Fólk með geðrænan vanda hræðist fordóma vegna umræðunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. ágúst 2022 19:02 Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir geðheilbrigðismál ekki í nógu miklum forgangi í samfélaginu. vísir/egill Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir fólk með geðrænan vanda verða hrætt þegar mál á borð við Blönduósmálið komi upp. Engar rannsóknir sýni tengsl milli geðræns vanda og þess að beita ofbeldi. Fram hefur komið í fréttum í dag að maðurinn, sem talinn er hafa skotið einn til bana og sært annan á Blönduósi í gærmorgun, hafi glímt við geðrænan vanda. Skotfélagið Markviss hafði lýst yfir áhyggjum af andlegri líðan mannsins en að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra barst embættinu engin formlega tilkynning um slíkt. Geðheilbrigðismál ekki nógu framarlega í forgangsröðun Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að mál sem þetta segi okkur ekki endilega nokkuð um kerfið eða samfélagið. „Ég veit ekki hvort það sé rétt að taka þetta mál sérstaklega og segja að það segi okkur eitthvað um kerfið eða samfélagið. Hins vegar höfum við hjá Geðhjálp bent á það lengi að gerænar áskoranir og hvernig við tökum á geðheilbrigðismálum almennt í samfélaginu er ekki nægilega gott,“ segir Grímur. „Við þurfum að setja meiri áherslu bæði á forvarnir, sem eru þá alveg frá grunnskóla, leikskóla og út lífið og síðan hvernig við erum að taka á móti fólki í samfélaginu þegar það fer í samfélagsgeðþjónustu. Þessir þættir eru ekki nógu framarlega í forgangsröðinni.“ Birgir Jónsson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra sagði í samtali við fréttastofu í dag að ákveðið hafi verið fyrir nokkrum vikum síðan að afturkalla skotvopnaleyfi mannsins. Það hafi verið í vinnslu og hafi á þeim grundvelli staðið til að kalla eftir læknisvottorði til að meta hvort hann væri fær til að vera með skotvopnaleyfi. Grímur segir ljóst að eigi fólk að mega bera skotvopn þurfi það að vera til þess fallið. „Ég er ekki hlynntur skotvopnum sjálfur, mér finnst skotvopn vera eitthvað sem við eigum að hafa sem minnst af í samfélaginu og reyna að forðast slíkt. Hins vegar á það að vera þannig að ef þú ætlar að fara með eitthvað þá þarftu að vera til þess fallinn og geta gert það, þannig að auðvitað þarf að horfa á þá þætti,“ segir Grímur. Fólk með geðrænan vanda líklegra til að verða fyrir ofbeldi Fólk með geðrænan vanda hræðist fordóma í samfélaginu þegar mál sem þetta komi upp. „Það er of mikið af því að við tengjum geðrænan vanda og ofbeldi. Það eru engar rannsóknir sem sýna það. Við erum að horfa á mikið ofbeldi í samfélaginu: Hnífstungur og annað ofbeldi,“ segir Grímur. „Það er hins vegar þannig að fólk sem glímir við geðrænan vanda er tíu sinnum líklegra til að verða fyrir ofbeldi en aðrir og það er kannski það sem við þurfum að horfa á. Umburðarlyndið og annað hverfur stundum af því að við erum svo hrædd. Við verðum óttaslegin þegar eitthvað er ekki eins og okkur finnst það eigi að vera.“ Hann skilji þá hræðslu vel. „Ég skil mjög marga sem búa við einhvers konar áskoranir að svona umræða [hræði þá], því hún fer beint í það að telja að fólk sé hættulegt en það er ekki þannig almennt.“ Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Skotvopn Húnabyggð Geðheilbrigði Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Fram hefur komið í fréttum í dag að maðurinn, sem talinn er hafa skotið einn til bana og sært annan á Blönduósi í gærmorgun, hafi glímt við geðrænan vanda. Skotfélagið Markviss hafði lýst yfir áhyggjum af andlegri líðan mannsins en að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra barst embættinu engin formlega tilkynning um slíkt. Geðheilbrigðismál ekki nógu framarlega í forgangsröðun Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að mál sem þetta segi okkur ekki endilega nokkuð um kerfið eða samfélagið. „Ég veit ekki hvort það sé rétt að taka þetta mál sérstaklega og segja að það segi okkur eitthvað um kerfið eða samfélagið. Hins vegar höfum við hjá Geðhjálp bent á það lengi að gerænar áskoranir og hvernig við tökum á geðheilbrigðismálum almennt í samfélaginu er ekki nægilega gott,“ segir Grímur. „Við þurfum að setja meiri áherslu bæði á forvarnir, sem eru þá alveg frá grunnskóla, leikskóla og út lífið og síðan hvernig við erum að taka á móti fólki í samfélaginu þegar það fer í samfélagsgeðþjónustu. Þessir þættir eru ekki nógu framarlega í forgangsröðinni.“ Birgir Jónsson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra sagði í samtali við fréttastofu í dag að ákveðið hafi verið fyrir nokkrum vikum síðan að afturkalla skotvopnaleyfi mannsins. Það hafi verið í vinnslu og hafi á þeim grundvelli staðið til að kalla eftir læknisvottorði til að meta hvort hann væri fær til að vera með skotvopnaleyfi. Grímur segir ljóst að eigi fólk að mega bera skotvopn þurfi það að vera til þess fallið. „Ég er ekki hlynntur skotvopnum sjálfur, mér finnst skotvopn vera eitthvað sem við eigum að hafa sem minnst af í samfélaginu og reyna að forðast slíkt. Hins vegar á það að vera þannig að ef þú ætlar að fara með eitthvað þá þarftu að vera til þess fallinn og geta gert það, þannig að auðvitað þarf að horfa á þá þætti,“ segir Grímur. Fólk með geðrænan vanda líklegra til að verða fyrir ofbeldi Fólk með geðrænan vanda hræðist fordóma í samfélaginu þegar mál sem þetta komi upp. „Það er of mikið af því að við tengjum geðrænan vanda og ofbeldi. Það eru engar rannsóknir sem sýna það. Við erum að horfa á mikið ofbeldi í samfélaginu: Hnífstungur og annað ofbeldi,“ segir Grímur. „Það er hins vegar þannig að fólk sem glímir við geðrænan vanda er tíu sinnum líklegra til að verða fyrir ofbeldi en aðrir og það er kannski það sem við þurfum að horfa á. Umburðarlyndið og annað hverfur stundum af því að við erum svo hrædd. Við verðum óttaslegin þegar eitthvað er ekki eins og okkur finnst það eigi að vera.“ Hann skilji þá hræðslu vel. „Ég skil mjög marga sem búa við einhvers konar áskoranir að svona umræða [hræði þá], því hún fer beint í það að telja að fólk sé hættulegt en það er ekki þannig almennt.“
Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Skotvopn Húnabyggð Geðheilbrigði Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira