Katrín um endurgreiðslu launa: „Ef einhver ætti að ráða við það þá erum það við“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. júlí 2022 11:32 Katrín er ein þeirra sem verður að greiða mismuninn til baka. vísir/vilhelm Forsætisráðherra segir eðlilegt að þeir embættismenn sem hafi fengið ofgreidd laun síðustu þrjú ár endurgreiði hluta þeirra til ríkisins, sérstaklega í ljósi þess að þeir hafi hve hæst laun hjá hinu opinbera. Fjársýsla ríkisins komst að því í síðustu viku að gerð hafi vrið mistök við útreikninga launahækkana og forseti Íslands, ráðherrar og ýmsir aðrir embættismenn því fengið of há laun greidd í þrjú ár. Þetta á við um 260 embættismenn, þar af 215 sem eru enn í starfi, og verða þeir krafðir um endurgreiðslu sem nemur mismuninum sem þeir geta greitt til baka á tólf mánaða tímabili. Samtals nema ofgreiddu launin alls um 105 milljónum króna á tímabilinu. Dómarar hafa gagnrýnt þetta harðlega og telja kröfuna ólögmæta. Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra þykir þessi lausn hins vegar sanngjörn en sjálf er hún á meðal þeirra sem verður að greiða mismuninn til baka: „Þegar í ljós kemur að þessi laun hafa verið ofgreidd þá finnst mér sanngjarnt að við endurgreiðum það þó að mistökin séu ekki okkar heldur þeirra sem greiða út launin, þá finnst mér það sanngjarnt,“ segir Katrín. Hvort þessi aðgerð geti verið íþyngjandi fyrir embættismenn, sem munu ýmist lenda í því að ofgreiddu launin verði dregin frá launum þeirra á næstunni eða verður gert greiða launin til baka á 12 mánaða tímabili segir Katrín: „Eins og ég segi; þetta eru ekki allir opinberir starfsmenn, þetta eru æðstu embættismenn sem að hæstu hafa launin. Þannig ef einhver ætti að ráða við það þá erum það við.“ Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Forseti Íslands Alþingi Dómstólar Tengdar fréttir Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34 Dómarar munu leita réttar síns: „Eins og þetta blasir við okkur núna er þetta alfarið eftir geðþótta“ Fjársýsla ríkisins ofgreiddi öllum æðstu embættismönnum ríkisins laun í þrjú ár og krefst nú endurgreiðslu. Formaður Dómarafélagsins segir þetta stangast á við lög. Fjármálaráðherra segir það hins vegar vera auman málflutning, rétt skuli vera rétt. 1. júlí 2022 21:30 „Mun fúslega greiða til baka það sem hefur verið ofgreitt“ Þingmenn virðast ekki taka undir gagnrýni dómara er varðar leiðréttingu og endurgreiðslu ofgreiddra launa sem tilkynnt var um í gær. Þingmaður Pírata fagnar því að laun þingmanna séu lækkuð en dregur þó í efa útreikninginn og mun krefjast frekari svara. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segist fúslega borga til baka ofgreidd laun og treystir því að rétt sé með farið. 2. júlí 2022 12:33 Kallar eftir útskýringum: „Það er ekki boðlegt að hafa þetta í einhverju rugli“ Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að sátt ríki um laun æðstu embættismanna og vill nánari útskýringu á leiðréttingu þeirra eftir að í ljós kom að Fjársýslan hafi ofgreitt embættismönnum í þrjú ár. Þingmenn og fleiri hafi allan þann tíma þegið launin í góðri trú um að rétt væri með farið. Dómarar gætu endað með að fara með málið lengra, þó með tilheyrandi flækjum. 2. júlí 2022 20:09 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira
Fjársýsla ríkisins komst að því í síðustu viku að gerð hafi vrið mistök við útreikninga launahækkana og forseti Íslands, ráðherrar og ýmsir aðrir embættismenn því fengið of há laun greidd í þrjú ár. Þetta á við um 260 embættismenn, þar af 215 sem eru enn í starfi, og verða þeir krafðir um endurgreiðslu sem nemur mismuninum sem þeir geta greitt til baka á tólf mánaða tímabili. Samtals nema ofgreiddu launin alls um 105 milljónum króna á tímabilinu. Dómarar hafa gagnrýnt þetta harðlega og telja kröfuna ólögmæta. Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra þykir þessi lausn hins vegar sanngjörn en sjálf er hún á meðal þeirra sem verður að greiða mismuninn til baka: „Þegar í ljós kemur að þessi laun hafa verið ofgreidd þá finnst mér sanngjarnt að við endurgreiðum það þó að mistökin séu ekki okkar heldur þeirra sem greiða út launin, þá finnst mér það sanngjarnt,“ segir Katrín. Hvort þessi aðgerð geti verið íþyngjandi fyrir embættismenn, sem munu ýmist lenda í því að ofgreiddu launin verði dregin frá launum þeirra á næstunni eða verður gert greiða launin til baka á 12 mánaða tímabili segir Katrín: „Eins og ég segi; þetta eru ekki allir opinberir starfsmenn, þetta eru æðstu embættismenn sem að hæstu hafa launin. Þannig ef einhver ætti að ráða við það þá erum það við.“
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Forseti Íslands Alþingi Dómstólar Tengdar fréttir Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34 Dómarar munu leita réttar síns: „Eins og þetta blasir við okkur núna er þetta alfarið eftir geðþótta“ Fjársýsla ríkisins ofgreiddi öllum æðstu embættismönnum ríkisins laun í þrjú ár og krefst nú endurgreiðslu. Formaður Dómarafélagsins segir þetta stangast á við lög. Fjármálaráðherra segir það hins vegar vera auman málflutning, rétt skuli vera rétt. 1. júlí 2022 21:30 „Mun fúslega greiða til baka það sem hefur verið ofgreitt“ Þingmenn virðast ekki taka undir gagnrýni dómara er varðar leiðréttingu og endurgreiðslu ofgreiddra launa sem tilkynnt var um í gær. Þingmaður Pírata fagnar því að laun þingmanna séu lækkuð en dregur þó í efa útreikninginn og mun krefjast frekari svara. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segist fúslega borga til baka ofgreidd laun og treystir því að rétt sé með farið. 2. júlí 2022 12:33 Kallar eftir útskýringum: „Það er ekki boðlegt að hafa þetta í einhverju rugli“ Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að sátt ríki um laun æðstu embættismanna og vill nánari útskýringu á leiðréttingu þeirra eftir að í ljós kom að Fjársýslan hafi ofgreitt embættismönnum í þrjú ár. Þingmenn og fleiri hafi allan þann tíma þegið launin í góðri trú um að rétt væri með farið. Dómarar gætu endað með að fara með málið lengra, þó með tilheyrandi flækjum. 2. júlí 2022 20:09 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira
Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34
Dómarar munu leita réttar síns: „Eins og þetta blasir við okkur núna er þetta alfarið eftir geðþótta“ Fjársýsla ríkisins ofgreiddi öllum æðstu embættismönnum ríkisins laun í þrjú ár og krefst nú endurgreiðslu. Formaður Dómarafélagsins segir þetta stangast á við lög. Fjármálaráðherra segir það hins vegar vera auman málflutning, rétt skuli vera rétt. 1. júlí 2022 21:30
„Mun fúslega greiða til baka það sem hefur verið ofgreitt“ Þingmenn virðast ekki taka undir gagnrýni dómara er varðar leiðréttingu og endurgreiðslu ofgreiddra launa sem tilkynnt var um í gær. Þingmaður Pírata fagnar því að laun þingmanna séu lækkuð en dregur þó í efa útreikninginn og mun krefjast frekari svara. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segist fúslega borga til baka ofgreidd laun og treystir því að rétt sé með farið. 2. júlí 2022 12:33
Kallar eftir útskýringum: „Það er ekki boðlegt að hafa þetta í einhverju rugli“ Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að sátt ríki um laun æðstu embættismanna og vill nánari útskýringu á leiðréttingu þeirra eftir að í ljós kom að Fjársýslan hafi ofgreitt embættismönnum í þrjú ár. Þingmenn og fleiri hafi allan þann tíma þegið launin í góðri trú um að rétt væri með farið. Dómarar gætu endað með að fara með málið lengra, þó með tilheyrandi flækjum. 2. júlí 2022 20:09