Kanadamenn taka þátt í kafbátaleit frá Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2022 08:06 Bandaríkin, NATO og íslensk stjórnvöld hafa sett milljarða í fjárfestingar á Keflavíkurflugvelli á undanförnum árum. Hér er ein af kafbátaleitarflugvélum Bandaríkjahers í nýuppgerðu flugskýli Landhelgisgæslunnar á öryggissvæði flugvallarins. Vísir/HMP Flugsveit frá Kanada hefur tekið þátt í eftirliti með hafsvæðinu við Ísland að undanförnu. Það er til viðbótar við flugsveitir Bandaríkjamanna sem hafa vaktað norðanvert Atlantshaf frá Íslandi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa umsvif kafbátaleitar frá Íslandi aukist að undanförnu. Bandaríkjamenn hafa um nokkuð skeið flogið P-8A Poseidon flugvélum frá Keflavík en þær eru meðal annars notaðar til að leita að kafbátum. Bandaríkjaher hefur þó ekki verið með fasta viðveru á Keflavíkurflugvelli frá því herinn fór árið 2006. Rúmlega tvö hundruð Bandaríkjamenn voru þó á Keflavíkurflugvelli í september vegna reksturs flugsveitarinnar. Þá hafa flugmenn frá Kanada einnig bæst í hópinn. Í svari við fyrirspurn Vísis segir Sveinn Guðmarsson, talsmaður utanríkisráðuneytisins, að umferð bandarískra kafbátaleitarvéla um Keflavíkurflugvöll sé „ekki meiri um þessar mundir en við er að búast miðað við árstíma og ástand heimsmála“. Þar að auki hafi staðið yfir reglubundin áhafnaskipti þar sem ein flugsveit leysir aðra af hólmi. Hann sagði einnig að kanadískar P-3 kafbátaleitarvélar hefðu að undanförnu haft viðdvöl hér á landi. Inntur eftir fjölda flugvéla á Íslandi sagði hann slíkar upplýsingar ekki gefnar upp. Kandamenn á Íslandi Talskona herafla Kanada sagði flugher ríkisins nota flugvélar eins og CP-140 til að vakta höfin í kringum Kanada. Þessar og annarskonar flugvélar Kanada væru sjáanlegar víða og þar á meðal nærri Íslandi. Bandarískur aðmíráll sagði í samtali við fréttastofu í sumar að ótvírætt væri að kafbátavirkni hefði farið og færi vaxandi. Ísland gegndi mikilvægu hlutverki vegna landfræðilegrar legu landsins. Sjá einnig: Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Annar yfirmaður í Bandaríkjaflota sló á svipaða strengi þegar hann heimsótti Keflavíkurflugvöll í sumar. Aðmírállinn Mike Gilday sagði Ísland þungamiðju NATO á heimskautinu. Aukin spenna Aukin spenna hefur myndast á Atlantshafinu síðustu mánuði og þá sérstaklega eftir að skemmdir voru unnar á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasalti. Vitað er til þess að Rússar hafi verið að kortleggja stæstrengi hér við land. Sjá einnig: Skemmdir á gasleiðslum færa átökin nær Íslandi Vert er að benda einnig á að yfirvöld í Noregi hafa aukið eftirlit með borpöllum undan ströndum landsins og segja dróna hafa sést á lofti yfir Norðursjó. Þá hafa Bandaríkjamenn einnig haft tilefni til að auka kafbátaleit sína og varnir vegna flotaæfinga á Atlantshafi en USS Gerald R. Ford, nýjasta flugmóðurskip Bandaríkjanna, hefur komið að þeim æfingum. Flugmóðurskipið USS Gerald R. Ford í Atlantshafinu í síðustu viku. Á myndinni eru einnig spænska freigátan Alvaro de Bazan, þýska freigátan FGS Hessen og beitiskipið USS Normandy.Bandaríkjafloti/Jacob Mattingly Öryggis- og varnarmál NATO Bandaríkin Hernaður Keflavíkurflugvöllur Kanada Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis hafa umsvif kafbátaleitar frá Íslandi aukist að undanförnu. Bandaríkjamenn hafa um nokkuð skeið flogið P-8A Poseidon flugvélum frá Keflavík en þær eru meðal annars notaðar til að leita að kafbátum. Bandaríkjaher hefur þó ekki verið með fasta viðveru á Keflavíkurflugvelli frá því herinn fór árið 2006. Rúmlega tvö hundruð Bandaríkjamenn voru þó á Keflavíkurflugvelli í september vegna reksturs flugsveitarinnar. Þá hafa flugmenn frá Kanada einnig bæst í hópinn. Í svari við fyrirspurn Vísis segir Sveinn Guðmarsson, talsmaður utanríkisráðuneytisins, að umferð bandarískra kafbátaleitarvéla um Keflavíkurflugvöll sé „ekki meiri um þessar mundir en við er að búast miðað við árstíma og ástand heimsmála“. Þar að auki hafi staðið yfir reglubundin áhafnaskipti þar sem ein flugsveit leysir aðra af hólmi. Hann sagði einnig að kanadískar P-3 kafbátaleitarvélar hefðu að undanförnu haft viðdvöl hér á landi. Inntur eftir fjölda flugvéla á Íslandi sagði hann slíkar upplýsingar ekki gefnar upp. Kandamenn á Íslandi Talskona herafla Kanada sagði flugher ríkisins nota flugvélar eins og CP-140 til að vakta höfin í kringum Kanada. Þessar og annarskonar flugvélar Kanada væru sjáanlegar víða og þar á meðal nærri Íslandi. Bandarískur aðmíráll sagði í samtali við fréttastofu í sumar að ótvírætt væri að kafbátavirkni hefði farið og færi vaxandi. Ísland gegndi mikilvægu hlutverki vegna landfræðilegrar legu landsins. Sjá einnig: Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Annar yfirmaður í Bandaríkjaflota sló á svipaða strengi þegar hann heimsótti Keflavíkurflugvöll í sumar. Aðmírállinn Mike Gilday sagði Ísland þungamiðju NATO á heimskautinu. Aukin spenna Aukin spenna hefur myndast á Atlantshafinu síðustu mánuði og þá sérstaklega eftir að skemmdir voru unnar á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasalti. Vitað er til þess að Rússar hafi verið að kortleggja stæstrengi hér við land. Sjá einnig: Skemmdir á gasleiðslum færa átökin nær Íslandi Vert er að benda einnig á að yfirvöld í Noregi hafa aukið eftirlit með borpöllum undan ströndum landsins og segja dróna hafa sést á lofti yfir Norðursjó. Þá hafa Bandaríkjamenn einnig haft tilefni til að auka kafbátaleit sína og varnir vegna flotaæfinga á Atlantshafi en USS Gerald R. Ford, nýjasta flugmóðurskip Bandaríkjanna, hefur komið að þeim æfingum. Flugmóðurskipið USS Gerald R. Ford í Atlantshafinu í síðustu viku. Á myndinni eru einnig spænska freigátan Alvaro de Bazan, þýska freigátan FGS Hessen og beitiskipið USS Normandy.Bandaríkjafloti/Jacob Mattingly
Öryggis- og varnarmál NATO Bandaríkin Hernaður Keflavíkurflugvöllur Kanada Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira