Sammála um dómara sem getur farið yfir leynigögnin Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2022 14:31 Donald Trump og sonur hans Eric á golfvelli í Virginíu í gær. AP/Alex Brandon Saksóknarar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna lýstu því yfir í gær að þeir væru ekki mótfallnir tillögu lögmanna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, um að fyrrverandi alríkisdómari verði skipaður til að fara yfir gögnin úr Mar-a-Lago og segja til um hvað tilheyri Trump og hvað ekki. Eins og frægt er lögðu starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hald á mikið magn opinberra og leynilegra gagna í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trumps í Flórída, þegar húsleit var gerð þar í ágúst. Trump vill meina að hann eigi muni og gögn sem hald var lagt á og einnig að trúnaður ríki um önnur gögn. Lögum samkvæmt hefði Trump átt að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna öll opinber gögn í hans vörslu er hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar í fyrra. Deilurnar um skjölin urðu fyrst opinberar í febrúar eftir að starfsmenn sóttu skjöl til Mar-a-Lago. Fleiri gögn voru sótt í júní og þá staðhæfðu lögmenn Trumps að engin frekari opinber og/eða leynileg gögn væri að finna í Flórída. Það var ósatt og lék grunur á að gögn hefðu verið falin. Sá grunur virðist hafa reynst réttur en FBI framkvæmdi húsleit í Flórída í ágúst og fannst þá mikið magn opinberra og leynilegra gagna. Sjá einnig: Enn bætist á vandræði Trumps Lögmenn Trumps lögðu nýverið til að Raymond J. Dearie, sem var áður alríkisdómari, yrði fenginn til að fara yfir gögnin og eins og áður segir eru saksóknarar ekki mótfallnir því. Þeir eru þó ekki sammála lögmönnum Trumps varðandi hvað Dearie á að gera og vilja að hann fái ekki aðgang að um hundrað skjöl sem merkt eru sem ríkisleyndarmál, samkvæmt frétt New York Times. Saksóknarar sögðust mótfallnir því að annar dómari sem lögmenn Trumps lögðu til yrði valinn og sögðu hann ekki hafa þá reynslu sem til þyrfti. Dómarinn Aileen M. Cannon hefur þó lokavalið en hún var sjálf skipuð í embætti af Trump. Sjá einnig: Krafa Trumps samþykkt af dómara sem hann tilnefndi Dearie var skipaður í embætti af Ronald Reagan og hefur setið í sérstökum dómstól sem fjallar um háleynileg mál. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bannon aftur ákærður fyrir svik vegna múrsins Stephen Bannon, langtímabandamaður Donalds Trumps og fyrrverandi ráðgjafi hans í Hvíta húsinu, hefur verið ákærður fyrir svik og fjárþvætti. Saksóknarar í New York saka hann um að svindla á fólki í tengslum við fjáröflunina „We Build the Wall“ sem safna átti peningum til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 8. september 2022 16:39 Fundu leynigögn um kjarnorkuvopn á heimili Trumps Eitt af þeim skjölum sem fannst við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar FBI á heimili Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago á Flórída, geymdi háleynilegar upplýsingar um kjarnorkuvopn erlends ríkis. 7. september 2022 06:41 Fundu fjölmargar tómar möppur utan af leynigögnum Meðal þess sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á við húsleit í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í síðasta mánuði, voru tugir tómra mappa sem voru utan af leynilegum gögnum. 2. september 2022 16:14 Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Eins og frægt er lögðu starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hald á mikið magn opinberra og leynilegra gagna í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trumps í Flórída, þegar húsleit var gerð þar í ágúst. Trump vill meina að hann eigi muni og gögn sem hald var lagt á og einnig að trúnaður ríki um önnur gögn. Lögum samkvæmt hefði Trump átt að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna öll opinber gögn í hans vörslu er hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar í fyrra. Deilurnar um skjölin urðu fyrst opinberar í febrúar eftir að starfsmenn sóttu skjöl til Mar-a-Lago. Fleiri gögn voru sótt í júní og þá staðhæfðu lögmenn Trumps að engin frekari opinber og/eða leynileg gögn væri að finna í Flórída. Það var ósatt og lék grunur á að gögn hefðu verið falin. Sá grunur virðist hafa reynst réttur en FBI framkvæmdi húsleit í Flórída í ágúst og fannst þá mikið magn opinberra og leynilegra gagna. Sjá einnig: Enn bætist á vandræði Trumps Lögmenn Trumps lögðu nýverið til að Raymond J. Dearie, sem var áður alríkisdómari, yrði fenginn til að fara yfir gögnin og eins og áður segir eru saksóknarar ekki mótfallnir því. Þeir eru þó ekki sammála lögmönnum Trumps varðandi hvað Dearie á að gera og vilja að hann fái ekki aðgang að um hundrað skjöl sem merkt eru sem ríkisleyndarmál, samkvæmt frétt New York Times. Saksóknarar sögðust mótfallnir því að annar dómari sem lögmenn Trumps lögðu til yrði valinn og sögðu hann ekki hafa þá reynslu sem til þyrfti. Dómarinn Aileen M. Cannon hefur þó lokavalið en hún var sjálf skipuð í embætti af Trump. Sjá einnig: Krafa Trumps samþykkt af dómara sem hann tilnefndi Dearie var skipaður í embætti af Ronald Reagan og hefur setið í sérstökum dómstól sem fjallar um háleynileg mál.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bannon aftur ákærður fyrir svik vegna múrsins Stephen Bannon, langtímabandamaður Donalds Trumps og fyrrverandi ráðgjafi hans í Hvíta húsinu, hefur verið ákærður fyrir svik og fjárþvætti. Saksóknarar í New York saka hann um að svindla á fólki í tengslum við fjáröflunina „We Build the Wall“ sem safna átti peningum til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 8. september 2022 16:39 Fundu leynigögn um kjarnorkuvopn á heimili Trumps Eitt af þeim skjölum sem fannst við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar FBI á heimili Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago á Flórída, geymdi háleynilegar upplýsingar um kjarnorkuvopn erlends ríkis. 7. september 2022 06:41 Fundu fjölmargar tómar möppur utan af leynigögnum Meðal þess sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á við húsleit í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í síðasta mánuði, voru tugir tómra mappa sem voru utan af leynilegum gögnum. 2. september 2022 16:14 Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Bannon aftur ákærður fyrir svik vegna múrsins Stephen Bannon, langtímabandamaður Donalds Trumps og fyrrverandi ráðgjafi hans í Hvíta húsinu, hefur verið ákærður fyrir svik og fjárþvætti. Saksóknarar í New York saka hann um að svindla á fólki í tengslum við fjáröflunina „We Build the Wall“ sem safna átti peningum til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 8. september 2022 16:39
Fundu leynigögn um kjarnorkuvopn á heimili Trumps Eitt af þeim skjölum sem fannst við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar FBI á heimili Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago á Flórída, geymdi háleynilegar upplýsingar um kjarnorkuvopn erlends ríkis. 7. september 2022 06:41
Fundu fjölmargar tómar möppur utan af leynigögnum Meðal þess sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á við húsleit í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í síðasta mánuði, voru tugir tómra mappa sem voru utan af leynilegum gögnum. 2. september 2022 16:14
Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53