Sjókæling á hrauni Hákon Árnason skrifar 15. ágúst 2022 14:01 Er að furða mig á því af hverju ekki hefur heyrst neitt um þann möguleika að beita sjókælingu til að hefta framgöngu á hrauninu í Meradölum sem hugsanlega er að fara að renna alla leiðina niður að Suðurstrandavegi og þaðan hugsanlega í sjó fram. Man ekki betur en að höfninni í Vestmannaeyjum hafi verið bjargað einmitt með þeirri aðferð að dæla sjó á hraunið og hefta framgöngu þess, þar sem sagan segir eins og ég heyrði hana að líklegast hefði hraunið að öllum líkindum lokað höfninni ef ekki hefði verið gripið til þeirra aðgerða með aðstoð ameríska varnarliðsins sem lagði okkur til sínar stærstu vatns(sjó) dælur. Spurningin er hvort að það væri ekki vænlegur kostur þegar og ef hraunið komið ofanvið Suðurstrandaveginn sé það komið það nálægt sjónum að tiltölulega stutt verður að dæla sjónum á svæðið til kælingar. Gef mig ekki út fyrir að vera einhvern sérfræðing í málinu en mundi telja að við kælingu á framjaðrinum mundi kælda hraunið hlaðast upp og halda við hraunið líkt og svokölluðum leiði görðum er ætlað að gera og sé hugsanlega skilvirkari barátta við að hemja náttúruöflin en varnargarðar. Og að auki hægt væri að grípa til hennar með syttri fyrirvara og með væntanlega minni tilkostnaði þegar og ef það stefnir í að hraunið ógni mannvirkjum og þá er væntanlega bara verið að tala um veginn og þá litlu byggð neðan við það svæði. En eins og ég segi þá er ég ekki sérfræðingur í þessum málum en þó er þetta spurning sem vert væri að reyna að fá svör við og tala við þá aðila sem komu að sjókælingunni í Vestmannaeyjum sem að mér minnir að hafi verið stýrt af verkfræðingum og öðrum þar til bærum aðilum. Eins má ætla að miklu stærri og öflugri tæki og búnaður til verksins séu í boði heldur en voru til í landinu í Vestmanneyjagosinu. Tiltölulega auðvelt væri að gera litlar tilraunir á hrauninu þar sem það rennur núna til að átta sig á hvernig best væri að beita þessari tækni eða þá fá niðurstöðu um það hvort að þetta væri einhver kostur yfirleitt. Höfundur er húsasmiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Er að furða mig á því af hverju ekki hefur heyrst neitt um þann möguleika að beita sjókælingu til að hefta framgöngu á hrauninu í Meradölum sem hugsanlega er að fara að renna alla leiðina niður að Suðurstrandavegi og þaðan hugsanlega í sjó fram. Man ekki betur en að höfninni í Vestmannaeyjum hafi verið bjargað einmitt með þeirri aðferð að dæla sjó á hraunið og hefta framgöngu þess, þar sem sagan segir eins og ég heyrði hana að líklegast hefði hraunið að öllum líkindum lokað höfninni ef ekki hefði verið gripið til þeirra aðgerða með aðstoð ameríska varnarliðsins sem lagði okkur til sínar stærstu vatns(sjó) dælur. Spurningin er hvort að það væri ekki vænlegur kostur þegar og ef hraunið komið ofanvið Suðurstrandaveginn sé það komið það nálægt sjónum að tiltölulega stutt verður að dæla sjónum á svæðið til kælingar. Gef mig ekki út fyrir að vera einhvern sérfræðing í málinu en mundi telja að við kælingu á framjaðrinum mundi kælda hraunið hlaðast upp og halda við hraunið líkt og svokölluðum leiði görðum er ætlað að gera og sé hugsanlega skilvirkari barátta við að hemja náttúruöflin en varnargarðar. Og að auki hægt væri að grípa til hennar með syttri fyrirvara og með væntanlega minni tilkostnaði þegar og ef það stefnir í að hraunið ógni mannvirkjum og þá er væntanlega bara verið að tala um veginn og þá litlu byggð neðan við það svæði. En eins og ég segi þá er ég ekki sérfræðingur í þessum málum en þó er þetta spurning sem vert væri að reyna að fá svör við og tala við þá aðila sem komu að sjókælingunni í Vestmannaeyjum sem að mér minnir að hafi verið stýrt af verkfræðingum og öðrum þar til bærum aðilum. Eins má ætla að miklu stærri og öflugri tæki og búnaður til verksins séu í boði heldur en voru til í landinu í Vestmanneyjagosinu. Tiltölulega auðvelt væri að gera litlar tilraunir á hrauninu þar sem það rennur núna til að átta sig á hvernig best væri að beita þessari tækni eða þá fá niðurstöðu um það hvort að þetta væri einhver kostur yfirleitt. Höfundur er húsasmiður.