Innviðaráðherra tefur uppbyggingu stúdentagarða Rebekka Karlsdóttir skrifar 13. október 2022 18:00 Þann 1. október síðastliðinn átti starfshópur sem innviðaráðherra skipaði til að fjalla sérstaklega um nýja byggð í Skerjafirði, að skila niðurstöðum sínum, en þær niðurstöður hafa ekki enn litið dagsins ljós. Á þessu svæði hefur Félagsstofnun stúdenta (FS) á áætlun að byggja allt að 107 íbúðir í Skerjafirði I, auk þess sem að skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um úthlutun lóða í Skerjafirði II. FS áætlar að byggja þarna fjölskylduíbúðir og mun fjölgun slíkra íbúða verða til þess að auka húsnæðisöryggi foreldra í námi og barna þeirra. Þetta er ekki lítill hópur sem um ræðir, en samkvæmt Eurostudent VI á um þriðjungur íslenskra stúdenta eitt barn eða fleiri og er það tvöfalt hærra hlutfall en á Norðurlöndunum. Í ágúst voru um 600 stúdentar á biðlista eftir íbúð á stúdentagörðum Félagsstofnunar stúdenta. Skerjafjörðurinn er einstaklega mikilvæg staðsetning fyrir stúdenta í grennd við háskólann. FS hefur unnið að því að stytta biðlista með stöðugri uppbyggingu síðustu ár en nú er staðan hins vegar sú að ef uppbygging í Skerjafirði tefst lengur eða fer ekki af stað mun FS ekki geta byrjað á nýju verkefni fyrr en árið 2025, þar sem FS hefur næst vilyrði fyrir lóðum árin 2025 og 2026. Þetta er sérkennileg staða, í ljósi þess að stjórnvöld hafa gefið út að byggja þurfi 35.000 íbúðir á næstu 10 árum vegna fordæmalausrar húsnæðiskrísu, á sama tíma og innviðaráðherra setur uppbyggingu nýrrar byggðar fyrir á þriðja þúsund manns á ís með því að skipa áðurnefndan hóp sérfræðinga. Þessi hópur var skipaður þrátt fyrir að niðurstaða skýrslu, sem unnin var af óháðum sérfræðingum frá Evrópu, væri sú að ekki væri ástæða til þess að hindra uppbyggingu í Skerjafirði með tilliti til flugöryggis. Þau gögn sem liggja fyrir benda til þess að flugöryggi sé ekki ógnað með nýrri byggð og aðeins við afar sérstakar og sjaldgæfar aðstæður gæti byggðin haft áhrif á flug. Í skýrslunni eru lagðar til mótvægisaðgerðir við þessar afar sjaldgæfu aðstæður en ekki að uppbyggingu sé frestað. Allar tafir á uppbyggingu í Skerjafirði hafa mikil áhrif á stúdenta, en í niðurstöðum könnunar Eurostudent VII kemur fram að 43% stúdenta á Íslandi búi við íþyngjandi húsnæðiskostnað og ríma þessar tölur við skýrslu Stúdentaráðs um stúdenta á húsnæðismarkaði. Íþyngjandi húsnæðiskostnaður er þegar meira en 40% af ráðstöfunartekjum fara í að borga leigu og er þetta hlutfall meðal stúdenta tæplega fjórfalt hærra en almennt á Íslandi. Það eru grundvallarréttindi fólks að eiga þak yfir höfuðið og aðgengi að stúdentagörðum er stór þáttur í að tryggja jafnt og hindranalaust aðgengi að menntun. Það skýtur skökku við að horfa á ráðherra boða stórsókn í uppbyggingu húsnæðis á sama tíma og hann tefur umfangsmikla uppbyggingu fyrir hópa í sárri neyð eftir húsnæði, þvert á ráðleggingar sérfræðinga. Á bakvið nöfnin á biðlistum eru manneskjur, stúdentar og börnin þeirra, sem þurfa þak yfir höfuðið. Innviðaráðherra skuldar þeim svör. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Byggðamál Reykjavík Háskólar Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Þann 1. október síðastliðinn átti starfshópur sem innviðaráðherra skipaði til að fjalla sérstaklega um nýja byggð í Skerjafirði, að skila niðurstöðum sínum, en þær niðurstöður hafa ekki enn litið dagsins ljós. Á þessu svæði hefur Félagsstofnun stúdenta (FS) á áætlun að byggja allt að 107 íbúðir í Skerjafirði I, auk þess sem að skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um úthlutun lóða í Skerjafirði II. FS áætlar að byggja þarna fjölskylduíbúðir og mun fjölgun slíkra íbúða verða til þess að auka húsnæðisöryggi foreldra í námi og barna þeirra. Þetta er ekki lítill hópur sem um ræðir, en samkvæmt Eurostudent VI á um þriðjungur íslenskra stúdenta eitt barn eða fleiri og er það tvöfalt hærra hlutfall en á Norðurlöndunum. Í ágúst voru um 600 stúdentar á biðlista eftir íbúð á stúdentagörðum Félagsstofnunar stúdenta. Skerjafjörðurinn er einstaklega mikilvæg staðsetning fyrir stúdenta í grennd við háskólann. FS hefur unnið að því að stytta biðlista með stöðugri uppbyggingu síðustu ár en nú er staðan hins vegar sú að ef uppbygging í Skerjafirði tefst lengur eða fer ekki af stað mun FS ekki geta byrjað á nýju verkefni fyrr en árið 2025, þar sem FS hefur næst vilyrði fyrir lóðum árin 2025 og 2026. Þetta er sérkennileg staða, í ljósi þess að stjórnvöld hafa gefið út að byggja þurfi 35.000 íbúðir á næstu 10 árum vegna fordæmalausrar húsnæðiskrísu, á sama tíma og innviðaráðherra setur uppbyggingu nýrrar byggðar fyrir á þriðja þúsund manns á ís með því að skipa áðurnefndan hóp sérfræðinga. Þessi hópur var skipaður þrátt fyrir að niðurstaða skýrslu, sem unnin var af óháðum sérfræðingum frá Evrópu, væri sú að ekki væri ástæða til þess að hindra uppbyggingu í Skerjafirði með tilliti til flugöryggis. Þau gögn sem liggja fyrir benda til þess að flugöryggi sé ekki ógnað með nýrri byggð og aðeins við afar sérstakar og sjaldgæfar aðstæður gæti byggðin haft áhrif á flug. Í skýrslunni eru lagðar til mótvægisaðgerðir við þessar afar sjaldgæfu aðstæður en ekki að uppbyggingu sé frestað. Allar tafir á uppbyggingu í Skerjafirði hafa mikil áhrif á stúdenta, en í niðurstöðum könnunar Eurostudent VII kemur fram að 43% stúdenta á Íslandi búi við íþyngjandi húsnæðiskostnað og ríma þessar tölur við skýrslu Stúdentaráðs um stúdenta á húsnæðismarkaði. Íþyngjandi húsnæðiskostnaður er þegar meira en 40% af ráðstöfunartekjum fara í að borga leigu og er þetta hlutfall meðal stúdenta tæplega fjórfalt hærra en almennt á Íslandi. Það eru grundvallarréttindi fólks að eiga þak yfir höfuðið og aðgengi að stúdentagörðum er stór þáttur í að tryggja jafnt og hindranalaust aðgengi að menntun. Það skýtur skökku við að horfa á ráðherra boða stórsókn í uppbyggingu húsnæðis á sama tíma og hann tefur umfangsmikla uppbyggingu fyrir hópa í sárri neyð eftir húsnæði, þvert á ráðleggingar sérfræðinga. Á bakvið nöfnin á biðlistum eru manneskjur, stúdentar og börnin þeirra, sem þurfa þak yfir höfuðið. Innviðaráðherra skuldar þeim svör. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun