Íbúðaverð lækkar á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. september 2022 10:08 Fasteignamarkaðurinn virðist vera farinn að kólna. Vísir/Vilhelm Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,4 prósent á milli mánaða í ágúst. Er það í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019 sem vísitalan lækkar. Hagfræðideild Landsbankans telur að þetta sé skýrt merki um að fasteignamarkaðurinn sé farinn að kólna. Gríðarlegar hækkanir á fasteignaverði hafa verið undanfarin misseri. Til að mynda mælist vegin árshækkun íbúðarverðs 23 prósent. Þessi tala er þó á niðurleið en í júlí mældist þessi hækkum 25,4 prósent. Vísitala húsnæðisverðs byggir á þriggja mánaða hlaupandi meðaltali mánaðarlegra gagna um þinglýsta kaupsamninga um íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu. „Samkvæmt nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) lækkaði vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu um 0,4% milli júlí og ágúst. Þetta er í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019 sem íbúðaverð lækkar milli mánaða og mesta lækkun sem hefur mælst síðan í febrúar 2019 þegar vísitalan lækkaði um 1% milli mánaða,“ segir á vef Landsbankans. Staðfesting þess að markaðurinn sé farinn að kólna Þar er jafn framt bent á það að á fyrri árshelmingi ársins hafi mánaðarlegar hækkanir mælst á bilinu 2,2 til þrjú prósent. Í júli fór að hægja á þessari þróun þegar mánaðarleg hækkun mældist 1,1 prósent. Nú, í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019, lækkar vísitala húsnæðisverðs á milli mánaða. „Mælingin nú er enn frekari staðfesting á því að markaður sé farinn að kólna og mögulega hraðar en spár gera ráð fyrir,“ segir á vef Landsbankans. Ákveðinn fyrirvari er þó settur á gagnsemi þess að draga of miklar ályktanir út frá þessari lækkun. „Það sama gildir um þróun á íbúðaverði almennt, að varasamt er að draga of miklar ályktanir út frá einni mælingu. Þó íbúðaverð lækki lítillega milli mánaða nú er ekki endilega víst að sú þróun haldi áfram. Hagfræðideild hefur verið þeirra skoðunar að rólegri tíð sé framundan á fasteignamarkaði með hóflegum hækkunum milli mánaða, mun minni en sáust á fyrri mánuðum þessa árs, og er sú skoðun óbreytt þrátt fyrir lítilsháttar lækkun milli mánaða nú.“ Hagfræðideildin hefur einnig birt nýja og uppfærða verðbólguspá. Gerir hún nú ráð fyrir því að verðbólga á fjórða ársfjórðungi verði 8,8 prósent, en áður var spáð 9 prósent verðbólgu. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Seðlabankinn Landsbankinn Neytendur Tengdar fréttir Aðgerðir Seðlabankans farnar að hafa áhrif Hækkun vísitölu íbúðaverðs í fjölbýli hækkaði um 0,5 prósent milli mánaða en í sérbýli um 3,7 prósent. Hagfræðideild Landsbankans telur þetta vera merki um að aðgerðir Seðlabankans til þess að bæta fasteignamarkaðinn séu að virka. 17. ágúst 2022 10:49 Vísitala íbúðaverðs ekki hækkað minna síðan í janúar Vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu var 941 í júní og hækkaði um 2,2 prósent á milli mánaða. Minni hækkun hefur ekki orðið á milli mánaða síðan í janúar á þessu ári en þá var hún 1,7 prósent. 19. júlí 2022 22:31 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Gríðarlegar hækkanir á fasteignaverði hafa verið undanfarin misseri. Til að mynda mælist vegin árshækkun íbúðarverðs 23 prósent. Þessi tala er þó á niðurleið en í júlí mældist þessi hækkum 25,4 prósent. Vísitala húsnæðisverðs byggir á þriggja mánaða hlaupandi meðaltali mánaðarlegra gagna um þinglýsta kaupsamninga um íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu. „Samkvæmt nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) lækkaði vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu um 0,4% milli júlí og ágúst. Þetta er í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019 sem íbúðaverð lækkar milli mánaða og mesta lækkun sem hefur mælst síðan í febrúar 2019 þegar vísitalan lækkaði um 1% milli mánaða,“ segir á vef Landsbankans. Staðfesting þess að markaðurinn sé farinn að kólna Þar er jafn framt bent á það að á fyrri árshelmingi ársins hafi mánaðarlegar hækkanir mælst á bilinu 2,2 til þrjú prósent. Í júli fór að hægja á þessari þróun þegar mánaðarleg hækkun mældist 1,1 prósent. Nú, í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019, lækkar vísitala húsnæðisverðs á milli mánaða. „Mælingin nú er enn frekari staðfesting á því að markaður sé farinn að kólna og mögulega hraðar en spár gera ráð fyrir,“ segir á vef Landsbankans. Ákveðinn fyrirvari er þó settur á gagnsemi þess að draga of miklar ályktanir út frá þessari lækkun. „Það sama gildir um þróun á íbúðaverði almennt, að varasamt er að draga of miklar ályktanir út frá einni mælingu. Þó íbúðaverð lækki lítillega milli mánaða nú er ekki endilega víst að sú þróun haldi áfram. Hagfræðideild hefur verið þeirra skoðunar að rólegri tíð sé framundan á fasteignamarkaði með hóflegum hækkunum milli mánaða, mun minni en sáust á fyrri mánuðum þessa árs, og er sú skoðun óbreytt þrátt fyrir lítilsháttar lækkun milli mánaða nú.“ Hagfræðideildin hefur einnig birt nýja og uppfærða verðbólguspá. Gerir hún nú ráð fyrir því að verðbólga á fjórða ársfjórðungi verði 8,8 prósent, en áður var spáð 9 prósent verðbólgu.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Seðlabankinn Landsbankinn Neytendur Tengdar fréttir Aðgerðir Seðlabankans farnar að hafa áhrif Hækkun vísitölu íbúðaverðs í fjölbýli hækkaði um 0,5 prósent milli mánaða en í sérbýli um 3,7 prósent. Hagfræðideild Landsbankans telur þetta vera merki um að aðgerðir Seðlabankans til þess að bæta fasteignamarkaðinn séu að virka. 17. ágúst 2022 10:49 Vísitala íbúðaverðs ekki hækkað minna síðan í janúar Vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu var 941 í júní og hækkaði um 2,2 prósent á milli mánaða. Minni hækkun hefur ekki orðið á milli mánaða síðan í janúar á þessu ári en þá var hún 1,7 prósent. 19. júlí 2022 22:31 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Aðgerðir Seðlabankans farnar að hafa áhrif Hækkun vísitölu íbúðaverðs í fjölbýli hækkaði um 0,5 prósent milli mánaða en í sérbýli um 3,7 prósent. Hagfræðideild Landsbankans telur þetta vera merki um að aðgerðir Seðlabankans til þess að bæta fasteignamarkaðinn séu að virka. 17. ágúst 2022 10:49
Vísitala íbúðaverðs ekki hækkað minna síðan í janúar Vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu var 941 í júní og hækkaði um 2,2 prósent á milli mánaða. Minni hækkun hefur ekki orðið á milli mánaða síðan í janúar á þessu ári en þá var hún 1,7 prósent. 19. júlí 2022 22:31