Nemendur Laugarnesskóla hafa veikst vegna myglu Árni Sæberg skrifar 29. september 2022 12:07 Húsnæði Laugarnesskóla er komið til ára sinna og er farið að bera þess merki. Reykjavíkurborg Lekaskemmda hefur orðið vart í húsnæði Laugarnesskóla með tilheyrandi myglu. Ráðist var í heildarúttekt á skólanum eftir að nemendur og starfsfólk kenndu sér meins vegna myglunnar. Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, greindi foreldrum barna í skólanum frá því við skólasetningu í haust að ráðist yrði í úttekt á skólahúsnæðinu vegna gruns um að lekaskemmdir væru á skólanum. Rétt í þessu sendi hún foreldrum tölvupóst þar sem segir að úttektin hafi leitt í ljós viðamiklar lekaskemmdir. Skemmdir hafi fundist í þremur skólastofum, sem búið er að rýma, og á skrifstofum, í kaffistofum starfsmanna, á bókasafninu og í hluta heimilisfræðistofunnar. Í samtali við Vísi segir Sigríður Heiða að öllum nemendum hafi þegar verið fundnar nýjar kennslustofur innan skólans, sem sé mjög heppilegt þar sem skólinn sé gjörsamlega sprunginn nú þegar. Langt í að ráðist verði í mikilvægar framkvæmdir Í tölvupóstinum til foreldra segir Sigríður Heiða að framkvæmdir séu þegar hafnar en að stærri framkvæmdir á borð við gluggaskipti þurfi að bíða til vors. Í samtali við Vísi segir hún að ástæða biðarinnar sé sú að ekki sé búið að bjóða verkið út og eftir það þurfi svo að panta rúðurnar. Það taki fleiri mánuði. Sigríður Heiða segir að lengi hafi staðið til að laga glugga skólans. Ráðist hafi verið í miklar endurbætur á húsnæðinu árið 2017, sem hafi verið vel unnar, en ekki skipt um glugga þá. Hvers vegna ekki getur hún ekki sagt til um og vísar á eignasvið Reykjavíkurborgar hvað það varðar. Foreldrar hvattir til að tilkynna veikindi Sem áður segir var ráðist í úttekt á húsnæði Laugarnesskóla eftir að nemendur og starfsfólk fór að sýna einkenni vegna myglu. „Ég vil ítreka við ykkur foreldra að láta okkur vita ef þið teljið að börn ykkar sýni einkenni sem má rekja til lekaskemmda og þá látum við skoða þau rými betur,“ segir í lok tölvupósts Sigríðar Heiðu til foreldra nemenda í skólanum. Grunnskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Mygla Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, greindi foreldrum barna í skólanum frá því við skólasetningu í haust að ráðist yrði í úttekt á skólahúsnæðinu vegna gruns um að lekaskemmdir væru á skólanum. Rétt í þessu sendi hún foreldrum tölvupóst þar sem segir að úttektin hafi leitt í ljós viðamiklar lekaskemmdir. Skemmdir hafi fundist í þremur skólastofum, sem búið er að rýma, og á skrifstofum, í kaffistofum starfsmanna, á bókasafninu og í hluta heimilisfræðistofunnar. Í samtali við Vísi segir Sigríður Heiða að öllum nemendum hafi þegar verið fundnar nýjar kennslustofur innan skólans, sem sé mjög heppilegt þar sem skólinn sé gjörsamlega sprunginn nú þegar. Langt í að ráðist verði í mikilvægar framkvæmdir Í tölvupóstinum til foreldra segir Sigríður Heiða að framkvæmdir séu þegar hafnar en að stærri framkvæmdir á borð við gluggaskipti þurfi að bíða til vors. Í samtali við Vísi segir hún að ástæða biðarinnar sé sú að ekki sé búið að bjóða verkið út og eftir það þurfi svo að panta rúðurnar. Það taki fleiri mánuði. Sigríður Heiða segir að lengi hafi staðið til að laga glugga skólans. Ráðist hafi verið í miklar endurbætur á húsnæðinu árið 2017, sem hafi verið vel unnar, en ekki skipt um glugga þá. Hvers vegna ekki getur hún ekki sagt til um og vísar á eignasvið Reykjavíkurborgar hvað það varðar. Foreldrar hvattir til að tilkynna veikindi Sem áður segir var ráðist í úttekt á húsnæði Laugarnesskóla eftir að nemendur og starfsfólk fór að sýna einkenni vegna myglu. „Ég vil ítreka við ykkur foreldra að láta okkur vita ef þið teljið að börn ykkar sýni einkenni sem má rekja til lekaskemmda og þá látum við skoða þau rými betur,“ segir í lok tölvupósts Sigríðar Heiðu til foreldra nemenda í skólanum.
Grunnskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Mygla Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira