Hvað er að frétta hjá borgarstjórn? Ómar Már Jónsson skrifar 6. september 2022 10:01 Nú þegar um þrír og hálfur mánuður frá því að ný borgarstjórn tók við keflinu er mikilvægt að fara yfir stöðuna. Hvað er að frétta, hvernig gengur? Það blasir við að það mætti ganga betur. Ömurleg er staða foreldra vegna brostina loforða um leikskólapláss, áframhaldandi skortur á íbúðum og lóðum til úthlutunar og alvarlegur skortur á viðhaldi á mannvirkjum og lagnakerfum borgarinnar svo fátt eitt sé nefnt. Á framkvæmdahlið borgarinnar er fátt að gerast. En hvernig gengur fjárhagslega? Fyrir kosningarnar í maí voru nokkrir, ekki margir þó, bæði úr meirihluta borgarinnar og einnig þekktur sveitarstjórnarmaður af Suðurlandi sem leituðust við að vitna til um styrka fjárhagsstöðu borgarinnar. Menn kepptust við að segja að þar væri ekkert til að hafa áhyggjur af, borgin væri fjárhagslega sterk. Nýlega lét borgarstjóri hafa eftir sér að: ,,Ársreikningur Reykjavíkur skilar gríðarlega sterkri niðurstöðu við krefjandi aðstæður.“ Nú þegar 6 mánaða uppgjör borgarinnar liggur fyrir að svo er ekki. Það sem blasir við er alvarleg fjárhagsleg staða og um leið óvissa um fjárhagslegt sjálfstæði hennar. Það er síðan annað mál, sem hefur verið viðvarandi hjá borginni, er hversu góða mynd gefa ársreikningar og árshlutauppgjör í raun af stöðunni. Það er eitt af meginverkefnum sveitarstjórna að segja satt og rétt frá fjárhagsstöðu hverju sinni. Það er verið að sýsla með skatttekjur borgaranna og eiga þeir rétt á því að ársreikningar skýri á sem gleggstan hátt frá því hvernig fjárhagurinn er hverju sinni. Ársreikningar eiga ekki að vera þannig að ,,hafa skal það sem betur hljómar”, heldur lifandi upplýsingatæki sem er samanburðarhæft við önnur sveitarfélög hér á landi sem og við þann rekstur sem heyrir undir EFTA eins og lög áskilja. Helstu tölur Rekstrartap A-hlutans fyrstu sex mánuði ársins eru tæpir 9 milljarðar króna eða um 12% af tekjum. Það er þrátt fyrir milljarða aukingu á fasteignatekjum vegna skorts á húsnæði. Veltufé frá rekstri er neikvætt um -5% sem þýðir einfaldlega að það þarf að taka lán fyrir öllum fjárfestingum, öllum afborgunum lána og um 5% af rekstrarútgjöldum. Reiknaður hagnaður Félagsbústaða vegna hækkunar á fasteignamati nemur um 20 milljörðum króna á síðasta ári. Það eru ekki tekjur í banka, heldur reiknuð ágiskuð stærð sem leiðir til þess að samstæðureikningurinn sýnir mun betri niðurstöðu fyrir vikið en raunin er. Langtímaskuldir milli ára jukust um 41 milljarða á síðasta ári sem virðist vera það eina sem borgarstjórn er fær um að gera við þessar aðstæður. Gjörningur sem mun einungis auka við núverandi vanda. Við uppgjörsaðferð borgarinnar, að reikna hækkun á verðmati eigna sem tekjur, hafa verið gerðar alvarlegar athugasemdir sem eru til sérstakrar skoðunar hjá eftirlitsnefnd EFTA. Þannig er óheimilt að fela hallarekstur samstæðunnar með fegrun vegna ytri markaðssaðstæða hverju sinni, síst hjá opinberri rekstrareiningu. Allur rekstur skal notast við varfærnisreglu þegar kemur að því að færa virði eigna. Niðurstaðan sýnir að ef engin veruleg breyting hefur orðið á fjárhagsstöðu borgarinnar nú þegar komið er fram á níunda mánuð ársins þá er það alvarlegur hlutur vegna þess að í framangreindri upptalningu eru sterkar vísbendingar um að borgin sé í raun ekki hæf til að sinna lögbundnum verkefnum sínum, viðhaldsverkefnum eða annarri lögbundinni þjónustu, nema með áframhaldandi lántökum. Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2021 og árshlutauppgjöri fyrir fyrstu sex mánuði ársins virðist lítið vera í fréttum er varðar jákvæða breytingu á fjárhagslegri stöðu borgarinnar og er það miður. Hún er í sama fasa og a.m.k. síðustu átta ár. Það sem gæti mögulega orðið í fréttum á komandi mánuðum er að eftirlitnefnd með fjármálum sveitarfélaga banki upp á hjá borgarstjórn og gangi heldur lengra en að spyrja einungis hvað sé að frétta. Höfundur er framkvæmdastjóri og efsti maður á lista Miðflokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar Már Jónsson Reykjavík Borgarstjórn Miðflokkurinn Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Sjá meira
Nú þegar um þrír og hálfur mánuður frá því að ný borgarstjórn tók við keflinu er mikilvægt að fara yfir stöðuna. Hvað er að frétta, hvernig gengur? Það blasir við að það mætti ganga betur. Ömurleg er staða foreldra vegna brostina loforða um leikskólapláss, áframhaldandi skortur á íbúðum og lóðum til úthlutunar og alvarlegur skortur á viðhaldi á mannvirkjum og lagnakerfum borgarinnar svo fátt eitt sé nefnt. Á framkvæmdahlið borgarinnar er fátt að gerast. En hvernig gengur fjárhagslega? Fyrir kosningarnar í maí voru nokkrir, ekki margir þó, bæði úr meirihluta borgarinnar og einnig þekktur sveitarstjórnarmaður af Suðurlandi sem leituðust við að vitna til um styrka fjárhagsstöðu borgarinnar. Menn kepptust við að segja að þar væri ekkert til að hafa áhyggjur af, borgin væri fjárhagslega sterk. Nýlega lét borgarstjóri hafa eftir sér að: ,,Ársreikningur Reykjavíkur skilar gríðarlega sterkri niðurstöðu við krefjandi aðstæður.“ Nú þegar 6 mánaða uppgjör borgarinnar liggur fyrir að svo er ekki. Það sem blasir við er alvarleg fjárhagsleg staða og um leið óvissa um fjárhagslegt sjálfstæði hennar. Það er síðan annað mál, sem hefur verið viðvarandi hjá borginni, er hversu góða mynd gefa ársreikningar og árshlutauppgjör í raun af stöðunni. Það er eitt af meginverkefnum sveitarstjórna að segja satt og rétt frá fjárhagsstöðu hverju sinni. Það er verið að sýsla með skatttekjur borgaranna og eiga þeir rétt á því að ársreikningar skýri á sem gleggstan hátt frá því hvernig fjárhagurinn er hverju sinni. Ársreikningar eiga ekki að vera þannig að ,,hafa skal það sem betur hljómar”, heldur lifandi upplýsingatæki sem er samanburðarhæft við önnur sveitarfélög hér á landi sem og við þann rekstur sem heyrir undir EFTA eins og lög áskilja. Helstu tölur Rekstrartap A-hlutans fyrstu sex mánuði ársins eru tæpir 9 milljarðar króna eða um 12% af tekjum. Það er þrátt fyrir milljarða aukingu á fasteignatekjum vegna skorts á húsnæði. Veltufé frá rekstri er neikvætt um -5% sem þýðir einfaldlega að það þarf að taka lán fyrir öllum fjárfestingum, öllum afborgunum lána og um 5% af rekstrarútgjöldum. Reiknaður hagnaður Félagsbústaða vegna hækkunar á fasteignamati nemur um 20 milljörðum króna á síðasta ári. Það eru ekki tekjur í banka, heldur reiknuð ágiskuð stærð sem leiðir til þess að samstæðureikningurinn sýnir mun betri niðurstöðu fyrir vikið en raunin er. Langtímaskuldir milli ára jukust um 41 milljarða á síðasta ári sem virðist vera það eina sem borgarstjórn er fær um að gera við þessar aðstæður. Gjörningur sem mun einungis auka við núverandi vanda. Við uppgjörsaðferð borgarinnar, að reikna hækkun á verðmati eigna sem tekjur, hafa verið gerðar alvarlegar athugasemdir sem eru til sérstakrar skoðunar hjá eftirlitsnefnd EFTA. Þannig er óheimilt að fela hallarekstur samstæðunnar með fegrun vegna ytri markaðssaðstæða hverju sinni, síst hjá opinberri rekstrareiningu. Allur rekstur skal notast við varfærnisreglu þegar kemur að því að færa virði eigna. Niðurstaðan sýnir að ef engin veruleg breyting hefur orðið á fjárhagsstöðu borgarinnar nú þegar komið er fram á níunda mánuð ársins þá er það alvarlegur hlutur vegna þess að í framangreindri upptalningu eru sterkar vísbendingar um að borgin sé í raun ekki hæf til að sinna lögbundnum verkefnum sínum, viðhaldsverkefnum eða annarri lögbundinni þjónustu, nema með áframhaldandi lántökum. Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2021 og árshlutauppgjöri fyrir fyrstu sex mánuði ársins virðist lítið vera í fréttum er varðar jákvæða breytingu á fjárhagslegri stöðu borgarinnar og er það miður. Hún er í sama fasa og a.m.k. síðustu átta ár. Það sem gæti mögulega orðið í fréttum á komandi mánuðum er að eftirlitnefnd með fjármálum sveitarfélaga banki upp á hjá borgarstjórn og gangi heldur lengra en að spyrja einungis hvað sé að frétta. Höfundur er framkvæmdastjóri og efsti maður á lista Miðflokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar