Óttast „ragnarök“ ef Pútín ákveður að nota kjarnorkuvopn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. október 2022 07:20 Biden var ómyrkur í máli á fjáröflunarviðburði í New York í gær. epa/Samuel Corum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað við því að heimsbyggðin gæti staðið frammi fyrir „ragnarökum“ ef Vladimir Pútín Rússlandsforseti ákveður að nota kjarnorkuvopn til að freista þess að vinna stríðið í Úkraínu. Hann segir hættuna á kjarnorkuhamförum ekki hafa verið jafn mikla í 60 ár. Ummælin lét forsetinn falla á fjáröflunarviðburði í New York í gær. Biden sagðist þekkja mann, nokkuð vel, og var augljóslega að tala um Pútín. Sá væri ekki að gantast þegar hann talaði um að nota mögulega kjarnorku- eða efnavopn, þar sem heraflinn hans hefði ekki staðið undir væntingum. Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar síðastliðnum hafa Pútín og aðrir ráðamenn í Rússlandi ítrekað látið að því liggja að þeir muni mögulega grípa til kjarnorkuvopna. Þá vaknar sú spurning hvernig Bandaríkin og bandamenn myndu bregðast við en sérfræðingar hafa látið að því liggja að það yrði gert með hefðbundnum vopnum, til að forðast stigmögnun sem gæti endað í kjarnorkustyrjöld. Biden sagði hins vegar í gær að það væri ekki svo auðvelt að nota kjarnorkuvopn án þess að það endaði með hörmungum. Menn veltu því nú fyrir sér hvernig Pútín ætlaði að koma sér úr þeirri holu sem hann hefði komið sér í en það er mat sérfræðinga Vestanhafs að Pútín telji sig eiga framtíð sína undir því hvort Rússar hafa sigur í Úkraínu eða ekki. Vólódómír Selenskí Úkraínuforseti sagði þó fyrr í gær að Pútín væri meðvitaður um það að heimurinn myndi aldrei fyrirgefa Rússum notkun kjarnorkuvopna; að það yrðu endalok forsetans. Bandaríkin Kjarnorka Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Leiðtogar Evrópu skerpa samstöðuna og Rússlandsforseti ráðvilltur Þrátt fyrir árangursríka gagnsókn Úkraínumanna í austur og suður Úkraínu halda Rússar áfram eldflaugaárásum á borgi og bæi. Rússlandsforseti virðist ráðvilltur en í dag komu leiðtogar rúmlega fjörutíu ríkja allt frá Íslandi til Tyrklands saman til að ræða samstarf í öryggis- og efnahagsmálum. 6. október 2022 19:21 Sigldu frá Síberíu til Alaska til að flýja herkvaðninguna Tveir rússneskir karlmenn óskuðu eftir hæli í Bandaríkjununum eftir að þeir sigldu yfir Beringshaf og tóku land á afskektri eyju undan ströndum Alaska. Þeir segjast hafa flúið herkvaðningu rússneskra stjórnvalda vegna innrásinnar í Úkraínu. 6. október 2022 18:50 Telja Úkraínumenn hafa myrt dóttur ráðgjafa Pútíns Bandaríska leyniþjónustan telur að útsendarar úkraínskra stjórnvalda hafi staðið að bílsprengjuárás í Rússlandi sem varð dóttur ráðgjafa Vladímírs Pútín forseta að bana í sumar. Úkraínumenn eru sagðir hafa fengið skömm í hattinn frá bandamönnum sínum vegna tilræðisins. 5. október 2022 18:55 Rússar sagðir standa frammi fyrir tveimur slæmum kostum Einn af leppstjórum Rússlands á hernumdum svæðum í Kherson-héraði í Úkraínu viðurkenndi í morgun að hersveitir Rússa í héraðinu hefðu hörfað undan sókn Úkraínumanna. Ráðamenn í Rússlandi standa frammi fyrir tveimur slæmum valmöguleikum varðandi herkvaðningu. 5. október 2022 11:54 Petreaus segir bandamenn myndu þurrka Rússa út í Úkraínu David Petreaus, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA og fjögurra stjörnu hershöfðingi, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra innan Atlantshafsbandalagsins myndu grípa til afgerandi aðgerða ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn í Úkraínu. 3. október 2022 07:53 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Sjá meira
Hann segir hættuna á kjarnorkuhamförum ekki hafa verið jafn mikla í 60 ár. Ummælin lét forsetinn falla á fjáröflunarviðburði í New York í gær. Biden sagðist þekkja mann, nokkuð vel, og var augljóslega að tala um Pútín. Sá væri ekki að gantast þegar hann talaði um að nota mögulega kjarnorku- eða efnavopn, þar sem heraflinn hans hefði ekki staðið undir væntingum. Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar síðastliðnum hafa Pútín og aðrir ráðamenn í Rússlandi ítrekað látið að því liggja að þeir muni mögulega grípa til kjarnorkuvopna. Þá vaknar sú spurning hvernig Bandaríkin og bandamenn myndu bregðast við en sérfræðingar hafa látið að því liggja að það yrði gert með hefðbundnum vopnum, til að forðast stigmögnun sem gæti endað í kjarnorkustyrjöld. Biden sagði hins vegar í gær að það væri ekki svo auðvelt að nota kjarnorkuvopn án þess að það endaði með hörmungum. Menn veltu því nú fyrir sér hvernig Pútín ætlaði að koma sér úr þeirri holu sem hann hefði komið sér í en það er mat sérfræðinga Vestanhafs að Pútín telji sig eiga framtíð sína undir því hvort Rússar hafa sigur í Úkraínu eða ekki. Vólódómír Selenskí Úkraínuforseti sagði þó fyrr í gær að Pútín væri meðvitaður um það að heimurinn myndi aldrei fyrirgefa Rússum notkun kjarnorkuvopna; að það yrðu endalok forsetans.
Bandaríkin Kjarnorka Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Leiðtogar Evrópu skerpa samstöðuna og Rússlandsforseti ráðvilltur Þrátt fyrir árangursríka gagnsókn Úkraínumanna í austur og suður Úkraínu halda Rússar áfram eldflaugaárásum á borgi og bæi. Rússlandsforseti virðist ráðvilltur en í dag komu leiðtogar rúmlega fjörutíu ríkja allt frá Íslandi til Tyrklands saman til að ræða samstarf í öryggis- og efnahagsmálum. 6. október 2022 19:21 Sigldu frá Síberíu til Alaska til að flýja herkvaðninguna Tveir rússneskir karlmenn óskuðu eftir hæli í Bandaríkjununum eftir að þeir sigldu yfir Beringshaf og tóku land á afskektri eyju undan ströndum Alaska. Þeir segjast hafa flúið herkvaðningu rússneskra stjórnvalda vegna innrásinnar í Úkraínu. 6. október 2022 18:50 Telja Úkraínumenn hafa myrt dóttur ráðgjafa Pútíns Bandaríska leyniþjónustan telur að útsendarar úkraínskra stjórnvalda hafi staðið að bílsprengjuárás í Rússlandi sem varð dóttur ráðgjafa Vladímírs Pútín forseta að bana í sumar. Úkraínumenn eru sagðir hafa fengið skömm í hattinn frá bandamönnum sínum vegna tilræðisins. 5. október 2022 18:55 Rússar sagðir standa frammi fyrir tveimur slæmum kostum Einn af leppstjórum Rússlands á hernumdum svæðum í Kherson-héraði í Úkraínu viðurkenndi í morgun að hersveitir Rússa í héraðinu hefðu hörfað undan sókn Úkraínumanna. Ráðamenn í Rússlandi standa frammi fyrir tveimur slæmum valmöguleikum varðandi herkvaðningu. 5. október 2022 11:54 Petreaus segir bandamenn myndu þurrka Rússa út í Úkraínu David Petreaus, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA og fjögurra stjörnu hershöfðingi, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra innan Atlantshafsbandalagsins myndu grípa til afgerandi aðgerða ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn í Úkraínu. 3. október 2022 07:53 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Sjá meira
Leiðtogar Evrópu skerpa samstöðuna og Rússlandsforseti ráðvilltur Þrátt fyrir árangursríka gagnsókn Úkraínumanna í austur og suður Úkraínu halda Rússar áfram eldflaugaárásum á borgi og bæi. Rússlandsforseti virðist ráðvilltur en í dag komu leiðtogar rúmlega fjörutíu ríkja allt frá Íslandi til Tyrklands saman til að ræða samstarf í öryggis- og efnahagsmálum. 6. október 2022 19:21
Sigldu frá Síberíu til Alaska til að flýja herkvaðninguna Tveir rússneskir karlmenn óskuðu eftir hæli í Bandaríkjununum eftir að þeir sigldu yfir Beringshaf og tóku land á afskektri eyju undan ströndum Alaska. Þeir segjast hafa flúið herkvaðningu rússneskra stjórnvalda vegna innrásinnar í Úkraínu. 6. október 2022 18:50
Telja Úkraínumenn hafa myrt dóttur ráðgjafa Pútíns Bandaríska leyniþjónustan telur að útsendarar úkraínskra stjórnvalda hafi staðið að bílsprengjuárás í Rússlandi sem varð dóttur ráðgjafa Vladímírs Pútín forseta að bana í sumar. Úkraínumenn eru sagðir hafa fengið skömm í hattinn frá bandamönnum sínum vegna tilræðisins. 5. október 2022 18:55
Rússar sagðir standa frammi fyrir tveimur slæmum kostum Einn af leppstjórum Rússlands á hernumdum svæðum í Kherson-héraði í Úkraínu viðurkenndi í morgun að hersveitir Rússa í héraðinu hefðu hörfað undan sókn Úkraínumanna. Ráðamenn í Rússlandi standa frammi fyrir tveimur slæmum valmöguleikum varðandi herkvaðningu. 5. október 2022 11:54
Petreaus segir bandamenn myndu þurrka Rússa út í Úkraínu David Petreaus, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA og fjögurra stjörnu hershöfðingi, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra innan Atlantshafsbandalagsins myndu grípa til afgerandi aðgerða ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn í Úkraínu. 3. október 2022 07:53