„Ótrúlega gaman að spila í Eyjum“ Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2022 08:31 Hergeir Grímsson heldur til Vestmannaeyja í dag til að spila erfiðan leik gegn ÍBV. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Hergeir Grímsson og félagar í hans nýja liði Stjörnunni hafa farið heldur rólega af stað í Olís-deildinni í handbolta og eru með fjögur stig eftir fyrstu fjóra leikina. Þeir eiga erfiðan leik fyrir höndum í dag gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Fimmta umferð deildarinnar hefst í dag með þremur leikjum en leikurinn í Eyjum er klukkan 18 og svo mætast Grótta og FH, og KA og ÍR, klukkan 19:30. Á morgun mætast Fram og Valur í annað sinn á fimm dögum og umferðinni lýkur á laugardag með leikjum Harðar og Selfoss, og Hauka og Aftureldingar. Hergeir er vanur hörkurimmum gegn Eyjamönnum eftir að hafa spilað með Selfossi allan sinn feril en mætir nú út í Heimaey með bláklæddum Stjörnumönnum. „Það er ótrúlega gaman að spila í Vestmannaeyjum. Ég hlakka mjög mikið til. Það er líka stemning að fara til Eyja, taka bátinn og eyða deginum í þetta,“ sagði Hergeir sem var gestur í hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar. Ásgeir Örn Hallgrímsson hló þá og sagði léttur: „Þú ert örugglega eini maðurinn sem finnst það eitthvað geggjað, að fara í bátinn og eyða heilum degi í þetta.“ Ætla að berjast fyrir titli Hergeir segir að Stjörnumenn ætli sér stóra hluti í vetur en til þess þarf liðið að spila betur en það hefur gert í upphafi móts: „Við þurfum bara að halda áfram þessari góðu vörn sem við höfum verið að spila og skerpa aðeins á sóknarleiknum. Það vantar aðeins meiri áræðni í sóknarleikinn og þá held ég að þetta komi. Við ætlum að berjast á toppnum og berjast fyrir titli. Það er ekkert minna en það. En það er mikil vinna framundan og mörg minni markmið sem við þurfum að ná,“ sagði Hergeir en hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Handbolti Stjarnan Seinni bylgjan Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Fimmta umferð deildarinnar hefst í dag með þremur leikjum en leikurinn í Eyjum er klukkan 18 og svo mætast Grótta og FH, og KA og ÍR, klukkan 19:30. Á morgun mætast Fram og Valur í annað sinn á fimm dögum og umferðinni lýkur á laugardag með leikjum Harðar og Selfoss, og Hauka og Aftureldingar. Hergeir er vanur hörkurimmum gegn Eyjamönnum eftir að hafa spilað með Selfossi allan sinn feril en mætir nú út í Heimaey með bláklæddum Stjörnumönnum. „Það er ótrúlega gaman að spila í Vestmannaeyjum. Ég hlakka mjög mikið til. Það er líka stemning að fara til Eyja, taka bátinn og eyða deginum í þetta,“ sagði Hergeir sem var gestur í hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar. Ásgeir Örn Hallgrímsson hló þá og sagði léttur: „Þú ert örugglega eini maðurinn sem finnst það eitthvað geggjað, að fara í bátinn og eyða heilum degi í þetta.“ Ætla að berjast fyrir titli Hergeir segir að Stjörnumenn ætli sér stóra hluti í vetur en til þess þarf liðið að spila betur en það hefur gert í upphafi móts: „Við þurfum bara að halda áfram þessari góðu vörn sem við höfum verið að spila og skerpa aðeins á sóknarleiknum. Það vantar aðeins meiri áræðni í sóknarleikinn og þá held ég að þetta komi. Við ætlum að berjast á toppnum og berjast fyrir titli. Það er ekkert minna en það. En það er mikil vinna framundan og mörg minni markmið sem við þurfum að ná,“ sagði Hergeir en hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Handbolti Stjarnan Seinni bylgjan Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira