað er yfir hvalveiðunum. Í viðtalinu sagði Skarphéðinn að hvalveiðarnar skiluðu engum ágóða fyrir þjóðina. Eitt af því sem kann að útskýra þann fjölda tölvupósta sem Skarphéðinn Berg fær vegna málsins er að tölvupóstfangið hans má finna í færslum Sea Shepheard, ásamt tölvupóstföngum forsætisráðherra og umhverfisráðherra. Eru andstæðingar hvalveiða hvattir til að mótmæla veiðunum með að senda tölvupósta á þessi netföng. Fornir fjendur Sea Shepherd og Hvalur eiga sér langa sögu. Til hliðar við hvalstöðina í Hvalfirði er minnisvarði um það. Þar má sjá hvalbátana Hval 6 og Hval 7 uppi í fjöru. Hvalbátarnir Hvalur 6 og Hvalur 7 sigla tæpast framar til hvalveiða.Egill Aðalsteinsson Þangað var þeim siglt til geymslu fyrir ellefu árum. Þeir höfðu þá ekkert verið í notkun í aldarfjórðung eða frá því þeim var sökkt í Reykjavíkurhöfn árið 1986 í aðgerð Sea Shepherd-samtakanna, sem vakti gríðarlega athygli á sínum tíma. Hvalveiðar Sjávarútvegur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Pósthólfið fullt af kvörtunum vegna hvalveiða Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir að hvalveiðar hafi engin jákvæð áhrif á afkomu þjóðarinnar. Hann sýndi blaðamanni Túrista tölvupósthólf sitt, sem er fullt af kvörtunum frá fólki sem hóti að koma aldrei til landsins vegna hvalveiðanna. 1. júlí 2022 10:49 Segir hvalveiðar hafa eyðileggjandi áhrif á orðspor Íslands Fréttastofa CNN ræddi við fólk sem starfar í íslenskri ferðaþjónustu um hvalveiðar og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna. Íslendingarnir segja meirihluta íslensku þjóðarinnar vera mótfallinn hvalveiðum og þær hafi neikvæð áhrif á orðspor Íslands. 26. júní 2022 13:15 Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42 Fólk sniðgangi ferðalög til Íslands vegna hvalveiða Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu. 16. júní 2022 11:53 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Hvalur hefur hafið hvalveiðar að nýju, líkt og fjallað hefur verið um í fréttum að undanförnu. Hvalveiðarnar eru umdeildar og hefur verið bent á að þær geti haft neikvæð áhrif á orðspor Íslands erlendis. Kristján Loftsson, eigandi Hvals, vísar því reyndar á bug. Náttúruverndarsamtök fylgjast grannt með hvalveiðunum og hefur nokkur fjöldi meðlima þeirra safnast við athafnasvæði Hvals í Hvalfirði til að fylgjast með og skrásetja hvalveiðarnar. Þar á meðal eru meðlimir Bretlandsdeildar samtakanna Sea Shepherd. Fylgjast þeir afar náið með hvalveiðunum og hvalskurðinum. Sýna beint frá hvalskurðinum Fara meðlimirnir meðal annars í beina útsendingu þegar hvalveiðibátar Hvals eru að sigla til lands. Sýna þeir einnig frá hvalskurðinum en alls hefur Facebook-síða samtakanna 155 þúsund fylgjendur. Síðasta beina útsending var í morgun þegar Hvalur 9 sigldi með ellefta hvalinn inn í Hvalfjörðinn í morgun. Athygli vekur að Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri, benti á í viðtali við Túrista í dag, að pósthólfið hans væri fullt af tölvupóstum frá erlendu fólki þar sem kvartað er yfir hvalveiðunum. Í viðtalinu sagði Skarphéðinn að hvalveiðarnar skiluðu engum ágóða fyrir þjóðina. Eitt af því sem kann að útskýra þann fjölda tölvupósta sem Skarphéðinn Berg fær vegna málsins er að tölvupóstfangið hans má finna í færslum Sea Shepheard, ásamt tölvupóstföngum forsætisráðherra og umhverfisráðherra. Eru andstæðingar hvalveiða hvattir til að mótmæla veiðunum með að senda tölvupósta á þessi netföng. Fornir fjendur Sea Shepherd og Hvalur eiga sér langa sögu. Til hliðar við hvalstöðina í Hvalfirði er minnisvarði um það. Þar má sjá hvalbátana Hval 6 og Hval 7 uppi í fjöru. Hvalbátarnir Hvalur 6 og Hvalur 7 sigla tæpast framar til hvalveiða.Egill Aðalsteinsson Þangað var þeim siglt til geymslu fyrir ellefu árum. Þeir höfðu þá ekkert verið í notkun í aldarfjórðung eða frá því þeim var sökkt í Reykjavíkurhöfn árið 1986 í aðgerð Sea Shepherd-samtakanna, sem vakti gríðarlega athygli á sínum tíma.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Pósthólfið fullt af kvörtunum vegna hvalveiða Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir að hvalveiðar hafi engin jákvæð áhrif á afkomu þjóðarinnar. Hann sýndi blaðamanni Túrista tölvupósthólf sitt, sem er fullt af kvörtunum frá fólki sem hóti að koma aldrei til landsins vegna hvalveiðanna. 1. júlí 2022 10:49 Segir hvalveiðar hafa eyðileggjandi áhrif á orðspor Íslands Fréttastofa CNN ræddi við fólk sem starfar í íslenskri ferðaþjónustu um hvalveiðar og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna. Íslendingarnir segja meirihluta íslensku þjóðarinnar vera mótfallinn hvalveiðum og þær hafi neikvæð áhrif á orðspor Íslands. 26. júní 2022 13:15 Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42 Fólk sniðgangi ferðalög til Íslands vegna hvalveiða Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu. 16. júní 2022 11:53 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Pósthólfið fullt af kvörtunum vegna hvalveiða Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir að hvalveiðar hafi engin jákvæð áhrif á afkomu þjóðarinnar. Hann sýndi blaðamanni Túrista tölvupósthólf sitt, sem er fullt af kvörtunum frá fólki sem hóti að koma aldrei til landsins vegna hvalveiðanna. 1. júlí 2022 10:49
Segir hvalveiðar hafa eyðileggjandi áhrif á orðspor Íslands Fréttastofa CNN ræddi við fólk sem starfar í íslenskri ferðaþjónustu um hvalveiðar og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna. Íslendingarnir segja meirihluta íslensku þjóðarinnar vera mótfallinn hvalveiðum og þær hafi neikvæð áhrif á orðspor Íslands. 26. júní 2022 13:15
Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42
Fólk sniðgangi ferðalög til Íslands vegna hvalveiða Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu. 16. júní 2022 11:53
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?