Sama hvaðan gott kemur Hanna Katrín Friðriksson skrifar 6. október 2022 12:30 Sterk fjárhagsstaða stærstu útgerðarfélaga landsins hefur m.a. leitt til þess að fjárfestingar þeirra út fyrir greinina hafa verið verulegar. Sjávarútvegur er ein mikilvægasta stoð íslensks efnahagslífs en vegna smæðar sinnar er íslenskt samfélag sérstaklega viðkvæmt fyrir uppsöfnun eigna og áhrifa á fárra hendur. Það dregur úr virkri samkeppni með tilheyrandi afleiðingum fyrir atvinnulífið og neytendur. Þessi staða var ein helsta ástæða þess að fyrir tæpum tveimur árum fékk ég Alþingi í lið með mér til að kalla eftir því að þáverandi sjávarútvegsráðherra skilaði þinginu skýrslu með upplýsingum um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í atvinnurekstri sem ekki tengist þeirra kjarnastarfsemi; sjávarútvegi. Önnur ekki síður veigamikil ástæða var sú að hin sterka fjárhagsstaða þessara stóru útgerðarfélaga byggist á einkaleyfi þeirra til nýtingar á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Markmiðið var að varpa ljósi á raunveruleg ítök aðila sem hafa ótímabundið einkaleyfi til nýtingar fiskveiðiauðlindarinnar í samfélagi okkar og atvinnulífi. Útvötnuð útgáfa ráðherra Ráðherra skilaði skýrslu í ágúst 2021 en ekki þeirri sem um var beðið. Þess í stað skilaði hann verulega útvatnaðri útgáfu sem ekki svaraði spurningunum sem fyrir hann höfðu verið lagðar. Skýrslan sem Alþingi kallaði eftir var þó í farvatninu innan ráðuneytisins þar til vinna hennar var stöðvuð af ástæðum sem ekki hafa fengist skýrðar. Ráðherra varði hina útvötnuðu útgáfu með vísan til Persónuverndar en þar á bæ höfnuðu menn þeirri söguskýringu algjörlega. Eftir sat þingheimur og almenningur áfram í myrkrinu hvað varðar upplýsingar um raunveruleg völd og áhrif sjávarútvegsrisanna í íslensku samfélagi. En viti menn. Nú hefur ráðherra sjávarútvegsmála sett af stað vinnu við að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl sjávarútvegsins í íslensku samfélagi. Nú þykir það mikilvægt að gegnsæi ríki um þessi tengsl svo hægt sé að auka traust milli sjávarútvegs og samfélags, svo vitnað sé í orð ráðherrans Svandísar Svavarsdóttur í fréttum RÚV í gærkvöldi. Ekki veiti af. Lykilatriði í heilbrigðu og gegnsæu samfélagi sé að við vitum nákvæmlega hvernig eignir og þar með áhrif í samfélaginu liggi. Hluti af lýðræðislegu skrefi í átt að samfélagssátt sé að fólk sjái betur hvaða sé þarna að baki. Þetta er kjarni málsins og það er ástæða til að gleðjast yfir því að ríkistjórnin hlusti að lokum. Það er sama hvaðan gott kemur og þó ríkisstjórnin hafi í nær tvö ár forðast að birta þessar upplýsingar þá er von að núna muni hún fylgja vilja Alþingis. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Sterk fjárhagsstaða stærstu útgerðarfélaga landsins hefur m.a. leitt til þess að fjárfestingar þeirra út fyrir greinina hafa verið verulegar. Sjávarútvegur er ein mikilvægasta stoð íslensks efnahagslífs en vegna smæðar sinnar er íslenskt samfélag sérstaklega viðkvæmt fyrir uppsöfnun eigna og áhrifa á fárra hendur. Það dregur úr virkri samkeppni með tilheyrandi afleiðingum fyrir atvinnulífið og neytendur. Þessi staða var ein helsta ástæða þess að fyrir tæpum tveimur árum fékk ég Alþingi í lið með mér til að kalla eftir því að þáverandi sjávarútvegsráðherra skilaði þinginu skýrslu með upplýsingum um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í atvinnurekstri sem ekki tengist þeirra kjarnastarfsemi; sjávarútvegi. Önnur ekki síður veigamikil ástæða var sú að hin sterka fjárhagsstaða þessara stóru útgerðarfélaga byggist á einkaleyfi þeirra til nýtingar á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Markmiðið var að varpa ljósi á raunveruleg ítök aðila sem hafa ótímabundið einkaleyfi til nýtingar fiskveiðiauðlindarinnar í samfélagi okkar og atvinnulífi. Útvötnuð útgáfa ráðherra Ráðherra skilaði skýrslu í ágúst 2021 en ekki þeirri sem um var beðið. Þess í stað skilaði hann verulega útvatnaðri útgáfu sem ekki svaraði spurningunum sem fyrir hann höfðu verið lagðar. Skýrslan sem Alþingi kallaði eftir var þó í farvatninu innan ráðuneytisins þar til vinna hennar var stöðvuð af ástæðum sem ekki hafa fengist skýrðar. Ráðherra varði hina útvötnuðu útgáfu með vísan til Persónuverndar en þar á bæ höfnuðu menn þeirri söguskýringu algjörlega. Eftir sat þingheimur og almenningur áfram í myrkrinu hvað varðar upplýsingar um raunveruleg völd og áhrif sjávarútvegsrisanna í íslensku samfélagi. En viti menn. Nú hefur ráðherra sjávarútvegsmála sett af stað vinnu við að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl sjávarútvegsins í íslensku samfélagi. Nú þykir það mikilvægt að gegnsæi ríki um þessi tengsl svo hægt sé að auka traust milli sjávarútvegs og samfélags, svo vitnað sé í orð ráðherrans Svandísar Svavarsdóttur í fréttum RÚV í gærkvöldi. Ekki veiti af. Lykilatriði í heilbrigðu og gegnsæu samfélagi sé að við vitum nákvæmlega hvernig eignir og þar með áhrif í samfélaginu liggi. Hluti af lýðræðislegu skrefi í átt að samfélagssátt sé að fólk sjái betur hvaða sé þarna að baki. Þetta er kjarni málsins og það er ástæða til að gleðjast yfir því að ríkistjórnin hlusti að lokum. Það er sama hvaðan gott kemur og þó ríkisstjórnin hafi í nær tvö ár forðast að birta þessar upplýsingar þá er von að núna muni hún fylgja vilja Alþingis. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar