Villtum dýrum í Evrópu fjölgar á ný Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 8. október 2022 16:18 Úlfur í nágrenni Puebla de Sanabria á Spáni Miguel A. Quintas/Getty Images Aðgerðir til að fyrirbyggja útrýmingu villtra dýra hafa gefist afar vel á síðustu áratugum og nú er svo komið að dýr sem fyrir fáum áratugum voru í útrýmingarhættu farnast vel í villtri náttúru Evrópu. Evrópusambandið hyggst setja aðildarríkjum sínum enn strangari kröfur til að styrkja tilvist villtra dýra. Fjöldi villtra dýrategunda í útrýmingarhættu Mannskepnan hefur öldum saman stundað gegndarlausar veiðar á villtum dýrum náttúrunnar. Svo gegndarlausar að um miðbik síðustu aldar var fjöldinn allur af villtum dýrum í alvarlegri útrýmingarhættu. Fyrir hálfri öld er eins og stjórnvöld víða um Evrópu hafi vaknað upp við vondan draum og ákveðið að snúa við blaðinu. Og það virðist vera að skila góðum árangri samkvæmt nýútkominni skýrslu um endurheimt villtra dýra í Evrópu, sem nú kemur út í 2. sinn. Úlfum fjölgar gríðarlega í Evrópu Einna bestur og mestur viðsnúningur hefur verið á tilvist gráúlfsins, sem hefur verið ráðandi hunddýr á jörðinni í þúsundir ára, en í byrjun 8. áratugarins hafði manninum næstum tekist að útrýma honum í Evrópu, örfáir úlfar voru þá á lífi á afmörkuðum svæðum í Suður- og norðaustur-Evrópu. Sett var veiðibann á úlfinn og markvissar aðgerðir settar í gang. Síðan þá hefur honum fjölgað um 1.800% og nú er talið að 17.000 úlfar finnist á meginlandi Evrópu. Annað dæmi um jákvæða þróun er fjölgun hafarnarins í Evrópu. Nú er talið að 12.500 hafarnarpör fljúgi um Evrópu, og hefur fjölgað um 450% á síðustu 50 árum. Það má aðallega þakka veiðibanni og banni á hættulegu skordýraeitri. Fleiri dæmi mætti nefna, um miðja síðustu öld voru einungis 1.200 bjórar á lífi í Evrópu, þá var sett á veiðibann og gripið til umfangsmikilla aðgerða til að fjölga þeim og sleppa þeim í votlendi víða í Evrópu. Nú finnast 200.000 bjórar í Evrópu sem þýðir fjölgun upp á 16.700% Þá hefur skógarbjörnum fjölgað á sama tíma um nær 50% og nú er talið að yfir 50.000 skógarbirnir lifi á meginlandi Evrópu. Evrópusambandið kynnir nýjar aðgerðir Evrópusambandið kynnti í sumar tillögur að umfangsmikilli lagasetningu til að takast á við fækkun villtra dýra í náttúrunni. Samkvæmt þeim verður öllum aðildarríkjum sambandsins gert að setja löglega bindandi markmið um að endurheimta og styrkja villt dýralíf í lofti, á láði og legi. Umhverfismál Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Fjöldi villtra dýrategunda í útrýmingarhættu Mannskepnan hefur öldum saman stundað gegndarlausar veiðar á villtum dýrum náttúrunnar. Svo gegndarlausar að um miðbik síðustu aldar var fjöldinn allur af villtum dýrum í alvarlegri útrýmingarhættu. Fyrir hálfri öld er eins og stjórnvöld víða um Evrópu hafi vaknað upp við vondan draum og ákveðið að snúa við blaðinu. Og það virðist vera að skila góðum árangri samkvæmt nýútkominni skýrslu um endurheimt villtra dýra í Evrópu, sem nú kemur út í 2. sinn. Úlfum fjölgar gríðarlega í Evrópu Einna bestur og mestur viðsnúningur hefur verið á tilvist gráúlfsins, sem hefur verið ráðandi hunddýr á jörðinni í þúsundir ára, en í byrjun 8. áratugarins hafði manninum næstum tekist að útrýma honum í Evrópu, örfáir úlfar voru þá á lífi á afmörkuðum svæðum í Suður- og norðaustur-Evrópu. Sett var veiðibann á úlfinn og markvissar aðgerðir settar í gang. Síðan þá hefur honum fjölgað um 1.800% og nú er talið að 17.000 úlfar finnist á meginlandi Evrópu. Annað dæmi um jákvæða þróun er fjölgun hafarnarins í Evrópu. Nú er talið að 12.500 hafarnarpör fljúgi um Evrópu, og hefur fjölgað um 450% á síðustu 50 árum. Það má aðallega þakka veiðibanni og banni á hættulegu skordýraeitri. Fleiri dæmi mætti nefna, um miðja síðustu öld voru einungis 1.200 bjórar á lífi í Evrópu, þá var sett á veiðibann og gripið til umfangsmikilla aðgerða til að fjölga þeim og sleppa þeim í votlendi víða í Evrópu. Nú finnast 200.000 bjórar í Evrópu sem þýðir fjölgun upp á 16.700% Þá hefur skógarbjörnum fjölgað á sama tíma um nær 50% og nú er talið að yfir 50.000 skógarbirnir lifi á meginlandi Evrópu. Evrópusambandið kynnir nýjar aðgerðir Evrópusambandið kynnti í sumar tillögur að umfangsmikilli lagasetningu til að takast á við fækkun villtra dýra í náttúrunni. Samkvæmt þeim verður öllum aðildarríkjum sambandsins gert að setja löglega bindandi markmið um að endurheimta og styrkja villt dýralíf í lofti, á láði og legi.
Umhverfismál Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira