Tæknin sem allt sigrar – Netbankinn og fasteignamarkaðurinn Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 3. október 2022 17:00 Flest allir átta sig á því að tækninni fleygir fram. Stökkin verða bæði örari og stærri. Þrátt fyrir það kemur það mörgum á óvart að sá hraði á einnig við um hversu hratt neytendur hefja notkun á nýrri tækni og því hvernig markaðir breytast hraðar en áður. Ég hef skrifað talsvert um fasteignamarkaðinn undanfarið og langar nú að setja þær breytingar sem eru að verða á honum í samhengi við aðra starfsemi sem tók miklum breytingum með tilkomu internetsins, bankastarfsemi. Vitanlega hefur internetið haft áhrif á nánast alla markaði, en ég tel að samanburður við bankastarfsemi sé gagnlegur vegna þess að í báðum tilfellum er um að ræða viðskipti með fjármuni, oft háar upphæðir, þar sem algjört skilyrði er að viðskiptin séu örugg og að ekkert fari úrskeiðis. Koma netbankanna Rétt rúmum tveimur árum fyrir aldarmót fóru íslensku bankarnir að bjóða upp á bankaþjónustu á netinu, netbanka [1]. Viðtökur fyrirtækja og almennings voru góðar og notkun jókst gríðarlega árin á eftir. Þannig notuðu um 8% viðskiptavina Landsbankans Einkabankann í janúar 1999 en hlutfallið var orðið 20% ári síðar, 30% undir lok árs 2000 og rúm 60% árið 2005. Aukningin var þó ekki bara í fjölda notenda heldur einnig í umfangi viðskipta. Þannig jókst heildar upphæð viðskipta í netbanka KB banka fimmhundruð falt á árunum 1998 til 2003 [2] og hjá Landsbankanum fór hlutfall þjónustu og færslna sem fór í gegnum netbankann sem hlutfall af allri þjónustu bankans frá 10% yfir í 65% á árunum 2001 til 2005 [3]. Það var svo 2006 að Landsbankinn opnaði banka, Icesave, í Bretlandi sem starfaði eingöngu á netinu og KB banki, þá Kaupþing, fór sömu leið með Kaupthing Edge árið 2008[4]. Með öðrum orðum þá kom, sá og sigraði netbankinn almenna bankaþjónustu á skömmum tíma. Á árunum á eftir lokuðu útibú bankanna hérlendis svo eitt af öðru og er fjöldi þeirra í dag brot af því sem áður var. En óraði mönnum fyrir þróuninni? Ljáum bankamönnum orðið: „Enn gegna útibúin þó lykilhlutverki í að þjónusta og taka við viðskiptavinum og við teljum að svo muni verða áfram þótt hlutverk þeirra kunni að breytast,“– Kristján Guðmundsson, markaðsstjóri Landsbankans (2000) „Þegar horft er langt fram í tímann er erfitt annað en að ímynda sér að útibúum muni eitthvað fækka, … , en frekar býst ég við skipulagsbreytingum útibúa en stórfelldri fækkun þeirra,“ Friðrik S. Halldórsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs KB banka (2005) „Biðraðirnar í bankann eru nánast horfnar en bankaútibúin glíma við tilvistarkreppu vegna þess að við notum ekki lengur þjónustuna sem þau byggðu á.“ – Landsbankinn.is (2016) Sótt á ótroðnar slóðir Þrátt fyrir að yfirtaka netbankanna hafi gengið hratt hafði yfirtakan þó á brattann að sækja að tvennu leiti. Einn stór þáttur var ímyndarvandi sem fylgdi því að loka útibúum. Þannig var útibúum á landsbyggðinni haldið opnum þrátt fyrir að þau væru jafnvel rekin með tapi. Sömuleiðis var áætlað að lokun útibús á landsbyggðinni hefði í för með sér að bankinn myndi missa alla viðskiptavini þess útibús, en á höfuðborgarsvæðinu var áætlað að tapið yrði 5-10% af viðskiptavinunum[5]. Hér hefur eflaust tvennt verið að verki. Í fyrsta lagi var netbankinn ekki heildstæð lausn sem leysti af alla bankaþjónustu. Því kunnu viðskiptavinir á landsbyggðinni ef til vill ekki við að þurfa fara um langan veg til að sækja sér slíka þjónustu og hafa því fremur valið sér nýjan viðskiptabanka ef þeirra útibú lokaði. Hins vegar kann tæknistig og tæknilæsi á landsbyggðinni að hafa verið minna en á höfuðborgarsvæðinu, en hin stóra áskorun netbankans var einmitt að tæknistig og tæknilæsi þjóðarinnar var æði ólíkt því sem gerist í dag. Þannig kom ADSL, fyrsta sítenging internets hér á landi, ekki til sögunnar fyrr en 1999[6] en sama ár var áætlað að tvö af þremur íslenskum heimilum hefðu heimilistölvu[7]. Sigur netbankans var því að mörgu leiti enn stærri en grunntölur um notendafjölda, umfang viðskipta eða lokun útibúa gefa til kynna. Tæknisamfélag nútímans Nú er útlit fyrir að talsverðar breytingar séu að fara verða á fasteignasölumarkaði, en innan tíðar mun venjulegt fólk geta farið að selja eigin fasteignir með tölvutækninni með sama einfaldleika og öryggi og þau stunda bankaviðskipti á netinu. Þá er eðlilegt að velta fyrir sér hversu hratt markaðurinn er að fara breytast. Það tók netbankana átta ár að fara frá því að vera stofnaðir yfir í að það væru komnir bankar sem voru bara á netinu. Það tók um 15-18 ár þar til bankaútibú voru orðin úreld. Munu breytingar á fasteignasölumarkaði taka jafn langan tíma? Tæknivæðing fasteignasölumarkaðsins stendur frammi fyrir allt öðrum veruleika en netbankarnir gerðu. Fyrir það fyrsta er tölvufærni almennings í dag gjörólík því sem var um aldarmótin. Nóg er að benda á að við höfum flest tölvu í vasanum, sitjum mörg við tölvu í vinnunni, eigum heimilistölvu, spjaldtölvu, bílinn er með tölvu, sjónvarpið er tölva og úrið er jafnvel orðið tölva. Allar þessar tölvur eru svo vitanlega nettengdar og við notum netið nú til gott sem allra þátta daglegs lífs. Notenda hópurinn getur því tekið mun hraðar við tækninni en mögulegt var þegar netbankinn var að líta dagsins ljós. Þá má nefna að ímyndarvandinn á markaðnum er sennilega öfugur á við það sem netbankarnir stóðu frammi fyrir, en samkeppnislagabrot Félags Fasteignasala og sú tilhneiging fasteignasala til að hámarka eigin hagsmuni en ekki hagsmuni viðskiptavina sinni í núverandi kerfi hefur rýrt álit margra á starfsstéttinni. Sá þáttur sem kemur þó til með að vega þyngst er þó sá að tæknivæðing fasteignasölumarkaðsins mun ekki bara keppa á aukningu þjónustustigs eins og netbankarnir gerðu heldur mun hún fela í sér verulegan fjárhagslegan ávinning fyrir notendur, jafnvel svo mjög að sumir munu telja að það hljóti að vera einhver hængur á. Raunin er hins vegar einfaldlega sú að núverandi kerfi hyglir fasteignasölum verulega á kostnað kaupanda og seljanda, nokkuð sem tæknivæðing markaðsins mun leiðrétta. Er fasteignasölumarkaðurinn að fara breytast hratt? Það er ekki bara líklegt, það er óumflýjanlegt. Höfundur er doktorsnemi í hagfræði [1] Vissulega hafði Íslandsbanki verið fyrstur íslenskra banka til að opna netbanka árið 1995, en það var ekki fyrr en við árslok 1997 að opnað var fyrir færslur í netbankanum. [2] Upplýsingar voru fengnar úr ársskýrslum Landsbankans og KB banka á árunum fyrir og eftir aldamót. [3] Friðrik S. Halldórsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs KB banka (2005) [4] Sjá t.d. þessa frétt. [5] Sjá sömu grein og er í footnote þrjú. [6] Sjá t.d. þessa skondnu grein , en þessi lýsandi spurning (tekin úr greininni) sem barst Símanum segir ýmislegt um tölvukunnáttu Íslendinga á þessum árum “Þegar maður er staddur í útlöndum, og hringir heim, þarf maður að setja 354 fyrir framan, en hvað þarf maður að setja fyrir framan þegar maður er að senda tölvupóst erlendis frá?” [7] Af Vísindavefnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Íslenskir bankar Fasteignamarkaður Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Flest allir átta sig á því að tækninni fleygir fram. Stökkin verða bæði örari og stærri. Þrátt fyrir það kemur það mörgum á óvart að sá hraði á einnig við um hversu hratt neytendur hefja notkun á nýrri tækni og því hvernig markaðir breytast hraðar en áður. Ég hef skrifað talsvert um fasteignamarkaðinn undanfarið og langar nú að setja þær breytingar sem eru að verða á honum í samhengi við aðra starfsemi sem tók miklum breytingum með tilkomu internetsins, bankastarfsemi. Vitanlega hefur internetið haft áhrif á nánast alla markaði, en ég tel að samanburður við bankastarfsemi sé gagnlegur vegna þess að í báðum tilfellum er um að ræða viðskipti með fjármuni, oft háar upphæðir, þar sem algjört skilyrði er að viðskiptin séu örugg og að ekkert fari úrskeiðis. Koma netbankanna Rétt rúmum tveimur árum fyrir aldarmót fóru íslensku bankarnir að bjóða upp á bankaþjónustu á netinu, netbanka [1]. Viðtökur fyrirtækja og almennings voru góðar og notkun jókst gríðarlega árin á eftir. Þannig notuðu um 8% viðskiptavina Landsbankans Einkabankann í janúar 1999 en hlutfallið var orðið 20% ári síðar, 30% undir lok árs 2000 og rúm 60% árið 2005. Aukningin var þó ekki bara í fjölda notenda heldur einnig í umfangi viðskipta. Þannig jókst heildar upphæð viðskipta í netbanka KB banka fimmhundruð falt á árunum 1998 til 2003 [2] og hjá Landsbankanum fór hlutfall þjónustu og færslna sem fór í gegnum netbankann sem hlutfall af allri þjónustu bankans frá 10% yfir í 65% á árunum 2001 til 2005 [3]. Það var svo 2006 að Landsbankinn opnaði banka, Icesave, í Bretlandi sem starfaði eingöngu á netinu og KB banki, þá Kaupþing, fór sömu leið með Kaupthing Edge árið 2008[4]. Með öðrum orðum þá kom, sá og sigraði netbankinn almenna bankaþjónustu á skömmum tíma. Á árunum á eftir lokuðu útibú bankanna hérlendis svo eitt af öðru og er fjöldi þeirra í dag brot af því sem áður var. En óraði mönnum fyrir þróuninni? Ljáum bankamönnum orðið: „Enn gegna útibúin þó lykilhlutverki í að þjónusta og taka við viðskiptavinum og við teljum að svo muni verða áfram þótt hlutverk þeirra kunni að breytast,“– Kristján Guðmundsson, markaðsstjóri Landsbankans (2000) „Þegar horft er langt fram í tímann er erfitt annað en að ímynda sér að útibúum muni eitthvað fækka, … , en frekar býst ég við skipulagsbreytingum útibúa en stórfelldri fækkun þeirra,“ Friðrik S. Halldórsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs KB banka (2005) „Biðraðirnar í bankann eru nánast horfnar en bankaútibúin glíma við tilvistarkreppu vegna þess að við notum ekki lengur þjónustuna sem þau byggðu á.“ – Landsbankinn.is (2016) Sótt á ótroðnar slóðir Þrátt fyrir að yfirtaka netbankanna hafi gengið hratt hafði yfirtakan þó á brattann að sækja að tvennu leiti. Einn stór þáttur var ímyndarvandi sem fylgdi því að loka útibúum. Þannig var útibúum á landsbyggðinni haldið opnum þrátt fyrir að þau væru jafnvel rekin með tapi. Sömuleiðis var áætlað að lokun útibús á landsbyggðinni hefði í för með sér að bankinn myndi missa alla viðskiptavini þess útibús, en á höfuðborgarsvæðinu var áætlað að tapið yrði 5-10% af viðskiptavinunum[5]. Hér hefur eflaust tvennt verið að verki. Í fyrsta lagi var netbankinn ekki heildstæð lausn sem leysti af alla bankaþjónustu. Því kunnu viðskiptavinir á landsbyggðinni ef til vill ekki við að þurfa fara um langan veg til að sækja sér slíka þjónustu og hafa því fremur valið sér nýjan viðskiptabanka ef þeirra útibú