Yrðlingur og hundur bestu vinir á Mjóeyri á Eskifirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. júlí 2022 21:01 Sævar Guðjónsson, ferðaþjónustubóndi á Mjóeyri og fjölskylda hans hafa byggt upp myndarlega ferðaþjónustu á Mjóeyri á Eskifirði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tíkin Skotta og nokkra vikna yrðlingur á bænum Mjóeyri við Eskifjörð eru bestu vinir og leika sér mikið saman. Þá er mjög gæf maríuerla líka á bænum og heiti potturinn á staðnum vekur sérstaka athygli. Á Mjóeyri er rekin myndarleg ferðaþjónustu með fjölbreyttri afþreyingu. Gistiheimili og tíu sumarhús eru á staðnum. Þar er líka boðið upp á gönguferðir og hreindýraleiðsögn. Yrðlingurinn vekur sérstaka athygli en hann og tíkin á staðnum leika sér mikið saman. „Þetta er yrðlingsgrey, sem er hérna að leika sér. Hann kom hingað til okkar og er bara frjáls á Mjóeyrinni, getur komið og farið eins og hann vill,“ segir Sævar Guðjónsson, ferðaþjónustubóndi á Mjóeyri. Skotta og yrðlingurinn leika sér mikið saman á Mjóeyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, já, það gengur bara mjög vel í dag og mikið bókað hjá okkur í sumar, þannig að við erum bara alsæl og í sumarskapi,“ segir Sævar aðspurður um ferðasumarið. Heiti potturinn er svolítið öðruvísi á Mjóeyri en annars staðar. „Þetta er bátabaðið, þetta er mjög skemmtilegt og mjög vinsælt að stelast í þetta.“ Heiti potturinn á staðnum er frumlegur og skemmtilegur.Magnús Hlynur Hreiðarsson :Óvenju gæf maríuerla er á Mjóeyri en hún er með nokkra unga upp í rjáfri í einu sumarhúsinu. Sævar og fjölskylda eru líka með glæsilegan veitingastað rétt við Mjóeyri og þau fá sömu gestina til sín ár eftir ár í gistingu og þá í nokkra daga í senn, fólk sem kemur til að hlaða batteríin eins og stundum er sagt. „Já, þetta er bara uppáhaldsstaðurinn minn. Ég kom hingað fyrst fyrir 11 árum en ég hafði aldrei komið hingað áður í þennan fjörð og það gerðist bara eitthvað, þetta er töfrastaður. Ég einmitt svaf í 12 tíma í nótt, sem ég hef ekki gert í langan tíma, það gerist eitthvað hérna út á Mjóeyri,“ segir Þórunn Erna Clausen, leikari og fastagestur á Mjóeyri. Þórunn Erna Clausen, leikari og fastagestur á Mjóeyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíðan á Mjóeyri Fjarðabyggð Ferðamennska á Íslandi Hundar Dýr Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Á Mjóeyri er rekin myndarleg ferðaþjónustu með fjölbreyttri afþreyingu. Gistiheimili og tíu sumarhús eru á staðnum. Þar er líka boðið upp á gönguferðir og hreindýraleiðsögn. Yrðlingurinn vekur sérstaka athygli en hann og tíkin á staðnum leika sér mikið saman. „Þetta er yrðlingsgrey, sem er hérna að leika sér. Hann kom hingað til okkar og er bara frjáls á Mjóeyrinni, getur komið og farið eins og hann vill,“ segir Sævar Guðjónsson, ferðaþjónustubóndi á Mjóeyri. Skotta og yrðlingurinn leika sér mikið saman á Mjóeyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, já, það gengur bara mjög vel í dag og mikið bókað hjá okkur í sumar, þannig að við erum bara alsæl og í sumarskapi,“ segir Sævar aðspurður um ferðasumarið. Heiti potturinn er svolítið öðruvísi á Mjóeyri en annars staðar. „Þetta er bátabaðið, þetta er mjög skemmtilegt og mjög vinsælt að stelast í þetta.“ Heiti potturinn á staðnum er frumlegur og skemmtilegur.Magnús Hlynur Hreiðarsson :Óvenju gæf maríuerla er á Mjóeyri en hún er með nokkra unga upp í rjáfri í einu sumarhúsinu. Sævar og fjölskylda eru líka með glæsilegan veitingastað rétt við Mjóeyri og þau fá sömu gestina til sín ár eftir ár í gistingu og þá í nokkra daga í senn, fólk sem kemur til að hlaða batteríin eins og stundum er sagt. „Já, þetta er bara uppáhaldsstaðurinn minn. Ég kom hingað fyrst fyrir 11 árum en ég hafði aldrei komið hingað áður í þennan fjörð og það gerðist bara eitthvað, þetta er töfrastaður. Ég einmitt svaf í 12 tíma í nótt, sem ég hef ekki gert í langan tíma, það gerist eitthvað hérna út á Mjóeyri,“ segir Þórunn Erna Clausen, leikari og fastagestur á Mjóeyri. Þórunn Erna Clausen, leikari og fastagestur á Mjóeyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíðan á Mjóeyri
Fjarðabyggð Ferðamennska á Íslandi Hundar Dýr Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira