Besta lyfið við slitgigt Gunnar Viktorsson skrifar 8. september 2022 14:00 Slitgigt er algengasti sjúkdómurinn sem leggst á liði og er algengasta orsök minnkaðrar hreyfigetu hjá eldra fólki. Þó að tíðni slitgigtar aukist með hækkandi aldri kemur hún ósjaldan fyrir hjá fólki strax á þrítugs- og fertugsaldri. Slitgigt getur komið fyrir víða í líkamanum en leggst oftast á hné, mjaðmir og hendur. Þetta er alþjóðlegt vandamál, 520 milljónir manna um allan heim hafa slitgigt. Slitgigt er ekki nýr sjúkdómur en vaxandi. Á árunum 1990 til 2019 varð 48% aukning á fjölda fólks um allan heim sem þjáist af slitgigt. Nákvæmar orsakir slitgigtar eru óþekktar en þekktir þættir sem auka líkurnar á slitgigt eru meðal annars: ofþyngd eða offita, fyrri saga um áverka, aðgerð eða ofnotkun á liðum. Einnig er slitgigt algengari í sumum fjölskyldum en öðrum og algengari meðal kvenna en karla. Hvað er slitgigt? Slitgigt er sjúkdómur, við skulum hafa það á hreinu. Það er alrangt að líta þannig á að um sé að ræða eðlilegt slit eins og þegar vélar og verkfæri slitna við notkun. Slitgigt er ekki óhjákvæmilegur fylgifiskur hækkandi aldurs, við fáum ekki öll slitgigt með aldrinum. Sjúkdómurinn slitgigt stafar af ójafnvægi milli uppbyggingar og niðurbrots liðbrjósks sem leiðir svo til skertrar starfsgetu liðarins. Þetta getur byrjað með smávægilegum áverka. Í upphafi hefur líkaminn tök á að gera við skemmdir á liðbrjóskinu. Eftir því sem sjúkdómurinn ágerist getur líkaminn ekki haldið í við skemmdirnar og brjósk fer að þynnast, beinnabbar myndast og bólga kemur í liðinn. Einkennin sem geta fylgt eru verkur, skerðing á færni, minni vöðvakraftur og stífni í liðnum. Þetta allt leiðir svo af sér minnkuð lífsgæði. Góðu fréttirnar Það er mjög misjafnt hvernig slitgigt þróast hjá fólki. Einungis þriðjungi versnar með tímanum og margir upplifa framfarir hvað varðar verki og færniskerðingu. Margs konar meðferð er í boði. Ýmsar aðgerðir eins og t.d. liðskiptaaðgerðir koma til greina en rannsóknir sýna þó að einungis um 10% allra með slitgigt verða það slæmir að þörf er á skurðaðgerð. Lyfjameðferð og stoðtæki geta í mörgum tilvikum hjálpað. Grunnmeðferð við slitgigt, sú sem allir slitgigtarsjúklingar hafa gagn af og öllum á að standa til boða er samt þjálfun, aðstoð við að létta sig (ef þörf er á) og fræðsla. Fræðsla hefur jákvæð áhrif á verki, virkni, hreyfingu og á þyngdarstjórnun. Þyngdartap getur minnkað líkurnar á að fólk þrói með sér slitgigt og minnkað einkenni hjá fólki sem þegar er með slitgigt. Hreyfing og þjálfun eru samt í fyrsta sæti þegar kemur að vali á meðferð og forvörnum við slitgigt. Þjálfun hentar öllum sem eru með slitgigt því hægt er aðlaga hana að þörfum einstaklingsins til að tryggja að hún sé bæði örugg og áhrifarík. Í því eru sjúkraþjálfarar sérfræðingar. Sjúkraþjálfari getur hjálpað þér að búa til réttu æfingaáætlunina fyrir þig sem eykur vöðvastyrk, dregur úr stífni í liðum, viðheldur eðlilegu hreyfimynstri og eykur virkni og færni í daglegu lífi. Þjálfun minnkar verki, eykur líkamlega færni, bætir vöðvastyrk og dregur úr stífni. Þjálfun hefur sem sagt jákvæð áhrif á öll einkenni slitgigtar og virkar bæði sem forvörn og meðferð. Auðvitað hefur þjálfun líka aukaverkanir eins og; bætt jafnvægi aukna orku, aukið þol og bætt skap og svefn. Svo maður tali nú ekki um góð áhrif á blóðþrýsting og blóðsykur. Ekki amalegar aukaverkanir það. Í dag 8. september er alþjóðadagur Sjúkraþjálfunar. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Slitgigt er algengasti sjúkdómurinn sem leggst á liði og er algengasta orsök minnkaðrar hreyfigetu hjá eldra fólki. Þó að tíðni slitgigtar aukist með hækkandi aldri kemur hún ósjaldan fyrir hjá fólki strax á þrítugs- og fertugsaldri. Slitgigt getur komið fyrir víða í líkamanum en leggst oftast á hné, mjaðmir og hendur. Þetta er alþjóðlegt vandamál, 520 milljónir manna um allan heim hafa slitgigt. Slitgigt er ekki nýr sjúkdómur en vaxandi. Á árunum 1990 til 2019 varð 48% aukning á fjölda fólks um allan heim sem þjáist af slitgigt. Nákvæmar orsakir slitgigtar eru óþekktar en þekktir þættir sem auka líkurnar á slitgigt eru meðal annars: ofþyngd eða offita, fyrri saga um áverka, aðgerð eða ofnotkun á liðum. Einnig er slitgigt algengari í sumum fjölskyldum en öðrum og algengari meðal kvenna en karla. Hvað er slitgigt? Slitgigt er sjúkdómur, við skulum hafa það á hreinu. Það er alrangt að líta þannig á að um sé að ræða eðlilegt slit eins og þegar vélar og verkfæri slitna við notkun. Slitgigt er ekki óhjákvæmilegur fylgifiskur hækkandi aldurs, við fáum ekki öll slitgigt með aldrinum. Sjúkdómurinn slitgigt stafar af ójafnvægi milli uppbyggingar og niðurbrots liðbrjósks sem leiðir svo til skertrar starfsgetu liðarins. Þetta getur byrjað með smávægilegum áverka. Í upphafi hefur líkaminn tök á að gera við skemmdir á liðbrjóskinu. Eftir því sem sjúkdómurinn ágerist getur líkaminn ekki haldið í við skemmdirnar og brjósk fer að þynnast, beinnabbar myndast og bólga kemur í liðinn. Einkennin sem geta fylgt eru verkur, skerðing á færni, minni vöðvakraftur og stífni í liðnum. Þetta allt leiðir svo af sér minnkuð lífsgæði. Góðu fréttirnar Það er mjög misjafnt hvernig slitgigt þróast hjá fólki. Einungis þriðjungi versnar með tímanum og margir upplifa framfarir hvað varðar verki og færniskerðingu. Margs konar meðferð er í boði. Ýmsar aðgerðir eins og t.d. liðskiptaaðgerðir koma til greina en rannsóknir sýna þó að einungis um 10% allra með slitgigt verða það slæmir að þörf er á skurðaðgerð. Lyfjameðferð og stoðtæki geta í mörgum tilvikum hjálpað. Grunnmeðferð við slitgigt, sú sem allir slitgigtarsjúklingar hafa gagn af og öllum á að standa til boða er samt þjálfun, aðstoð við að létta sig (ef þörf er á) og fræðsla. Fræðsla hefur jákvæð áhrif á verki, virkni, hreyfingu og á þyngdarstjórnun. Þyngdartap getur minnkað líkurnar á að fólk þrói með sér slitgigt og minnkað einkenni hjá fólki sem þegar er með slitgigt. Hreyfing og þjálfun eru samt í fyrsta sæti þegar kemur að vali á meðferð og forvörnum við slitgigt. Þjálfun hentar öllum sem eru með slitgigt því hægt er aðlaga hana að þörfum einstaklingsins til að tryggja að hún sé bæði örugg og áhrifarík. Í því eru sjúkraþjálfarar sérfræðingar. Sjúkraþjálfari getur hjálpað þér að búa til réttu æfingaáætlunina fyrir þig sem eykur vöðvastyrk, dregur úr stífni í liðum, viðheldur eðlilegu hreyfimynstri og eykur virkni og færni í daglegu lífi. Þjálfun minnkar verki, eykur líkamlega færni, bætir vöðvastyrk og dregur úr stífni. Þjálfun hefur sem sagt jákvæð áhrif á öll einkenni slitgigtar og virkar bæði sem forvörn og meðferð. Auðvitað hefur þjálfun líka aukaverkanir eins og; bætt jafnvægi aukna orku, aukið þol og bætt skap og svefn. Svo maður tali nú ekki um góð áhrif á blóðþrýsting og blóðsykur. Ekki amalegar aukaverkanir það. Í dag 8. september er alþjóðadagur Sjúkraþjálfunar. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun