Tuttugu sveitarstjórnarmenn með yfir tvær milljónir á mánuði Árni Sæberg skrifar 18. ágúst 2022 14:01 Þetta fólk stýrði sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu árið 2021 og fékk allt rúmlega tvær milljónir króna á mánuði fyrir. Mennirnir tveir til vinstri fengu rúmlega þrjár. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri, bæjarstjórar og forsetar bæjarstjórna höfðu það gott árið 2021. Tuttugu sveitarstjórnarmenn voru með yfir tvær milljónir í launatekjur á mánuði í fyrra. Gunnar Einarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar til sautján ára, var tekjuhæsti sveitarstjórnarmaður landsins í fyrra með ríflega 3,2 milljónir króna á mánuði, að því er segir í tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fylgir honum fast á hæla með þrettán þúsund krónum minna í tekjur. Í þriðja sæti listans yfir sveitarstjórnarmenn er Gunnar Valur Gíslason, bæjarfulltrúi í Garðabæ, með tæplega 2,9 milljónir króna á mánuði. Það þýðir þó ekki að Garðabær greiði almennum bæjarfulltrúum ofurlaun. Gunnar Valur kom nýr inn í bæjarstjórn eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor og hafði fyrir það verið framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Íþöku ehf. Tuttugu launahæstu sveitarstjórnarmenn landsins í þúsundum króna talið Gunnar Einarsson, fv. bæjarstj. Garðabæ -3.224 Dagur B Eggertsson, borgarstjóri - 3.211 Gunnar Valur Gíslason, bæjarfulltrúi Garðabæ - 2.866 Halla Björk Reynisdóttir, fors. bæjarstj. Akureyrar - 2.620 Magnús Örn Guðmundsson, fv. forseti bæjarstj. Seltjarnarnes. - 2.574 Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstj. Fjarðabyggðar - 2.478 Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness - 2.389 Aldís Hafsteinsdóttir, fv. bæjarstj. í Hveragerði - 2.329 Ármann Kristinn Ólafsson, fv. bæjarstj. Kópavogi - 2.329 Haraldur Sverrisson, fv. bæjarstj. Mosfellsbæjar - 2.292 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstj. Reykjanesbæ - 2.272 Regína Ásvaldsdóttir, fv. bæjarstj. Akranesi - 2.264 Jóhann Friðrik Friðriksson, fv. forseti bæjarstj. Reykjanesb. - 2.243 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstj. Akureyri - 2.187 Ásgerður Halldórsdóttir, fv. bæjarstj. Seltjarnarnesi - 2.134 Haraldur Líndal Haraldsson, ráðgj. í sv.stj. málum - 2.132 Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari - 2.130 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði - 2.108 Kristinn Jónasson, bæjarstj. í Snæfellsbæ - 2.044 Birgir Gunnarsson, fv. bæjarstjóri Ísafjarðabæjar - 2.043 Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Tekjur Sveitarstjórnarmál Skattar og tollar Kjaramál Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sjá meira
Gunnar Einarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar til sautján ára, var tekjuhæsti sveitarstjórnarmaður landsins í fyrra með ríflega 3,2 milljónir króna á mánuði, að því er segir í tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fylgir honum fast á hæla með þrettán þúsund krónum minna í tekjur. Í þriðja sæti listans yfir sveitarstjórnarmenn er Gunnar Valur Gíslason, bæjarfulltrúi í Garðabæ, með tæplega 2,9 milljónir króna á mánuði. Það þýðir þó ekki að Garðabær greiði almennum bæjarfulltrúum ofurlaun. Gunnar Valur kom nýr inn í bæjarstjórn eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor og hafði fyrir það verið framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Íþöku ehf. Tuttugu launahæstu sveitarstjórnarmenn landsins í þúsundum króna talið Gunnar Einarsson, fv. bæjarstj. Garðabæ -3.224 Dagur B Eggertsson, borgarstjóri - 3.211 Gunnar Valur Gíslason, bæjarfulltrúi Garðabæ - 2.866 Halla Björk Reynisdóttir, fors. bæjarstj. Akureyrar - 2.620 Magnús Örn Guðmundsson, fv. forseti bæjarstj. Seltjarnarnes. - 2.574 Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstj. Fjarðabyggðar - 2.478 Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness - 2.389 Aldís Hafsteinsdóttir, fv. bæjarstj. í Hveragerði - 2.329 Ármann Kristinn Ólafsson, fv. bæjarstj. Kópavogi - 2.329 Haraldur Sverrisson, fv. bæjarstj. Mosfellsbæjar - 2.292 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstj. Reykjanesbæ - 2.272 Regína Ásvaldsdóttir, fv. bæjarstj. Akranesi - 2.264 Jóhann Friðrik Friðriksson, fv. forseti bæjarstj. Reykjanesb. - 2.243 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstj. Akureyri - 2.187 Ásgerður Halldórsdóttir, fv. bæjarstj. Seltjarnarnesi - 2.134 Haraldur Líndal Haraldsson, ráðgj. í sv.stj. málum - 2.132 Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari - 2.130 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði - 2.108 Kristinn Jónasson, bæjarstj. í Snæfellsbæ - 2.044 Birgir Gunnarsson, fv. bæjarstjóri Ísafjarðabæjar - 2.043 Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjur Sveitarstjórnarmál Skattar og tollar Kjaramál Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sjá meira