Dregur til tíðinda í málsókn Gráa hersins gegn ríkinu Wilhelm W. G. Wessman skrifar 19. október 2022 13:32 Nýverið fékk ég eftirfarandi stöðumat á málaferlunum frá lögmönnum okkar þeim Daniel Isebarn Ágústsyni og Flóka Ásgeirssyni. Eins og þið kannski þekkið hafa málin þrjú verið tekin til dóms í Hæstarétti sem mun kveða upp dóma á næstu 3-4 vikum. Flutningur málanna fyrir Hæstarétti gekk vel og ekkert kom á óvart í málatilbúnaði ríkisins. Sem fyrr stendur ágreiningurinn um það hvort lífeyrir almannatrygginga njóti verndar sem eign, hvort breytingar á skerðingaráhrifum lífeyrissjóðsgreiðslna á lífeyri almannatrygginga feli jafnframt í sér inngrip í fyrrnefndu réttindin (sem ágreiningslaust er að teljast eign) og hvort hinar umdeildu breytingar standist þær kröfur sem stjórnarskráin og mannréttindasáttmáli Evrópu gera til löggjafans þegar hann setur reglur er raska eignum borgaranna. Gjafsóknarleyfi fengust útgefin skömmu fyrir aðalmeðferðina og því njóta allir áfrýjendur gjafsóknar. Eins og í héraði er það í höndum dómaranna að ákveða gjafsóknarkostnað með dómi. Þess má vænta að hann verði svipaður því sem ákveðið var í héraði. En hvert var upphafið að málsókninni? Þegar ég fór að nálgast eftirlaunaaldur fór ég að skoða hvað ég fengi í eftirlaun frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna sem ég hafði greitt til í 45 ár og eftirlaun frá Tryggingastofnun, ég neita að kalla þetta ellilífeyri, þetta er ekki fátækrastyrkur. Ég öðlast réttindi til greiðslu frá TR með því að greiða skatt alla mína starfsævi, í mínu tilviki frá 16 ára aldri og er enn að. Ég tók þátt í stofnun eins af lífeyrissjóðunum árið 1968 og þekki því vel hver tilgangur þeirra er, en eftirlaunakerfi okkar er byggt á þremur stoðum: Greiðslum frá TR. Greiðslum úr lífeyrissjóði. Frjálsum sparnaði. Lífeyrissjóðirnir voru ekki stofnaðir til að niðurgreiða greiðslur frá TR, heldur sem viðbót við greiðslur frá TR. Eftir skatt og skerðingar fékk ég greiðslu frá TR fyrir september 2022 kr. 122.620 og greiðslur fyrir sama mánuð frá LIVE kr. 261.603, eða samanlagt kr. 384.223 eftir að hafa greitt í lífeyrissjóð í 45 ár og skatta og útsvar í 64 ár. Ég hef ekki aðrar tekjur. En lítum nú á hvað ríkið ver miklum fjármunum til að standa undir skuldbindingum við eldri borgara. Sú upphæð nemur aðeins 2,6% af vergri landsframleiðslu! Á hinum Norðurlöndunum er hlutfallið 5,4% - 11%, og meðaltal OECD landa er 8,2%! Svona er nú munurinn á hugarfari ráðamanna þar og hér gagnvart eldri borgurum. Með því að vinna þetta sanngirnismál myndi krónunum í buddum eldri borgara fjölga og landsmenn búa við aukið réttlæti. Höfundur er fyrsti varaþingmaður Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Eldri borgarar Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Morðæðið á Gaza - Vitfirringin má ekki eyðileggja mennskuna Jón Baldvin Hannesson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið fékk ég eftirfarandi stöðumat á málaferlunum frá lögmönnum okkar þeim Daniel Isebarn Ágústsyni og Flóka Ásgeirssyni. Eins og þið kannski þekkið hafa málin þrjú verið tekin til dóms í Hæstarétti sem mun kveða upp dóma á næstu 3-4 vikum. Flutningur málanna fyrir Hæstarétti gekk vel og ekkert kom á óvart í málatilbúnaði ríkisins. Sem fyrr stendur ágreiningurinn um það hvort lífeyrir almannatrygginga njóti verndar sem eign, hvort breytingar á skerðingaráhrifum lífeyrissjóðsgreiðslna á lífeyri almannatrygginga feli jafnframt í sér inngrip í fyrrnefndu réttindin (sem ágreiningslaust er að teljast eign) og hvort hinar umdeildu breytingar standist þær kröfur sem stjórnarskráin og mannréttindasáttmáli Evrópu gera til löggjafans þegar hann setur reglur er raska eignum borgaranna. Gjafsóknarleyfi fengust útgefin skömmu fyrir aðalmeðferðina og því njóta allir áfrýjendur gjafsóknar. Eins og í héraði er það í höndum dómaranna að ákveða gjafsóknarkostnað með dómi. Þess má vænta að hann verði svipaður því sem ákveðið var í héraði. En hvert var upphafið að málsókninni? Þegar ég fór að nálgast eftirlaunaaldur fór ég að skoða hvað ég fengi í eftirlaun frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna sem ég hafði greitt til í 45 ár og eftirlaun frá Tryggingastofnun, ég neita að kalla þetta ellilífeyri, þetta er ekki fátækrastyrkur. Ég öðlast réttindi til greiðslu frá TR með því að greiða skatt alla mína starfsævi, í mínu tilviki frá 16 ára aldri og er enn að. Ég tók þátt í stofnun eins af lífeyrissjóðunum árið 1968 og þekki því vel hver tilgangur þeirra er, en eftirlaunakerfi okkar er byggt á þremur stoðum: Greiðslum frá TR. Greiðslum úr lífeyrissjóði. Frjálsum sparnaði. Lífeyrissjóðirnir voru ekki stofnaðir til að niðurgreiða greiðslur frá TR, heldur sem viðbót við greiðslur frá TR. Eftir skatt og skerðingar fékk ég greiðslu frá TR fyrir september 2022 kr. 122.620 og greiðslur fyrir sama mánuð frá LIVE kr. 261.603, eða samanlagt kr. 384.223 eftir að hafa greitt í lífeyrissjóð í 45 ár og skatta og útsvar í 64 ár. Ég hef ekki aðrar tekjur. En lítum nú á hvað ríkið ver miklum fjármunum til að standa undir skuldbindingum við eldri borgara. Sú upphæð nemur aðeins 2,6% af vergri landsframleiðslu! Á hinum Norðurlöndunum er hlutfallið 5,4% - 11%, og meðaltal OECD landa er 8,2%! Svona er nú munurinn á hugarfari ráðamanna þar og hér gagnvart eldri borgurum. Með því að vinna þetta sanngirnismál myndi krónunum í buddum eldri borgara fjölga og landsmenn búa við aukið réttlæti. Höfundur er fyrsti varaþingmaður Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar