Rússar segja þrjá hafa dáið í sprengingunni á Kerch brú Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. október 2022 11:54 Rússar segja þrjá hafa fallið í sprengingunni. AP Rússnesk yfirvöld halda því fram að þrír hafi dáið þegar sendiferðarbíll sprakk í loft upp á brúnni yfir Kerch sund í nótt, brúnni sem tengir Rússland við Krímskaga. Hluti brúarinnar féll í sprengingunni og hefur annar hluti staðið í ljósum logum síðan sprengingin varð. Fram kemur í tilkynningu frá hryðjuverkavarnanefnd Rússlands að sprengingin hafi valdið eldi í sjö lestarvögnum sem innihéldu eldsneyti og að í kjölfarið hafi hluti brúarinnra fallið. Sprengjan sprakk þegar lest var á leiðinni yfir brúna. Að sögn nefndarinnar létust maður og kona sem voru í bifreið á leiðinni yfir og hafa líkamsliefar þeirra verið sóttar. Nefndin nefndi ekkert um meint þriðja fórnarlamb. Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur þá lýst því yfir að rússneskar hersveitir sem berjast nú í Mykolaív, Kryvyi Ríh og Zaporizhzhia héruðunum í suðurhluta Úkraínu geti fengið birgðir sendar landleiðina. Kerch brúin er eina opna flutningsleið Rússa inn í Úkraínu fyrir utan mun hættulegri landleið. Stjórnmálafræðingurinn Elizabeth Tsurkov vekur athylgi á því á Twitter að fyrir aðeins þremur mánuðum hafi Rússar haldið því fram að ómögulegt væri að ráðast á Kerch brúna. Það væri vegna tuttugu mismunandi virkra varna, þar á meðal höfrunga sem væru þjálfaðir í hernaði. Only 3 months ago, Russian propaganda was claiming that the Crimea bridge was impossible to attack because of 20 different modes of protection covering it, including military dolphins (#17) https://t.co/gJdON9o4Vl What a colossal failure pic.twitter.com/70ZrQoKXYb— Elizabeth Tsurkov🌻 (@Elizrael) October 8, 2022 Rannsóknarblaðamaðurinn Nick Waters hefur þá teiknað upp mynd af þeim svæðum brúarinnar sem eyðilögðust í sprengingunni. It seems at least three spans of the bridge have collapsed. Two at the location where a train is burning (location 1), and another further to the east (location 2). pic.twitter.com/aIz0rl48kf— Nick Waters (@N_Waters89) October 8, 2022 Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá hryðjuverkavarnanefnd Rússlands að sprengingin hafi valdið eldi í sjö lestarvögnum sem innihéldu eldsneyti og að í kjölfarið hafi hluti brúarinnra fallið. Sprengjan sprakk þegar lest var á leiðinni yfir brúna. Að sögn nefndarinnar létust maður og kona sem voru í bifreið á leiðinni yfir og hafa líkamsliefar þeirra verið sóttar. Nefndin nefndi ekkert um meint þriðja fórnarlamb. Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur þá lýst því yfir að rússneskar hersveitir sem berjast nú í Mykolaív, Kryvyi Ríh og Zaporizhzhia héruðunum í suðurhluta Úkraínu geti fengið birgðir sendar landleiðina. Kerch brúin er eina opna flutningsleið Rússa inn í Úkraínu fyrir utan mun hættulegri landleið. Stjórnmálafræðingurinn Elizabeth Tsurkov vekur athylgi á því á Twitter að fyrir aðeins þremur mánuðum hafi Rússar haldið því fram að ómögulegt væri að ráðast á Kerch brúna. Það væri vegna tuttugu mismunandi virkra varna, þar á meðal höfrunga sem væru þjálfaðir í hernaði. Only 3 months ago, Russian propaganda was claiming that the Crimea bridge was impossible to attack because of 20 different modes of protection covering it, including military dolphins (#17) https://t.co/gJdON9o4Vl What a colossal failure pic.twitter.com/70ZrQoKXYb— Elizabeth Tsurkov🌻 (@Elizrael) October 8, 2022 Rannsóknarblaðamaðurinn Nick Waters hefur þá teiknað upp mynd af þeim svæðum brúarinnar sem eyðilögðust í sprengingunni. It seems at least three spans of the bridge have collapsed. Two at the location where a train is burning (location 1), and another further to the east (location 2). pic.twitter.com/aIz0rl48kf— Nick Waters (@N_Waters89) October 8, 2022
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira