Pelosi lent í Taívan og kínverskum orustuþotum flogið inn í loftvarnarsvæði þeirra Eiður Þór Árnason og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 2. ágúst 2022 18:10 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, ásamt Joseph Wu, utanríkisráðherra Taívan (til vinstri), við komuna til landsins í dag. Ap/Utanríkisráðuneyti Taívan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, lenti í Taívan síðdegis í dag þrátt fyrir mikla andstöðu Kínverja. Talið er að heimsóknin gæti aukið verulega á spennu á milli stórveldanna tveggja. Lítið er vitað um dagskrána en talið er að Pelosi muni þar gista í eina nótt og er mikil öryggisgæsla við hótelið þar sem hún dvelur vegna viðbúinna mótmæla. Pelosi er háttsettasti embættismaður Bandaríkjanna sem heimsækir Taívan í aldarfjórðung. Kínverjar líta á heimsóknina sem mikla ögrun þar sem litið er á Taívan sem hluta landsins og hafa varað við afleiðingum. 21 PLA aircraft (J-11*8, J-16*10, KJ-500 AEW&C, Y-9 EW and Y-8 ELINT) entered #Taiwan s southwest ADIZ on August 2, 2022. Please check our official website for more information: https://t.co/F5Qf2OVXao pic.twitter.com/1EJEdsDQGM— Ministry of National Defense, R.O.C. (@MoNDefense) August 2, 2022 Varnarmálaráðuneyti Taívan, greindi frá því síðdegis í dag að kínverski herinn hafi flogið 21 loftfari inn í loftvarnarsvæði þeirra, einkum orustuþotum. Talið er að aðgerðirnar séu hluti af viðbrögðum Kínverja við heimsókn Pelosi en kínverski herinn hefur flogið og siglt inn á varnarsvæði Taívan með markvissum hætti í nokkur ár. Ráðamenn í Kína hafa mótmælt heimsókninni harðlega en Pelosi er þessa dagana á ferð um Asíu. Kínverjar eru sagðir hafa aukið mjög hernaðarlegan viðbúnað vegna hennar, meðal annars við óformleg landamæri Kína og Taívan. Erindrekar Kína segja heimsóknina ögrun við fullveldi og öryggi landsins og ganga þvert gegn meginstefnunni um eitt Kína. Þá hefur Pelosi einnig sætt gagnrýni heima fyrir fyrir að vega að samskiptum ríkjanna tveggja sem hafa sjaldan verið brothættari. Ekkert breyst varðandi afstöðu Bandaríkjanna John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, benti hins vegar á það á blaðamannafundi í gær að Pelosi væri sjálfráð um ferðir sínar og vísaði til þrískiptingar ríkisvaldsins. Þá sagði hann fjölda annarra bandarískra embættismanna hafa heimsótt Taívan án uppákoma og að Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jinping forseti Kína hefðu rætt mögulega heimsókn Pelosi til Taívan á fjarfundi í síðustu viku. Kirby ítrekaði einnig að ekkert hefði breyst varðandi afstöðu Bandaríkjanna um eitt Kína né sjálfstæði Taívan, sem stjórnvöld viðurkenndu ekki. Undanfarin ár hefur spennan milli Kína og Bandaríkjanna aukist töluvert. Bandaríkin hafa gagnrýnt Kína fyrir þann þrýsting sem kommúnistaríkið beitir Taívan, vegna ólöglegs tilkalls Kína til nánast alls Suður-Kínahafs, vegna umfangsmikilla njósna í Bandaríkjunum, þjóðarmorð gegn Úígúrum í vesturhluta Kína og ýmislegt annað. Kínverjar hafa sömuleiðis gagnrýnt Bandaríkin vegna stuðnings þeirra við Taívan og skipasiglingar um Suður-Kínahaf. Þá hafa ráðamenn í Peking lengi sakað Bandaríkjamenn um að vilja halda aftur af Kína og koma í veg fyrir upprisu þess sem heimsveldi. Kína Bandaríkin Taívan Tengdar fréttir Kínverjar æfir yfir heimsókn Pelosi til Taívan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, er væntanleg til Taívan í dag. Kínversk stjórnvöld hafa brugðist illa við fyrirhugaðri heimsókn og sendiherra Kína í Bandaríkjunum meðal annars sagt að Kínverjar muni ekki sitja aðgerðalausir hjá. 2. ágúst 2022 07:57 Varaði Biden við því að styðja Taívan Forsetar Bandaríkjanna og Kína ræddust við í gegnum fjarfundarbúnað í gærkvöldi þar sem aðalumræðuefnið var Taívan og sú viðkvæma staða sem nú er uppi. 29. júlí 2022 07:48 Hóta harkalegum viðbrögðum við heimsókn til Taívans Ráðamenn í Kína vöruðu í morgun við harkalegum viðbrögðum við mögulegri ferð Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til Taívans í næsta mánuði. Heimsókn Pelosi, sem hefur lengi verið gagnrýnin í garð Kína, muni hafa alvarlegar afleiðingar. 19. júlí 2022 10:43 „Við munum ekki hika við að berjast“ Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína, gagnrýndi Bandaríkin harkalega í ræðu sem hann hélt á öryggisráðstefnu Asíu- og Kyrrahafsríkja í Singapúr í morgun. Hann sakaði Bandaríkin um að reyna að halda aftur af framþróun Kína og einangra landið. 12. júní 2022 15:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Sjá meira
Lítið er vitað um dagskrána en talið er að Pelosi muni þar gista í eina nótt og er mikil öryggisgæsla við hótelið þar sem hún dvelur vegna viðbúinna mótmæla. Pelosi er háttsettasti embættismaður Bandaríkjanna sem heimsækir Taívan í aldarfjórðung. Kínverjar líta á heimsóknina sem mikla ögrun þar sem litið er á Taívan sem hluta landsins og hafa varað við afleiðingum. 21 PLA aircraft (J-11*8, J-16*10, KJ-500 AEW&C, Y-9 EW and Y-8 ELINT) entered #Taiwan s southwest ADIZ on August 2, 2022. Please check our official website for more information: https://t.co/F5Qf2OVXao pic.twitter.com/1EJEdsDQGM— Ministry of National Defense, R.O.C. (@MoNDefense) August 2, 2022 Varnarmálaráðuneyti Taívan, greindi frá því síðdegis í dag að kínverski herinn hafi flogið 21 loftfari inn í loftvarnarsvæði þeirra, einkum orustuþotum. Talið er að aðgerðirnar séu hluti af viðbrögðum Kínverja við heimsókn Pelosi en kínverski herinn hefur flogið og siglt inn á varnarsvæði Taívan með markvissum hætti í nokkur ár. Ráðamenn í Kína hafa mótmælt heimsókninni harðlega en Pelosi er þessa dagana á ferð um Asíu. Kínverjar eru sagðir hafa aukið mjög hernaðarlegan viðbúnað vegna hennar, meðal annars við óformleg landamæri Kína og Taívan. Erindrekar Kína segja heimsóknina ögrun við fullveldi og öryggi landsins og ganga þvert gegn meginstefnunni um eitt Kína. Þá hefur Pelosi einnig sætt gagnrýni heima fyrir fyrir að vega að samskiptum ríkjanna tveggja sem hafa sjaldan verið brothættari. Ekkert breyst varðandi afstöðu Bandaríkjanna John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, benti hins vegar á það á blaðamannafundi í gær að Pelosi væri sjálfráð um ferðir sínar og vísaði til þrískiptingar ríkisvaldsins. Þá sagði hann fjölda annarra bandarískra embættismanna hafa heimsótt Taívan án uppákoma og að Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jinping forseti Kína hefðu rætt mögulega heimsókn Pelosi til Taívan á fjarfundi í síðustu viku. Kirby ítrekaði einnig að ekkert hefði breyst varðandi afstöðu Bandaríkjanna um eitt Kína né sjálfstæði Taívan, sem stjórnvöld viðurkenndu ekki. Undanfarin ár hefur spennan milli Kína og Bandaríkjanna aukist töluvert. Bandaríkin hafa gagnrýnt Kína fyrir þann þrýsting sem kommúnistaríkið beitir Taívan, vegna ólöglegs tilkalls Kína til nánast alls Suður-Kínahafs, vegna umfangsmikilla njósna í Bandaríkjunum, þjóðarmorð gegn Úígúrum í vesturhluta Kína og ýmislegt annað. Kínverjar hafa sömuleiðis gagnrýnt Bandaríkin vegna stuðnings þeirra við Taívan og skipasiglingar um Suður-Kínahaf. Þá hafa ráðamenn í Peking lengi sakað Bandaríkjamenn um að vilja halda aftur af Kína og koma í veg fyrir upprisu þess sem heimsveldi.
Kína Bandaríkin Taívan Tengdar fréttir Kínverjar æfir yfir heimsókn Pelosi til Taívan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, er væntanleg til Taívan í dag. Kínversk stjórnvöld hafa brugðist illa við fyrirhugaðri heimsókn og sendiherra Kína í Bandaríkjunum meðal annars sagt að Kínverjar muni ekki sitja aðgerðalausir hjá. 2. ágúst 2022 07:57 Varaði Biden við því að styðja Taívan Forsetar Bandaríkjanna og Kína ræddust við í gegnum fjarfundarbúnað í gærkvöldi þar sem aðalumræðuefnið var Taívan og sú viðkvæma staða sem nú er uppi. 29. júlí 2022 07:48 Hóta harkalegum viðbrögðum við heimsókn til Taívans Ráðamenn í Kína vöruðu í morgun við harkalegum viðbrögðum við mögulegri ferð Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til Taívans í næsta mánuði. Heimsókn Pelosi, sem hefur lengi verið gagnrýnin í garð Kína, muni hafa alvarlegar afleiðingar. 19. júlí 2022 10:43 „Við munum ekki hika við að berjast“ Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína, gagnrýndi Bandaríkin harkalega í ræðu sem hann hélt á öryggisráðstefnu Asíu- og Kyrrahafsríkja í Singapúr í morgun. Hann sakaði Bandaríkin um að reyna að halda aftur af framþróun Kína og einangra landið. 12. júní 2022 15:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Sjá meira
Kínverjar æfir yfir heimsókn Pelosi til Taívan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, er væntanleg til Taívan í dag. Kínversk stjórnvöld hafa brugðist illa við fyrirhugaðri heimsókn og sendiherra Kína í Bandaríkjunum meðal annars sagt að Kínverjar muni ekki sitja aðgerðalausir hjá. 2. ágúst 2022 07:57
Varaði Biden við því að styðja Taívan Forsetar Bandaríkjanna og Kína ræddust við í gegnum fjarfundarbúnað í gærkvöldi þar sem aðalumræðuefnið var Taívan og sú viðkvæma staða sem nú er uppi. 29. júlí 2022 07:48
Hóta harkalegum viðbrögðum við heimsókn til Taívans Ráðamenn í Kína vöruðu í morgun við harkalegum viðbrögðum við mögulegri ferð Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til Taívans í næsta mánuði. Heimsókn Pelosi, sem hefur lengi verið gagnrýnin í garð Kína, muni hafa alvarlegar afleiðingar. 19. júlí 2022 10:43
„Við munum ekki hika við að berjast“ Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína, gagnrýndi Bandaríkin harkalega í ræðu sem hann hélt á öryggisráðstefnu Asíu- og Kyrrahafsríkja í Singapúr í morgun. Hann sakaði Bandaríkin um að reyna að halda aftur af framþróun Kína og einangra landið. 12. júní 2022 15:01