lokaði. Hins vegar kann tæknistig og tæknilæsi á landsbyggðinni að hafa verið minna en á höfuðborgarsvæðinu, en hin stóra áskorun netbankans var einmitt að tæknistig og tæknilæsi þjóðarinnar var æði ólíkt því sem gerist í dag. Þannig kom ADSL, fyrsta sítenging internets hér á landi, ekki til sögunnar fyrr en 1999[6] en sama ár var áætlað að tvö af þremur íslenskum heimilum hefðu heimilistölvu[7]. Sigur netbankans var því að mörgu leiti enn stærri en grunntölur um notendafjölda, umfang viðskipta eða lokun útibúa gefa til kynna. Tæknisamfélag nútímans Nú er útlit fyrir að talsverðar breytingar séu að fara verða á fasteignasölumarkaði, en innan tíðar mun venjulegt fólk geta farið að selja eigin fasteignir með tölvutækninni með sama einfaldleika og öryggi og þau stunda bankaviðskipti á netinu. Þá er eðlilegt að velta fyrir sér hversu hratt markaðurinn er að fara breytast. Það tók netbankana átta ár að fara frá því að vera stofnaðir yfir í að það væru komnir bankar sem voru bara á netinu. Það tók um 15-18 ár þar til bankaútibú voru orðin úreld. Munu breytingar á fasteignasölumarkaði taka jafn langan tíma? Tæknivæðing fasteignasölumarkaðsins stendur frammi fyrir allt öðrum veruleika en netbankarnir gerðu. Fyrir það fyrsta er tölvufærni almennings í dag gjörólík því sem var um aldarmótin. Nóg er að benda á að við höfum flest tölvu í vasanum, sitjum mörg við tölvu í vinnunni, eigum heimilistölvu, spjaldtölvu, bílinn er með tölvu, sjónvarpið er tölva og úrið er jafnvel orðið tölva. Allar þessar tölvur eru svo vitanlega nettengdar og við notum netið nú til gott sem allra þátta daglegs lífs. Notenda hópurinn getur því tekið mun hraðar við tækninni en mögulegt var þegar netbankinn var að líta dagsins ljós. Þá má nefna að ímyndarvandinn á markaðnum er sennilega öfugur á við það sem netbankarnir stóðu frammi fyrir, en samkeppnislagabrot Félags Fasteignasala og sú tilhneiging fasteignasala til að hámarka eigin hagsmuni en ekki hagsmuni viðskiptavina sinni í núverandi kerfi hefur rýrt álit margra á starfsstéttinni. Sá þáttur sem kemur þó til með að vega þyngst er þó sá að tæknivæðing fasteignasölumarkaðsins mun ekki bara keppa á aukningu þjónustustigs eins og netbankarnir gerðu heldur mun hún fela í sér verulegan fjárhagslegan ávinning fyrir notendur, jafnvel svo mjög að sumir munu telja að það hljóti að vera einhver hængur á. Raunin er hins vegar einfaldlega sú að núverandi kerfi hyglir fasteignasölum verulega á kostnað kaupanda og seljanda, nokkuð sem tæknivæðing markaðsins mun leiðrétta. Er fasteignasölumarkaðurinn að fara breytast hratt? Það er ekki bara líklegt, það er óumflýjanlegt. Höfundur er doktorsnemi í hagfræði [1] Vissulega hafði Íslandsbanki verið fyrstur íslenskra banka til að opna netbanka árið 1995, en það var ekki fyrr en við árslok 1997 að opnað var fyrir færslur í netbankanum. [2] Upplýsingar voru fengnar úr ársskýrslum Landsbankans og KB banka á árunum fyrir og eftir aldamót. [3] Friðrik S. Halldórsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs KB banka (2005) [4] Sjá t.d. þessa frétt. [5] Sjá sömu grein og er í footnote þrjú. [6] Sjá t.d. þessa skondnu grein , en þessi lýsandi spurning (tekin úr greininni) sem barst Símanum segir ýmislegt um tölvukunnáttu Íslendinga á þessum árum “Þegar maður er staddur í útlöndum, og hringir heim, þarf maður að setja 354 fyrir framan, en hvað þarf maður að setja fyrir framan þegar maður er að senda tölvupóst erlendis frá?” [7] Af Vísindavefnum.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar