Svipting skotvopnaleyfis var í ferli Árni Sæberg skrifar 21. ágúst 2022 19:57 Birgir Jónasson er lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra. Stöð 2 Lögregla lagði hald á skotvopn í eigu árásarmannsins, sem myrti konu í morgun og særði eiginmann hennar alvarlega í dag, fyrir nokkrum vikum. Að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra var í ferli að svipta manninn skotvopnaleyfi til bráðabirgða. Árásarmaðurinn var fyrrverandi starfsmaður mannsins sem var særður í árásinni og taldi sig eiga eitthvað óuppgert við hann, að því er heimildir fréttastofu herma. Hann lést sjálfur eftir að hafa framið árásina en ekkert liggur fyrir að svo stöddu um það hvernig hann lést fyrir utan að hann hafi ekki svipt sig lífi. Lögregla hafði afskipti af manninum fyrir „nokkrum vikum“ eftir að hann hafði haft í hótunum við fólk vopnaður skotvopni að sögn Birgis Jónassonar, lögreglustjóra á Norðurlandi vestra. Heimildir fréttastofu herma að þá hafi hann hótað fólkinu sem hann réðst að í morgun. Rætt var við Birgi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Birgir staðfestir ekki að maðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða en segir þó að til hafi staðið að svipta hann skotvopnaleyfi til bráðabirgða eftir að hald var lagt á öll skotvopn sem skráð voru á hans nafn. Það hafi verið í ferli á árásarstundu. Fram hefur komið í fjölmiðlum í dag að maðurinn hafi lagt stund á skotfimi. Birgir segir að heildarmynd sé ekki komin á málið og að það sé til rannsóknar. Rannsókn málsins er á borði lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, Páleyju Borgþórsdóttur en ekki hefur náðst í hana í dag. Lögreglumál Húnabyggð Manndráp á Blönduósi Skotvopn Tengdar fréttir Biðla til landsmanna að standa með íbúum Blönduóss Sveitarstjórn Húnabyggðar hefur gefið frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir að íbúar Húnabyggðar séu í áfalli eftir að skotárás var framin í bænum í morgun. „Við erum brotin og þiggjum alla þá góðu strauma sem þið getið veitt okkur,“ segir forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. 21. ágúst 2022 18:31 Árásarmanninum banað á vettvangi Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum, sem skaut einn til bana og særði annan á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins. Tveir eru í haldi lögreglu. 21. ágúst 2022 17:02 Áfallateymi Rauða krossins komið á staðinn Tveir eru látnir eftir skotárás sem átti sér stað um klukkan hálf sex í morgun á Blönduósi. Aðilar frá áfallateymi Rauða Krossins hafa verið sendir á staðinn til þess að veita áfallahjálp. 21. ágúst 2022 15:12 Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28 Sveitarstjóri Húnabyggðar á leiðinni norður: „Maður er bara í sjokki“ Pétur Arason, nýráðinn sveitarstjóri Húnabyggðar, sagðist vera „í sjokki“ vegna skotárásarinnar á Blönduósi í morgun og að samfélagið væri í áfalli. Hann gat ekkert sagt um stöðu mála en var að leggja af stað norður þegar blaðamaður náði af honum tali. 21. ágúst 2022 11:02 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Árásarmaðurinn var fyrrverandi starfsmaður mannsins sem var særður í árásinni og taldi sig eiga eitthvað óuppgert við hann, að því er heimildir fréttastofu herma. Hann lést sjálfur eftir að hafa framið árásina en ekkert liggur fyrir að svo stöddu um það hvernig hann lést fyrir utan að hann hafi ekki svipt sig lífi. Lögregla hafði afskipti af manninum fyrir „nokkrum vikum“ eftir að hann hafði haft í hótunum við fólk vopnaður skotvopni að sögn Birgis Jónassonar, lögreglustjóra á Norðurlandi vestra. Heimildir fréttastofu herma að þá hafi hann hótað fólkinu sem hann réðst að í morgun. Rætt var við Birgi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Birgir staðfestir ekki að maðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða en segir þó að til hafi staðið að svipta hann skotvopnaleyfi til bráðabirgða eftir að hald var lagt á öll skotvopn sem skráð voru á hans nafn. Það hafi verið í ferli á árásarstundu. Fram hefur komið í fjölmiðlum í dag að maðurinn hafi lagt stund á skotfimi. Birgir segir að heildarmynd sé ekki komin á málið og að það sé til rannsóknar. Rannsókn málsins er á borði lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, Páleyju Borgþórsdóttur en ekki hefur náðst í hana í dag.
Lögreglumál Húnabyggð Manndráp á Blönduósi Skotvopn Tengdar fréttir Biðla til landsmanna að standa með íbúum Blönduóss Sveitarstjórn Húnabyggðar hefur gefið frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir að íbúar Húnabyggðar séu í áfalli eftir að skotárás var framin í bænum í morgun. „Við erum brotin og þiggjum alla þá góðu strauma sem þið getið veitt okkur,“ segir forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. 21. ágúst 2022 18:31 Árásarmanninum banað á vettvangi Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum, sem skaut einn til bana og særði annan á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins. Tveir eru í haldi lögreglu. 21. ágúst 2022 17:02 Áfallateymi Rauða krossins komið á staðinn Tveir eru látnir eftir skotárás sem átti sér stað um klukkan hálf sex í morgun á Blönduósi. Aðilar frá áfallateymi Rauða Krossins hafa verið sendir á staðinn til þess að veita áfallahjálp. 21. ágúst 2022 15:12 Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28 Sveitarstjóri Húnabyggðar á leiðinni norður: „Maður er bara í sjokki“ Pétur Arason, nýráðinn sveitarstjóri Húnabyggðar, sagðist vera „í sjokki“ vegna skotárásarinnar á Blönduósi í morgun og að samfélagið væri í áfalli. Hann gat ekkert sagt um stöðu mála en var að leggja af stað norður þegar blaðamaður náði af honum tali. 21. ágúst 2022 11:02 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Biðla til landsmanna að standa með íbúum Blönduóss Sveitarstjórn Húnabyggðar hefur gefið frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir að íbúar Húnabyggðar séu í áfalli eftir að skotárás var framin í bænum í morgun. „Við erum brotin og þiggjum alla þá góðu strauma sem þið getið veitt okkur,“ segir forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. 21. ágúst 2022 18:31
Árásarmanninum banað á vettvangi Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum, sem skaut einn til bana og særði annan á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins. Tveir eru í haldi lögreglu. 21. ágúst 2022 17:02
Áfallateymi Rauða krossins komið á staðinn Tveir eru látnir eftir skotárás sem átti sér stað um klukkan hálf sex í morgun á Blönduósi. Aðilar frá áfallateymi Rauða Krossins hafa verið sendir á staðinn til þess að veita áfallahjálp. 21. ágúst 2022 15:12
Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28
Sveitarstjóri Húnabyggðar á leiðinni norður: „Maður er bara í sjokki“ Pétur Arason, nýráðinn sveitarstjóri Húnabyggðar, sagðist vera „í sjokki“ vegna skotárásarinnar á Blönduósi í morgun og að samfélagið væri í áfalli. Hann gat ekkert sagt um stöðu mála en var að leggja af stað norður þegar blaðamaður náði af honum tali. 21. ágúst 2022 11:02