Strandveiðar festar í sessi með auknum aflaheimildum Bjarni Jónsson skrifar 23. september 2022 11:01 Við þurfum að styrkja stöðu sjávarbyggðanna, tækifæri fólks til að leggja fyrir sig vistvænar krókaveiðar á grunnslóð í atvinnuskyni. Nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar, sjávarauðlindina. Að sú leið sé öllum opin, ekki síst í þágu smærri byggðanna sem hafa á undanförnum árum verið rúnar aflaheimildum sínum og lífsbjörg kynslóða, á sífellt færri hendur á færri stöðum. Kvótakerfi án byggðafestu, þar sem menn hafa komist upp með að höndla með veiðiheimildir sem eign þeirra væri og án tillits til hagsmuna og réttinda einstakra byggðarlaga og samfélags fólks sem hefur í kynslóðir byggt afkomu sína á því að sækja sjóinn og vinna úr og nýta það sem hafið gefur. Í þessari viku mælti ég fyrir tillögu til þingsályktunar um eflingu félagslega hluta fiskveiðistjórnunarkerfisins. Einu af forgangsmálum þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns-framboðs. Tillagan byggir á sjávarútvegsstefnu hreyfingarinnar og felur í sér að stækka í áföngum félagslegan hluta fiskveiðistjórnunarkerfisins með það fyrir augum að hlutdeild hans verði 8,3% af heildarafla í stað 5,3% í dag. Sömuleiðis er lagt til að endurskoða hlutverk mismunandi aðgerða innan kerfisins og skiptingu aflamagns á milli þeirra. 25 júní 2009. Félagslegar veiðar skipta sköpum fyrir byggðafestu á Íslandi. Það voru því mikilvæg og farsæl tímamót 25. júní 2009, þegar þáverandi Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason undirritaði reglugerð um strandveiðar. Strandveiðarnar opnuðu á takmarkaðar veiðar þeirra sem ekki eru handhafar aflaheimilda. Veiðarnar hafa verið lyftisteinn fyrir atvinnulíf í mörgum smærri byggðum landsins og á svæðum sem urðu illa úti vegna framsals aflaheimilda og samþjöppunar í sjávarútvegi. Og það á við um marga anga hins félagslega kerfis sem glætt hafa lífi hafnir sem áður stóðu tómar og þar sem sjávarútvegur var á undanhaldi. Það er grundvallaratriði að félagslegar veiðar nýtist sem jöfnunartæki og liður í því er að treysta byggðajafnrétti og styrkja stöðu og rétt sjávarbyggðanna með réttlátari nýtingu sjávarauðlindanna um land allt. Tækifærin til uppbyggingar í kringum félagslegar veiðar eru ærin og má benda á að strandveiðar skipta nú sköpum fyrir fjölda fjölskyldna vítt og breytt um landið en 700 sjálfstæðar útgerðir hafa afkomu sína af handfæraveiðum, að ótöldum afleiddum störfum fiskverkanda, verkafólks og þjónustuaðila sem njóta góðs af þessari ráðstöfun. Það er stefna okkar í VG að nýta félagslegar veiðar til réttlátrar uppbyggingar atvinnutækifæra í sjávarbyggðunum hringinn í kringum landið, skapa tækifæri fyrir útgerðir sem ekki eru handhafar aflamarks og stuðla að umhverfisvænum veiðum. Ástæða er til að endurskoða úthlutun og meðhöndlun aðgerða innan kerfisins með tilliti til þess hvernig þær veiðiheimildir nýtist sem best smærri byggðarlögum sem þær eiga að þjóna og færa stærri hluta þeirra til smærri útgerða og inn í strandveiðikerfið. Þá þarf að koma í veg fyrir að stór hluti þeirra endi hjá stærstu útgerðarfélögum landsins sem nú þegar halda á stærstum hluta allra veiðiheimilda við Íslandsstrendur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Vinstri græn Bjarni Jónsson Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Við þurfum að styrkja stöðu sjávarbyggðanna, tækifæri fólks til að leggja fyrir sig vistvænar krókaveiðar á grunnslóð í atvinnuskyni. Nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar, sjávarauðlindina. Að sú leið sé öllum opin, ekki síst í þágu smærri byggðanna sem hafa á undanförnum árum verið rúnar aflaheimildum sínum og lífsbjörg kynslóða, á sífellt færri hendur á færri stöðum. Kvótakerfi án byggðafestu, þar sem menn hafa komist upp með að höndla með veiðiheimildir sem eign þeirra væri og án tillits til hagsmuna og réttinda einstakra byggðarlaga og samfélags fólks sem hefur í kynslóðir byggt afkomu sína á því að sækja sjóinn og vinna úr og nýta það sem hafið gefur. Í þessari viku mælti ég fyrir tillögu til þingsályktunar um eflingu félagslega hluta fiskveiðistjórnunarkerfisins. Einu af forgangsmálum þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns-framboðs. Tillagan byggir á sjávarútvegsstefnu hreyfingarinnar og felur í sér að stækka í áföngum félagslegan hluta fiskveiðistjórnunarkerfisins með það fyrir augum að hlutdeild hans verði 8,3% af heildarafla í stað 5,3% í dag. Sömuleiðis er lagt til að endurskoða hlutverk mismunandi aðgerða innan kerfisins og skiptingu aflamagns á milli þeirra. 25 júní 2009. Félagslegar veiðar skipta sköpum fyrir byggðafestu á Íslandi. Það voru því mikilvæg og farsæl tímamót 25. júní 2009, þegar þáverandi Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason undirritaði reglugerð um strandveiðar. Strandveiðarnar opnuðu á takmarkaðar veiðar þeirra sem ekki eru handhafar aflaheimilda. Veiðarnar hafa verið lyftisteinn fyrir atvinnulíf í mörgum smærri byggðum landsins og á svæðum sem urðu illa úti vegna framsals aflaheimilda og samþjöppunar í sjávarútvegi. Og það á við um marga anga hins félagslega kerfis sem glætt hafa lífi hafnir sem áður stóðu tómar og þar sem sjávarútvegur var á undanhaldi. Það er grundvallaratriði að félagslegar veiðar nýtist sem jöfnunartæki og liður í því er að treysta byggðajafnrétti og styrkja stöðu og rétt sjávarbyggðanna með réttlátari nýtingu sjávarauðlindanna um land allt. Tækifærin til uppbyggingar í kringum félagslegar veiðar eru ærin og má benda á að strandveiðar skipta nú sköpum fyrir fjölda fjölskyldna vítt og breytt um landið en 700 sjálfstæðar útgerðir hafa afkomu sína af handfæraveiðum, að ótöldum afleiddum störfum fiskverkanda, verkafólks og þjónustuaðila sem njóta góðs af þessari ráðstöfun. Það er stefna okkar í VG að nýta félagslegar veiðar til réttlátrar uppbyggingar atvinnutækifæra í sjávarbyggðunum hringinn í kringum landið, skapa tækifæri fyrir útgerðir sem ekki eru handhafar aflamarks og stuðla að umhverfisvænum veiðum. Ástæða er til að endurskoða úthlutun og meðhöndlun aðgerða innan kerfisins með tilliti til þess hvernig þær veiðiheimildir nýtist sem best smærri byggðarlögum sem þær eiga að þjóna og færa stærri hluta þeirra til smærri útgerða og inn í strandveiðikerfið. Þá þarf að koma í veg fyrir að stór hluti þeirra endi hjá stærstu útgerðarfélögum landsins sem nú þegar halda á stærstum hluta allra veiðiheimilda við Íslandsstrendur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun