Hvernig kennara viljum við? Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir skrifar 24. ágúst 2022 15:01 Hver árstími hefur sínar venjur, töfra og takt. Nú hefst starf grunn- og framhaldsskóla um land allt og haustbyrjun tekur við í leikskólum landsins. Áætla má að um 4.000 börn sæki leikskóla, um 46 þúsund nemar grunnskóla og um 23 þúsund nemar framhaldsskóla. Það skiptir okkur öll máli að skólastarf gangi vel, að börn og ungmenni njóti sín í námi og leik og að hlúð sé að velferð þeirra og þroska. Við vitum öll hve miklu máli góðir kennarar skipta og eigum flest minningar um kennara sem hafa snert hjörtu okkar og mótað okkur sem manneskjur. Við viljum öll styðja við þetta mikilvæga leiðtogahlutverk kennara og vera bandamenn þeirra í því óendanlega mikilvæga verkefni sem menntun barna er. Menntafléttan liðast um landið Haustið 2021 hófst verkefni á vegum stjórnvalda, háskóla og Kennarasambands Íslands sem ber heitið Menntafléttan – námssamfélag í skóla- og frístundastarfi. Verkefnið felur í sér framboð á opnum og aðgengilegum námskeiðum fyrir kennara og annað fagfólk í skóla- og frístundastarfi. Námskeiðin eru byggð á rannsóknum á því hvaða skilyrði og stuðningur þarf að vera til staðar fyrir þróun kennara í starfi. Þær rannsóknir segja okkur ítrekað að starfsþróun er farsæl og árangursrík þegar hún er sameiginlegt verkefni margra á sama vinnustað, frekar en einstaklingsverkefni hvers og eins. Þátttakendur eru leiðtogar á sínum vinnustað og koma á samvinnu um þróun starfshátta og kennslu. Námskeiðin er hagnýt og skapa vettvang fyrir samstarf og samtal þvert á skóla, stofnanir og landsvæði. Mikil þátttaka Að þróun hvers námskeiðs koma kennarar, fræðimenn og sérfræðingar sem byggja á nýjustu rannsóknum en einnig deiglunni sem er til staðar í menntakerfi okkar. Sjá má fjölbreytt framboð á vefsíðunni menntamidja.is. Við erum stolt af því að í kennarahópi Menntafléttunnar eru framúrskarandi, reynslumiklir kennarar frá um 25 skólum víða um land. Við sem stöndum að verkefninu erum í skýjunum með frábærar móttökur, en vorið 2022 höfðu rúmlega 500 leiðtogar lokið námskeiðum Menntafléttu og nú þegar hafa um 1.100 þátttakendur skráð sig til leiks veturinn 2022-2023. Það er ljóst að kennarar landsins taka þessari tegund starfsþróunar fagnandi og skráningin varpar ljósi á þann óþrjótandi áhuga og neista sem kennarar búa yfir. Margföldum áhrifin saman Stuðningur stjórnvalda við Menntafléttuna hefur sannað sig svo um munar. Næsta vetur munu 50% leikskóla eiga þátttakendur í Menntafléttu, 72% framhaldsskóla og 78% grunnskóla. Auk þess hafa þátttakendur frá bókasöfnum, félagsmiðstöðvum, skólaskrifstofum, heilsugæslu, frístundaheimilum og sérfræðingar frá félagasamtökum skráð sig í Menntafléttuna, enda er menntun barna og ungmenna samstarfsverkefni margra ólíkra fagstétta. Miðað við árangur verkefnisins hingað til má auðveldlega ímynda sér hver margfeldisáhrif Menntafléttu geta orðið, ef við höldum áfram að tryggja vandað framboð námskeiða. Mikilvægt er að tryggja fjármögnun Menntafléttu næstu árin því starfsþróun kennara og starfsfólks í menntakerfinu er viðvarandi verkefni, ekki átak. Fyrir hönd aðstandenda Menntafléttunnar skora ég á stjórnvöld að fjárfesta í kennurum landsins og tryggja framtíð Menntafléttu. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og sat í undirbúnings- og stýrihópi Menntafléttu 2020 til 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Háskólar Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hver árstími hefur sínar venjur, töfra og takt. Nú hefst starf grunn- og framhaldsskóla um land allt og haustbyrjun tekur við í leikskólum landsins. Áætla má að um 4.000 börn sæki leikskóla, um 46 þúsund nemar grunnskóla og um 23 þúsund nemar framhaldsskóla. Það skiptir okkur öll máli að skólastarf gangi vel, að börn og ungmenni njóti sín í námi og leik og að hlúð sé að velferð þeirra og þroska. Við vitum öll hve miklu máli góðir kennarar skipta og eigum flest minningar um kennara sem hafa snert hjörtu okkar og mótað okkur sem manneskjur. Við viljum öll styðja við þetta mikilvæga leiðtogahlutverk kennara og vera bandamenn þeirra í því óendanlega mikilvæga verkefni sem menntun barna er. Menntafléttan liðast um landið Haustið 2021 hófst verkefni á vegum stjórnvalda, háskóla og Kennarasambands Íslands sem ber heitið Menntafléttan – námssamfélag í skóla- og frístundastarfi. Verkefnið felur í sér framboð á opnum og aðgengilegum námskeiðum fyrir kennara og annað fagfólk í skóla- og frístundastarfi. Námskeiðin eru byggð á rannsóknum á því hvaða skilyrði og stuðningur þarf að vera til staðar fyrir þróun kennara í starfi. Þær rannsóknir segja okkur ítrekað að starfsþróun er farsæl og árangursrík þegar hún er sameiginlegt verkefni margra á sama vinnustað, frekar en einstaklingsverkefni hvers og eins. Þátttakendur eru leiðtogar á sínum vinnustað og koma á samvinnu um þróun starfshátta og kennslu. Námskeiðin er hagnýt og skapa vettvang fyrir samstarf og samtal þvert á skóla, stofnanir og landsvæði. Mikil þátttaka Að þróun hvers námskeiðs koma kennarar, fræðimenn og sérfræðingar sem byggja á nýjustu rannsóknum en einnig deiglunni sem er til staðar í menntakerfi okkar. Sjá má fjölbreytt framboð á vefsíðunni menntamidja.is. Við erum stolt af því að í kennarahópi Menntafléttunnar eru framúrskarandi, reynslumiklir kennarar frá um 25 skólum víða um land. Við sem stöndum að verkefninu erum í skýjunum með frábærar móttökur, en vorið 2022 höfðu rúmlega 500 leiðtogar lokið námskeiðum Menntafléttu og nú þegar hafa um 1.100 þátttakendur skráð sig til leiks veturinn 2022-2023. Það er ljóst að kennarar landsins taka þessari tegund starfsþróunar fagnandi og skráningin varpar ljósi á þann óþrjótandi áhuga og neista sem kennarar búa yfir. Margföldum áhrifin saman Stuðningur stjórnvalda við Menntafléttuna hefur sannað sig svo um munar. Næsta vetur munu 50% leikskóla eiga þátttakendur í Menntafléttu, 72% framhaldsskóla og 78% grunnskóla. Auk þess hafa þátttakendur frá bókasöfnum, félagsmiðstöðvum, skólaskrifstofum, heilsugæslu, frístundaheimilum og sérfræðingar frá félagasamtökum skráð sig í Menntafléttuna, enda er menntun barna og ungmenna samstarfsverkefni margra ólíkra fagstétta. Miðað við árangur verkefnisins hingað til má auðveldlega ímynda sér hver margfeldisáhrif Menntafléttu geta orðið, ef við höldum áfram að tryggja vandað framboð námskeiða. Mikilvægt er að tryggja fjármögnun Menntafléttu næstu árin því starfsþróun kennara og starfsfólks í menntakerfinu er viðvarandi verkefni, ekki átak. Fyrir hönd aðstandenda Menntafléttunnar skora ég á stjórnvöld að fjárfesta í kennurum landsins og tryggja framtíð Menntafléttu. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og sat í undirbúnings- og stýrihópi Menntafléttu 2020 til 2021.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun