Íslandsbanki hagnaðist um 5,9 milljarða króna Árni Sæberg skrifar 28. júlí 2022 16:16 Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka. Hún segir að Íslandsbankafólk hafi ástæðu til að gleðjast í dag. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki hefur birt uppgjör fyrir annan ársfjórðung 2022. Í því kemur fram að bankinn hafi hagnast um 5,9 milljarða króna á fjórðungnum. Arðsemi eigin fjár bankans var yfir fjárhagslegum markmiðum bankans og spám greinenda. Hagnaður á fyrri helmingi ársins er 11,1 milljarður króna. Í tilkynningu bankans til Kauphallar segir að helstu ástæður góðrar afkomu séu sterk tekjumyndun, aðhald í rekstri og jákvæð virðisbreyting útlána. Hagnaðurinn á fjórðungnum er hálfum milljarði króna meiri en á sama tímabili í fyrra. Þar segir að að hreinar vaxtatekjur hafi aukist um 21,8 prósent milli ára og hafi numið 10,3 milljörðum króna. Hækkunin skýrist af hærra vaxtaumhverfi og stækkun inn- og útlánasafns bankans. Hreinar þóknanatekjur hafi aukist um 18,1 prósent og numið 3,4 milljörðum króna. Auknar tekjur í greiðslumiðlun, fjárfestingarbanka, verðbréfa- og gjaldeyrismiðlun og vegna útlána og ábyrgða hafi leitt hækkunina. Í ljósi góðrar afkomu og væntinga fyrir síðari hluta ársins hefur leiðbeinandi tala fyrir arðsemi verið endurskoðuð upp á við og er nú yfir tíu prósent en var áður átta til tíu prósent. Jafnframt verður leiðbeinandi bil fyrir kostnaðarhlutfall nú 44 til 47 prósent , en var áður 45 til 50 prósent. Íslandsbankafólk geti verið ánægt „Við Íslandsbankafólk getum svo sannarlega verið ánægð með uppgjör annars ársfjórðungs þar sem hagnaður nam 5,9 milljörðum króna og var arðsemi 11,7% sem er yfir okkar fjárhagsmarkmiðum. Við sáum sterkan vöxt í tekjum bæði hvað varðar vaxta- og þóknanatekjur eða 21% á milli ára. Á sama tíma náðist raunlækkun kostnaðar um 5,9%. Kostnaðarhlutfall var 42,7% á tímabilinu sem er jafnframt umfram fjárhagsmarkmið bankans,“ er haft eftir Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, í tilkynningunni. Hún segir að útlánastarfsemi hafi verið lífleg á tímabilinu en að vænta megi að útlánavöxtur verði hægari á seinni hluta ársins vegna aðgerða Seðlabankans. Tilkynningu um uppgjör Íslandsbanka má lesa í heild sinni hér. Íslenskir bankar Kauphöllin Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Í tilkynningu bankans til Kauphallar segir að helstu ástæður góðrar afkomu séu sterk tekjumyndun, aðhald í rekstri og jákvæð virðisbreyting útlána. Hagnaðurinn á fjórðungnum er hálfum milljarði króna meiri en á sama tímabili í fyrra. Þar segir að að hreinar vaxtatekjur hafi aukist um 21,8 prósent milli ára og hafi numið 10,3 milljörðum króna. Hækkunin skýrist af hærra vaxtaumhverfi og stækkun inn- og útlánasafns bankans. Hreinar þóknanatekjur hafi aukist um 18,1 prósent og numið 3,4 milljörðum króna. Auknar tekjur í greiðslumiðlun, fjárfestingarbanka, verðbréfa- og gjaldeyrismiðlun og vegna útlána og ábyrgða hafi leitt hækkunina. Í ljósi góðrar afkomu og væntinga fyrir síðari hluta ársins hefur leiðbeinandi tala fyrir arðsemi verið endurskoðuð upp á við og er nú yfir tíu prósent en var áður átta til tíu prósent. Jafnframt verður leiðbeinandi bil fyrir kostnaðarhlutfall nú 44 til 47 prósent , en var áður 45 til 50 prósent. Íslandsbankafólk geti verið ánægt „Við Íslandsbankafólk getum svo sannarlega verið ánægð með uppgjör annars ársfjórðungs þar sem hagnaður nam 5,9 milljörðum króna og var arðsemi 11,7% sem er yfir okkar fjárhagsmarkmiðum. Við sáum sterkan vöxt í tekjum bæði hvað varðar vaxta- og þóknanatekjur eða 21% á milli ára. Á sama tíma náðist raunlækkun kostnaðar um 5,9%. Kostnaðarhlutfall var 42,7% á tímabilinu sem er jafnframt umfram fjárhagsmarkmið bankans,“ er haft eftir Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, í tilkynningunni. Hún segir að útlánastarfsemi hafi verið lífleg á tímabilinu en að vænta megi að útlánavöxtur verði hægari á seinni hluta ársins vegna aðgerða Seðlabankans. Tilkynningu um uppgjör Íslandsbanka má lesa í heild sinni hér.
Íslenskir bankar Kauphöllin Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira