Hvernig og hvaðan koma orkuskiptin? Kristín Linda Árnadóttir og Jóna Bjarnadóttir skrifa 13. október 2022 10:00 Stjórnvöld hafa metnaðarfullar áætlanir í loftslagsmálum og stefna að kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum árið 2040 Augljóst er að orkufyrirtæki þjóðarinnar, öflugasta orkufyrirtæki landsins sem vinnur um 70% af allri raforku hér á landi, getur gegnt lykilhlutverki í að hrinda þeim áætlunum í framkvæmd. Framtíðarsýn Landsvirkjunar er sjálfbær heimur, knúinn endurnýjanlegri orku. Orkuvinnsla okkar er þegar 100% græn en áætlanir stjórnvalda kalla á enn meiri orkuvinnslu. Við munum ekki ná tökum á loftslagsvandanum nema með því að hætta að nota olíu og bensín og nota grænu orkuna okkar í staðinn. Notkun á jarðefnaeldsneyti er meginorsök loftslagsvárinnar. Verkefnið sem við blasir er gríðarstórt. Við þurfum að vinna að orkuskiptum í öllum samgöngum. Ekki bara í fólksbílaflotanum, þar sem rafbílum hefur þegar fjölgað mjög hratt, heldur einnig í flota flutningabíla og rúta. Við þurfum líka að afla grænnar orku fyrir vinnuvélar, fyrir fiskiskip, flutningsskip og flugvélar. Í sumum tilvikum blasa lausnirnar við en í öðrum þarf að finna nýjar leiðir. Við hjá Landsvirkjun efumst ekki um að þær leiðir finnast, tækniþróunin og nýsköpunin á þessu sviði fer með svimandi hraða. Íslendingar kaupa árlega um milljón tonn af olíu og bensíni og borga fyrir það 100 milljarða króna. Með því að spara þá milljarða losnum við ekki eingöngu við allan þennan innflutning heldur líka þær milljónir tonna af koldíoxíði sem bruni alls þessa jarðefnaeldsneytis losar. Áhersla verður einnig að vera á orkusparnað. Fréttir frá öðrum Evrópulöndum um svimandi hátt orkuverð minna okkur á hversu heppin við erum að fyrri kynslóðir voru framsýnt fólk sem trúði að skynsamlegt væri að framleiða okkar eigin orku. Fyrir það eigum við að vera þakklát en við þurfum jafnframt ávallt að bera virðingu fyrir þessari auðlind og henni á aldrei að sóa að óþörfu. Orkusparnaður er því eitt af lykilskrefunum inn í græna og hringræna framtíð. Við þurfum meiri græna orku Við þurfum meiri græna orku til að geta tekið framtíðinni opnum örmum. En undirbúningur vinnslu grænu orkunnar okkar tekur langan tíma. Við hjá Landsvirkjun höfum hins vegar haft þá framsýni að undirbúa vatnsaflsvirkjunina Hvammsvirkjun í Þjórsá, stækkun jarðvarmaaflstöðvarinnar okkar á Þeistareykjum og við höfum loksins fengið grænt ljós frá Alþingi á að koma upp tveimur vindlundum, annars vegar við Búrfell á Þjórsársvæðinu og hins vegar við Blöndu á Norðurlandi. Öll þessi verkefni tekst Landsvirkjun á við af virðingu fyrir umhverfi þeirra og náttúru landsins, eins og verið hefur aðalsmerki orkufyrirtækis þjóðarinnar. Það eru mikil tímamót að geta nú ráðist í beislun vindorkunnar. Við erum lengst komin með undirbúning við Búrfell þar sem vindorkuverið rís á svæði sem telst þegar raskað, vegna fyrri virkjanaframkvæmda. Þær vindmyllur verða ekki í byggð, en hins vegar hafa ítarlegar rannsóknir farið fram á t.d. farleiðum fugla, til að tryggja að vindmyllurnar valdi ekki skaða á lífríkinu. Þær gagnrýnisraddir hafa heyrst frá sumum innan ferðaþjónustunnar að vindmyllur muni draga úr upplifun ferðamanna og skaða þar með þessa mikilvægu atvinnugrein okkar. Rétt er því að benda á, að Landsvirkjun hannaði vindlundinn við Búrfell upp á nýtt frá því að fyrstu tillögur voru lagðar fram, svo myllurnar eru nú fjær alfaraleið og minna áberandi. Ferðaþjónustan, sem ein mikilvægasta atvinnugrein okkar, notar eðli málsins samkvæmt mikla orku og því sameiginlegt hagsmunamál hennar og þjóðarinnar allrar að græn orkuvinnsla sæki enn í sig veðrið. Næstu árin þurfum við að forgangsraða verkefnum okkar skýrt, í sátt við eigendur Landsvirkjunar. Fram undan eru spennandi tímar þar sem Íslendingar eiga þess kost að losna alveg við olíu og bensín, fyrst allra þjóða. Við þurfum að beisla bjartsýni og framkvæmdagleði þjóðar sem hefur margoft lyft grettistaki með samstöðu sinni. Kristín Linda er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Jóna er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá fyrirtækinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Linda Árnadóttir Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa metnaðarfullar áætlanir í loftslagsmálum og stefna að kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum árið 2040 Augljóst er að orkufyrirtæki þjóðarinnar, öflugasta orkufyrirtæki landsins sem vinnur um 70% af allri raforku hér á landi, getur gegnt lykilhlutverki í að hrinda þeim áætlunum í framkvæmd. Framtíðarsýn Landsvirkjunar er sjálfbær heimur, knúinn endurnýjanlegri orku. Orkuvinnsla okkar er þegar 100% græn en áætlanir stjórnvalda kalla á enn meiri orkuvinnslu. Við munum ekki ná tökum á loftslagsvandanum nema með því að hætta að nota olíu og bensín og nota grænu orkuna okkar í staðinn. Notkun á jarðefnaeldsneyti er meginorsök loftslagsvárinnar. Verkefnið sem við blasir er gríðarstórt. Við þurfum að vinna að orkuskiptum í öllum samgöngum. Ekki bara í fólksbílaflotanum, þar sem rafbílum hefur þegar fjölgað mjög hratt, heldur einnig í flota flutningabíla og rúta. Við þurfum líka að afla grænnar orku fyrir vinnuvélar, fyrir fiskiskip, flutningsskip og flugvélar. Í sumum tilvikum blasa lausnirnar við en í öðrum þarf að finna nýjar leiðir. Við hjá Landsvirkjun efumst ekki um að þær leiðir finnast, tækniþróunin og nýsköpunin á þessu sviði fer með svimandi hraða. Íslendingar kaupa árlega um milljón tonn af olíu og bensíni og borga fyrir það 100 milljarða króna. Með því að spara þá milljarða losnum við ekki eingöngu við allan þennan innflutning heldur líka þær milljónir tonna af koldíoxíði sem bruni alls þessa jarðefnaeldsneytis losar. Áhersla verður einnig að vera á orkusparnað. Fréttir frá öðrum Evrópulöndum um svimandi hátt orkuverð minna okkur á hversu heppin við erum að fyrri kynslóðir voru framsýnt fólk sem trúði að skynsamlegt væri að framleiða okkar eigin orku. Fyrir það eigum við að vera þakklát en við þurfum jafnframt ávallt að bera virðingu fyrir þessari auðlind og henni á aldrei að sóa að óþörfu. Orkusparnaður er því eitt af lykilskrefunum inn í græna og hringræna framtíð. Við þurfum meiri græna orku Við þurfum meiri græna orku til að geta tekið framtíðinni opnum örmum. En undirbúningur vinnslu grænu orkunnar okkar tekur langan tíma. Við hjá Landsvirkjun höfum hins vegar haft þá framsýni að undirbúa vatnsaflsvirkjunina Hvammsvirkjun í Þjórsá, stækkun jarðvarmaaflstöðvarinnar okkar á Þeistareykjum og við höfum loksins fengið grænt ljós frá Alþingi á að koma upp tveimur vindlundum, annars vegar við Búrfell á Þjórsársvæðinu og hins vegar við Blöndu á Norðurlandi. Öll þessi verkefni tekst Landsvirkjun á við af virðingu fyrir umhverfi þeirra og náttúru landsins, eins og verið hefur aðalsmerki orkufyrirtækis þjóðarinnar. Það eru mikil tímamót að geta nú ráðist í beislun vindorkunnar. Við erum lengst komin með undirbúning við Búrfell þar sem vindorkuverið rís á svæði sem telst þegar raskað, vegna fyrri virkjanaframkvæmda. Þær vindmyllur verða ekki í byggð, en hins vegar hafa ítarlegar rannsóknir farið fram á t.d. farleiðum fugla, til að tryggja að vindmyllurnar valdi ekki skaða á lífríkinu. Þær gagnrýnisraddir hafa heyrst frá sumum innan ferðaþjónustunnar að vindmyllur muni draga úr upplifun ferðamanna og skaða þar með þessa mikilvægu atvinnugrein okkar. Rétt er því að benda á, að Landsvirkjun hannaði vindlundinn við Búrfell upp á nýtt frá því að fyrstu tillögur voru lagðar fram, svo myllurnar eru nú fjær alfaraleið og minna áberandi. Ferðaþjónustan, sem ein mikilvægasta atvinnugrein okkar, notar eðli málsins samkvæmt mikla orku og því sameiginlegt hagsmunamál hennar og þjóðarinnar allrar að græn orkuvinnsla sæki enn í sig veðrið. Næstu árin þurfum við að forgangsraða verkefnum okkar skýrt, í sátt við eigendur Landsvirkjunar. Fram undan eru spennandi tímar þar sem Íslendingar eiga þess kost að losna alveg við olíu og bensín, fyrst allra þjóða. Við þurfum að beisla bjartsýni og framkvæmdagleði þjóðar sem hefur margoft lyft grettistaki með samstöðu sinni. Kristín Linda er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Jóna er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá fyrirtækinu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun