Telur að Valur yrði neðarlega í Danmörku Sindri Sverrisson skrifar 15. september 2022 11:30 Valsmenn hafa borið höfuð og herðar yfir önnur íslensk lið síðustu ár. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Arnór Atlason, sem þjálfað hefur í Danmörku um árabil, segir að miðað við það að Olís-deild karla í handbolta sé áhugamannadeild þá séu liðin á Íslandi að „gera það ótrúlega gott“. Arnór var í viðtali við Seinni bylgjuna í vikunni og var meðal annars spurður að því hvernig liðið sem drottnaði yfir íslenskum handbolta á síðustu leiktíð, Valur, myndi plumma sig í dönsku úrvalsdeildinni: „Þetta er alveg ótrúlega erfið spurning en ég er ekki í neinum vafa um það að ef að Valur dregst til dæmis gegn þeim dönsku liðum sem eru í Evrópukeppninni núna, eins og Skjern eða Skanderborg Aarhus eða Bjerringbro, þá er ég viss um að Valur gæti staðist þeim snúning í einum leik. Ég efast um að þeir [Valsmenn] myndu enda ofar en þessi lið í riðlinum en þeir gætu alveg gefið þeim leik. Þeir yrðu að berjast neðarlega í [dönsku] deildinni, myndi ég halda, en það er rosalega erfitt að segja. Akkúrat Valur myndi geta strítt mörgum liðum hérna í Danmörku,“ sagði Arnór. „Menn heima eru að gera þetta ótrúlega vel miðað við aðstæður“ Arnór hefur verið aðstoðarþjálfari stórliðs Álaborgar frá árinu 2018 og þjálfar einnig danska U20-landsliðið. Hann var spurður að því í hverju munurinn fælist varðandi stöðu Vals hér heima miðað við hvernig liðinu myndi ganga í Danmörku: „Þeir myndu þarna mæta liðum með svipaða „physique“. Þeir virðast geta hlaupið yfir öll lið á Íslandi en myndu ekki geta gert það að sama leyti í allri deildinni í Danmörku. Hér eru liðin líka með breiðari hópa, 15-16 leikmenn sem alla er hægt að nota,“ sagði Arnór og bætti við að miðað við aðstæður væri staðan í íslenskum handbolta afar góð: „Stóri munurinn er að þetta er atvinnumannadeild hér og menn heima eru að gera þetta ótrúlega vel miðað við aðstæður. Fólk er bara í skóla og vinnu með þessu. Ef maður hugsar út í það þá eru liðin heima að gera það ótrúlega gott. Liðin eru ótrúlega vel þjálfuð öll, færir þjálfarar í öllum liðum í deildinni, svo þetta er mjög fín deild á marga vegu.“ Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en viðtalið við Arnór hefst eftir nítján mínútur af þættinum. Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi Sjá meira
Arnór var í viðtali við Seinni bylgjuna í vikunni og var meðal annars spurður að því hvernig liðið sem drottnaði yfir íslenskum handbolta á síðustu leiktíð, Valur, myndi plumma sig í dönsku úrvalsdeildinni: „Þetta er alveg ótrúlega erfið spurning en ég er ekki í neinum vafa um það að ef að Valur dregst til dæmis gegn þeim dönsku liðum sem eru í Evrópukeppninni núna, eins og Skjern eða Skanderborg Aarhus eða Bjerringbro, þá er ég viss um að Valur gæti staðist þeim snúning í einum leik. Ég efast um að þeir [Valsmenn] myndu enda ofar en þessi lið í riðlinum en þeir gætu alveg gefið þeim leik. Þeir yrðu að berjast neðarlega í [dönsku] deildinni, myndi ég halda, en það er rosalega erfitt að segja. Akkúrat Valur myndi geta strítt mörgum liðum hérna í Danmörku,“ sagði Arnór. „Menn heima eru að gera þetta ótrúlega vel miðað við aðstæður“ Arnór hefur verið aðstoðarþjálfari stórliðs Álaborgar frá árinu 2018 og þjálfar einnig danska U20-landsliðið. Hann var spurður að því í hverju munurinn fælist varðandi stöðu Vals hér heima miðað við hvernig liðinu myndi ganga í Danmörku: „Þeir myndu þarna mæta liðum með svipaða „physique“. Þeir virðast geta hlaupið yfir öll lið á Íslandi en myndu ekki geta gert það að sama leyti í allri deildinni í Danmörku. Hér eru liðin líka með breiðari hópa, 15-16 leikmenn sem alla er hægt að nota,“ sagði Arnór og bætti við að miðað við aðstæður væri staðan í íslenskum handbolta afar góð: „Stóri munurinn er að þetta er atvinnumannadeild hér og menn heima eru að gera þetta ótrúlega vel miðað við aðstæður. Fólk er bara í skóla og vinnu með þessu. Ef maður hugsar út í það þá eru liðin heima að gera það ótrúlega gott. Liðin eru ótrúlega vel þjálfuð öll, færir þjálfarar í öllum liðum í deildinni, svo þetta er mjög fín deild á marga vegu.“ Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en viðtalið við Arnór hefst eftir nítján mínútur af þættinum.
Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi Sjá meira