Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna hættustigs Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. október 2022 16:33 Karen Ósk biðlar til fólks að vera heima á morgun. vísir Björgunarsveitir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem búist er við að verði á morgun. Rauð viðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi á morgun og standa fram á næstu nótt. „Staðan er bara góð. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu núna eins og alltaf, allan sólarhringinn, allt árið. Við höfum verið að sækja fundi með veðurstofunni, almannavörnum og fleiri viðbragðsaðilum vegna þess sem koma skal og verið að undirbúa okkur undir næstu sólarhringa,“ sagði Karen Ósk Lárusdóttir, hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Spáð er norðan stormi víða um land á morgun, sunnudag og er rauð viðvörun í gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi. Spáð er mikilli úrkomu sem líklegt er að falli að stórum hluta sem slydda eða snjókoma. Biðlar til fólks að vera heima Karen býst við að verkefni morgundagsins verði hefðbundin óveðursverkefni en muni helst snúa að föstum bílum. Hún hvetur fólk til að fylgja fyrirmælum yfirvalda. „Hlusta á viðvaranir, fara eftir því sem lögreglan óskar eftir og Almananvarnir. Vera heima og fara varlega. Það skiptir öllu máli.“ Björgunarsveitir um allt land eru klárar.vísir/vilhelm Unnið er að því að viðvaranir verði sendar til fólks á vissum svæðum með smáskilaboðum. „Það er verið að skoða hvort það sé hægt að senda sms skilaboð á afmarkað svæði, ef að símar fari inn fyrir ákveðið svæði þá komi viðvörunarskilaboð um að framundan séu lokaðir fjallvegir og svo framvegis.“ Gert er ráð fyrir gríðarlegri rigningu á norðurlandi á morgun, yfir 50 millimetrum víða. Mikill undirbúningur er í gangi á Akureyri til að koma í veg fyri flóðaástand líkt og skapaðist í bænum fyrir tveimur vikum, en mikil hætta er á rafmagnsleysi á svæðinu á morgun. Veður Almannavarnir Björgunarsveitir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Staðan er bara góð. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu núna eins og alltaf, allan sólarhringinn, allt árið. Við höfum verið að sækja fundi með veðurstofunni, almannavörnum og fleiri viðbragðsaðilum vegna þess sem koma skal og verið að undirbúa okkur undir næstu sólarhringa,“ sagði Karen Ósk Lárusdóttir, hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Spáð er norðan stormi víða um land á morgun, sunnudag og er rauð viðvörun í gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi. Spáð er mikilli úrkomu sem líklegt er að falli að stórum hluta sem slydda eða snjókoma. Biðlar til fólks að vera heima Karen býst við að verkefni morgundagsins verði hefðbundin óveðursverkefni en muni helst snúa að föstum bílum. Hún hvetur fólk til að fylgja fyrirmælum yfirvalda. „Hlusta á viðvaranir, fara eftir því sem lögreglan óskar eftir og Almananvarnir. Vera heima og fara varlega. Það skiptir öllu máli.“ Björgunarsveitir um allt land eru klárar.vísir/vilhelm Unnið er að því að viðvaranir verði sendar til fólks á vissum svæðum með smáskilaboðum. „Það er verið að skoða hvort það sé hægt að senda sms skilaboð á afmarkað svæði, ef að símar fari inn fyrir ákveðið svæði þá komi viðvörunarskilaboð um að framundan séu lokaðir fjallvegir og svo framvegis.“ Gert er ráð fyrir gríðarlegri rigningu á norðurlandi á morgun, yfir 50 millimetrum víða. Mikill undirbúningur er í gangi á Akureyri til að koma í veg fyri flóðaástand líkt og skapaðist í bænum fyrir tveimur vikum, en mikil hætta er á rafmagnsleysi á svæðinu á morgun.
Veður Almannavarnir Björgunarsveitir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira