Íslenska þjóðin getur ekki átt fiskveiðiheimildir að mati Viðskiptaráðs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2022 11:04 Loðnuveiðar. Vísir/Sigurjón Viðskiptaráð Íslands telur að íslenska þjóðin geti ekki átt fiskveiðiheimildir þrátt fyrir að tekið sé fram í lögum um stjórn fiskveiða að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í umsögn ráðsins við þingsályktunartillögu Hönnu Katrínar Friðrikssonar, þingmanns Viðreisnar, um að ráðherra verði falið að breyta lögum um stjórn fiskveiða. Kjarninn greindi frá efni umsagnarinnar í gær. Í þingsályktunartillögu Hönnu Katrína er lagt til að lagt verði fram frumvarp sem feli í sér afnám á varanlegum rétti til nýtingar fiskveiðiauðlindarinnar. Lagt er til að það verði gert með fyrningu heildaraflahlutdeildar, jafnt í öllum tegundum, um fimm prósent á ári og sölu sömu hlutdeildar á opnum uppboðsmarkaði. Við sölu verði gerðir nýtingarsamningar við handhafa aflaheimilda sem kveði á um nýtingarrétt til tuttugu ára. Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður umræddrar þingsályktunartillögu.Vísir/Vilhelm Í greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögunni kemur fram að ein rök með áðurnefndum breytingum sé að með þeim verði lagalegri óvissu um kvótakerfið eytt. Óvissan felst í því að með kvótakerfinu telji ýmsir fræðimenn að veiðiheimildir sem því fylgja njóti eignaréttarverndar stjórnarskrár. Á sama tíma kveði hins vegar lög um stjórn fiskveiða á um að nytjastofnar séu sameign þjóðarinnar og úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögunum myndi ekki eignarétt. Óheppilegt ósamræmi Í umsögn Viðskiptaráðs, þar sem lagst er gegn þingsályktunartillögunni, er tekið undir að óheppilegt sé að ósamræmis gæti á milli almennra laga og stjórnarskrár. Þó telur ráðið að umrædd óvissa sem getið er í greinargerðinni sé ofmetin. Flest rök hnígi til þess að aflaheimildir teljist til eignaréttinda. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands er skrifaður fyrir umsögninni.Vísir/Vilhelm Kemur fram í umsögninni að umrætt ákvæði um þjóðareign á umræddum nytjastofnun sé fyrst og fremst ætlað að tryggja fullveldisrétt íslenska ríkisins til að ákveða með lögum nýtingu á auðlindum í efnahagslögsögunni. Ákvæðið myndi ekki eiginlegan eignarétt þjóðarinnar „Í íslenskum rétti er enda ekki gert ráð fyrir því að þjóðin sem slík geti átt eignir. Yfirlýsing í lögum um þjóðareign hefur þannig ekki beina þýðingu í eignarréttarlegu tilliti. Aftur á móti getur ríkið eða stofnanir þess notið eignarréttar og færi betur á því að það væri þá orðað beinum hætti, standi vilji til þess,“ segir í umsögninni. Sjávarútvegur Alþingi Viðreisn Stjórnsýsla Stjórnarskrá Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í umsögn ráðsins við þingsályktunartillögu Hönnu Katrínar Friðrikssonar, þingmanns Viðreisnar, um að ráðherra verði falið að breyta lögum um stjórn fiskveiða. Kjarninn greindi frá efni umsagnarinnar í gær. Í þingsályktunartillögu Hönnu Katrína er lagt til að lagt verði fram frumvarp sem feli í sér afnám á varanlegum rétti til nýtingar fiskveiðiauðlindarinnar. Lagt er til að það verði gert með fyrningu heildaraflahlutdeildar, jafnt í öllum tegundum, um fimm prósent á ári og sölu sömu hlutdeildar á opnum uppboðsmarkaði. Við sölu verði gerðir nýtingarsamningar við handhafa aflaheimilda sem kveði á um nýtingarrétt til tuttugu ára. Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður umræddrar þingsályktunartillögu.Vísir/Vilhelm Í greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögunni kemur fram að ein rök með áðurnefndum breytingum sé að með þeim verði lagalegri óvissu um kvótakerfið eytt. Óvissan felst í því að með kvótakerfinu telji ýmsir fræðimenn að veiðiheimildir sem því fylgja njóti eignaréttarverndar stjórnarskrár. Á sama tíma kveði hins vegar lög um stjórn fiskveiða á um að nytjastofnar séu sameign þjóðarinnar og úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögunum myndi ekki eignarétt. Óheppilegt ósamræmi Í umsögn Viðskiptaráðs, þar sem lagst er gegn þingsályktunartillögunni, er tekið undir að óheppilegt sé að ósamræmis gæti á milli almennra laga og stjórnarskrár. Þó telur ráðið að umrædd óvissa sem getið er í greinargerðinni sé ofmetin. Flest rök hnígi til þess að aflaheimildir teljist til eignaréttinda. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands er skrifaður fyrir umsögninni.Vísir/Vilhelm Kemur fram í umsögninni að umrætt ákvæði um þjóðareign á umræddum nytjastofnun sé fyrst og fremst ætlað að tryggja fullveldisrétt íslenska ríkisins til að ákveða með lögum nýtingu á auðlindum í efnahagslögsögunni. Ákvæðið myndi ekki eiginlegan eignarétt þjóðarinnar „Í íslenskum rétti er enda ekki gert ráð fyrir því að þjóðin sem slík geti átt eignir. Yfirlýsing í lögum um þjóðareign hefur þannig ekki beina þýðingu í eignarréttarlegu tilliti. Aftur á móti getur ríkið eða stofnanir þess notið eignarréttar og færi betur á því að það væri þá orðað beinum hætti, standi vilji til þess,“ segir í umsögninni.
Sjávarútvegur Alþingi Viðreisn Stjórnsýsla Stjórnarskrá Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun