Framlegð Marels óviðunandi að mati forstjóra Árni Sæberg skrifar 28. júlí 2022 10:56 Árni Oddur Þórðarson er forstjóri Marels. Marel Tekjur Marels á öðrum ársfjórðungi námu 397.3 milljónum króna en hagnaður var aðeins 25 milljónir evra eða 6,3 prósent af tekjum. Forstjórinn segir framlegðina óviðunandi. Marel, stærsta félag Kauphallarinnar, birti ársfjórðungsuppgjör í gær. Met var slegið í pöntunum þriðja ársfjórðunginn í röð en afkoma félagsins var ekki góð sökum verðbólgu og áskorana tengdum aðfangakeðju. Þá var tekjuvöxtur hægari en gert var ráð fyrir. Markmið um framlegð fyrir árið hefur verið lækkuð í fjórtán til sextán prósent en áður var gert ráð fyrir sextán prósenta framlegð. Gert er ráð fyrir bættri rekstrarafkomu á síðari helmingi ársins. Á dögunum var tekin ákvörðun um að fækka starfsfólki félagsins um fimm prósent til að lækka kostnað. Þá hefur verið ráðist í að aðgerðir til að draga úr töfum í aðfangakeðju. Hærri tekjuvöxtur og virk verðstýring á vörum Marels munu leiða til betri kostnaðarþekju á næstu ársfjórðungum, að því er segir uppgjöri. Viðburðaríkur ársfjórðungur Haft er eftir Árna Oddi Þórðarsyni, forstjóra Marels að viðburðaríkur ársfjóðungur sé að baki þar sem met var slegið í pöntunum en framlegð samt sem áður óviðunandi. „Í núverandi umhverfi verðbólgu, skorts á hæfu vinnuafli og síbreytilegrar kauphegðunar á matvælum er Marel í einstakri stöðu til að styðja við matvælaiðnaðinn með hátækni- og hugbúnaðarlausnum sem leiða til meiri sjálfvirkni, öryggis og rekjanleika,“ segir hann. Þá segir hann að félagið hafi verið of seint í að hækka verð þegar verðbólga tók að hækka á síðasta ári. „Engu að síður endurspegla metpantanir nú, sem komu inn á nýrri verðlagningu, og áframhaldandi eftirspurn hversu sterkt vörumerki Marel er. Samkeppnisstaða félagsins er sterk í umhverfi lituðu af hækkandi verðbólgu sem knýr áfram spurn eftir frekari sjálfvirknivæðingu og sjálfbærri nýtingu hráefna,“ segir Árni Oddur. Ársfjórðungsuppgjör Marels má lesa hér. Kauphöllin Marel Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Marel, stærsta félag Kauphallarinnar, birti ársfjórðungsuppgjör í gær. Met var slegið í pöntunum þriðja ársfjórðunginn í röð en afkoma félagsins var ekki góð sökum verðbólgu og áskorana tengdum aðfangakeðju. Þá var tekjuvöxtur hægari en gert var ráð fyrir. Markmið um framlegð fyrir árið hefur verið lækkuð í fjórtán til sextán prósent en áður var gert ráð fyrir sextán prósenta framlegð. Gert er ráð fyrir bættri rekstrarafkomu á síðari helmingi ársins. Á dögunum var tekin ákvörðun um að fækka starfsfólki félagsins um fimm prósent til að lækka kostnað. Þá hefur verið ráðist í að aðgerðir til að draga úr töfum í aðfangakeðju. Hærri tekjuvöxtur og virk verðstýring á vörum Marels munu leiða til betri kostnaðarþekju á næstu ársfjórðungum, að því er segir uppgjöri. Viðburðaríkur ársfjórðungur Haft er eftir Árna Oddi Þórðarsyni, forstjóra Marels að viðburðaríkur ársfjóðungur sé að baki þar sem met var slegið í pöntunum en framlegð samt sem áður óviðunandi. „Í núverandi umhverfi verðbólgu, skorts á hæfu vinnuafli og síbreytilegrar kauphegðunar á matvælum er Marel í einstakri stöðu til að styðja við matvælaiðnaðinn með hátækni- og hugbúnaðarlausnum sem leiða til meiri sjálfvirkni, öryggis og rekjanleika,“ segir hann. Þá segir hann að félagið hafi verið of seint í að hækka verð þegar verðbólga tók að hækka á síðasta ári. „Engu að síður endurspegla metpantanir nú, sem komu inn á nýrri verðlagningu, og áframhaldandi eftirspurn hversu sterkt vörumerki Marel er. Samkeppnisstaða félagsins er sterk í umhverfi lituðu af hækkandi verðbólgu sem knýr áfram spurn eftir frekari sjálfvirknivæðingu og sjálfbærri nýtingu hráefna,“ segir Árni Oddur. Ársfjórðungsuppgjör Marels má lesa hér.
Kauphöllin Marel Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira