Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Bjarki Sigurðsson skrifar 22. ágúst 2022 10:23 Maðurinn hafði gegnt trúnaðarstörfum fyrir félagið. Skotfélagið Markviss Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. Í gær var greint frá því að árásarmaðurinn í málinu hafi verið skotáhugamaður en hann keppti í skotíþróttum á árum áður. Þar keppti hann fyrir hönd félagsins Markviss sem staðsett er á Blönduósi. Á síðasta ári sagði maðurinn sig frá öllum störfum í þágu Markviss og loks úr félaginu. Hann hafði þá verið að fjarlægjast störfin í nokkra mánuði. „Í ljósi samskipta milli umrædds aðila og stjórnar Markviss í nóvember síðastliðnum voru yfirvöld látin vita af áhyggjum okkar af andlegri heilsu viðkomandi eins og okkur ber skylda til,“ segir í tilkynningu á vef Markviss. Í samtali við fréttastofu segir Guðmann Jónasson, gjaldkeri félagsins, að maðurinn hafi verið með ásakanir á hendur stjórn félagsins og einhverra meðlima. Í kjölfar þess var boðað til fundar með stjórninni og manninum og eftir fundinn taldi félagið það vera rétt að greina lögreglu frá því að hann væri ekki talinn í góðu ástandi andlega. Maðurinn var ekki tilkynntur formlega heldur var rætt við lögreglumann á Blönduósi. Hann kom málinu síðan áfram til félagsþjónustunar. Maðurinn hafði ekki gert neitt af sér og því var ekki hægt að svipta hann leyfinu á þeim tímapunkti. Maðurinn var handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi en þá hafði hann staðið í hótunum með skotvopn. Honum var síðar sleppt úr haldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti maðurinn við geðrænan vanda að stríða og var vistaður á geðdeild eftir að honum var sleppt úr haldi. Hann hafði verið á Blönduósi í að minnsta kosti viku þegar skotárásin átti sér stað í gær. Uppfært klukkan 16:52: Upphaflega kom fram að stjórn Markviss hafi rætt við lögreglustjórann á Blönduósi en hefur nú verið réttilega breytt yfir í lögreglumann. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Lögreglumál Húnabyggð Manndráp á Blönduósi Skotvopn Tengdar fréttir Árásarmanninum banað á vettvangi Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum, sem skaut einn til bana og særði annan á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins. Tveir eru í haldi lögreglu. 21. ágúst 2022 17:02 Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28 Svipting skotvopnaleyfis var í ferli Lögregla lagði hald á skotvopn í eigu árásarmannsins, sem myrti konu í morgun og særði eiginmann hennar alvarlega í dag, fyrir nokkrum vikum. Að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra var í ferli að svipta manninn skotvopnaleyfi til bráðabirgða. 21. ágúst 2022 19:57 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Í gær var greint frá því að árásarmaðurinn í málinu hafi verið skotáhugamaður en hann keppti í skotíþróttum á árum áður. Þar keppti hann fyrir hönd félagsins Markviss sem staðsett er á Blönduósi. Á síðasta ári sagði maðurinn sig frá öllum störfum í þágu Markviss og loks úr félaginu. Hann hafði þá verið að fjarlægjast störfin í nokkra mánuði. „Í ljósi samskipta milli umrædds aðila og stjórnar Markviss í nóvember síðastliðnum voru yfirvöld látin vita af áhyggjum okkar af andlegri heilsu viðkomandi eins og okkur ber skylda til,“ segir í tilkynningu á vef Markviss. Í samtali við fréttastofu segir Guðmann Jónasson, gjaldkeri félagsins, að maðurinn hafi verið með ásakanir á hendur stjórn félagsins og einhverra meðlima. Í kjölfar þess var boðað til fundar með stjórninni og manninum og eftir fundinn taldi félagið það vera rétt að greina lögreglu frá því að hann væri ekki talinn í góðu ástandi andlega. Maðurinn var ekki tilkynntur formlega heldur var rætt við lögreglumann á Blönduósi. Hann kom málinu síðan áfram til félagsþjónustunar. Maðurinn hafði ekki gert neitt af sér og því var ekki hægt að svipta hann leyfinu á þeim tímapunkti. Maðurinn var handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi en þá hafði hann staðið í hótunum með skotvopn. Honum var síðar sleppt úr haldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti maðurinn við geðrænan vanda að stríða og var vistaður á geðdeild eftir að honum var sleppt úr haldi. Hann hafði verið á Blönduósi í að minnsta kosti viku þegar skotárásin átti sér stað í gær. Uppfært klukkan 16:52: Upphaflega kom fram að stjórn Markviss hafi rætt við lögreglustjórann á Blönduósi en hefur nú verið réttilega breytt yfir í lögreglumann. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Lögreglumál Húnabyggð Manndráp á Blönduósi Skotvopn Tengdar fréttir Árásarmanninum banað á vettvangi Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum, sem skaut einn til bana og særði annan á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins. Tveir eru í haldi lögreglu. 21. ágúst 2022 17:02 Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28 Svipting skotvopnaleyfis var í ferli Lögregla lagði hald á skotvopn í eigu árásarmannsins, sem myrti konu í morgun og særði eiginmann hennar alvarlega í dag, fyrir nokkrum vikum. Að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra var í ferli að svipta manninn skotvopnaleyfi til bráðabirgða. 21. ágúst 2022 19:57 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Árásarmanninum banað á vettvangi Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum, sem skaut einn til bana og særði annan á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins. Tveir eru í haldi lögreglu. 21. ágúst 2022 17:02
Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28
Svipting skotvopnaleyfis var í ferli Lögregla lagði hald á skotvopn í eigu árásarmannsins, sem myrti konu í morgun og særði eiginmann hennar alvarlega í dag, fyrir nokkrum vikum. Að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra var í ferli að svipta manninn skotvopnaleyfi til bráðabirgða. 21. ágúst 2022 19:57