Laufey Ósk og Friðjón Bryndís Schram skrifar 30. ágúst 2022 17:31 Ég veit svo sem, að „Veislan á þakinu, sem aldrei varð“, er nú orðin fræg að endemum – meira að segja í sjálfu réttarkerfinu. Þegar Laufey Ósk byrjaði að ausa úr sér svívirðingum um Jón Baldvin, komst hún svo að orði: „Ég hef heyrt svo margar ljótar sögur um þig, Jón Baldvin“. Merkilegt, segi ég, vegna þess að u.þ.b. hálfu ári seinna var það sjálfur almannatengill Sjálfstæðisflokksins, sem heitir því göfuga nafni Friðjón Friðjónsson, sem notaði sama orðalag, þegar hann auglýsti opinberlega eftir „ljótum sögum“ um Jón Baldvin. Það gerði hann sem slíkur – almannatengill Sjálfstæðisflokksins og formanns hans – á heimasíðu sinni. Það er vitað, að Sjálfstæðisflokkurinn svífst einskis í ófrægingarherferðum gegn andstæðingum sínum, ef þeim finnst þeir vera hættulegir. þetta hefur meira að segja áunnið sér sérstaka nafngift í vitund almennings: „Skrímsladeildin“. Nýlegt dæmi um þetta var skipulögð aðför á netinu að Katrínu Jakobsdóttur., sem þá var kölluð „Skatta Kata“. Það var svo gleymt og grafið, þegar Katrín gekk til liðs við þá í ríkisstjórn. En þetta er bara pólitík, eins og við þekkjum hana. Hitt er nýmæli að auglýsa opinberlega eftir rógsögum, sem nota má til að ræna andstæðinga mannorðinu. Þeim hlýtur að þykja mikið við liggja, þótt maðurinn minn hafi hætt í pólitík fyrir meira en aldarfjórðungi. Það er orðstírinn, sem þarf að eyðileggja. Hvað sagði ekki vinur okkar, Styrmir Gunnarsson?: „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag. Það er allt jafn ógeðslegt – engar hugsjónir , bara sérhagsmunir“. Kannski fer ég ekki með þetta orðrétt, en þetta er frægasta tilvitnunin í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um Hrunið. Kannski eru þetta einkunnarorð – áhrínisorð – íslenska lýðveldisins eftir Hrun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Schram Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Sjá meira
Ég veit svo sem, að „Veislan á þakinu, sem aldrei varð“, er nú orðin fræg að endemum – meira að segja í sjálfu réttarkerfinu. Þegar Laufey Ósk byrjaði að ausa úr sér svívirðingum um Jón Baldvin, komst hún svo að orði: „Ég hef heyrt svo margar ljótar sögur um þig, Jón Baldvin“. Merkilegt, segi ég, vegna þess að u.þ.b. hálfu ári seinna var það sjálfur almannatengill Sjálfstæðisflokksins, sem heitir því göfuga nafni Friðjón Friðjónsson, sem notaði sama orðalag, þegar hann auglýsti opinberlega eftir „ljótum sögum“ um Jón Baldvin. Það gerði hann sem slíkur – almannatengill Sjálfstæðisflokksins og formanns hans – á heimasíðu sinni. Það er vitað, að Sjálfstæðisflokkurinn svífst einskis í ófrægingarherferðum gegn andstæðingum sínum, ef þeim finnst þeir vera hættulegir. þetta hefur meira að segja áunnið sér sérstaka nafngift í vitund almennings: „Skrímsladeildin“. Nýlegt dæmi um þetta var skipulögð aðför á netinu að Katrínu Jakobsdóttur., sem þá var kölluð „Skatta Kata“. Það var svo gleymt og grafið, þegar Katrín gekk til liðs við þá í ríkisstjórn. En þetta er bara pólitík, eins og við þekkjum hana. Hitt er nýmæli að auglýsa opinberlega eftir rógsögum, sem nota má til að ræna andstæðinga mannorðinu. Þeim hlýtur að þykja mikið við liggja, þótt maðurinn minn hafi hætt í pólitík fyrir meira en aldarfjórðungi. Það er orðstírinn, sem þarf að eyðileggja. Hvað sagði ekki vinur okkar, Styrmir Gunnarsson?: „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag. Það er allt jafn ógeðslegt – engar hugsjónir , bara sérhagsmunir“. Kannski fer ég ekki með þetta orðrétt, en þetta er frægasta tilvitnunin í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um Hrunið. Kannski eru þetta einkunnarorð – áhrínisorð – íslenska lýðveldisins eftir Hrun.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar