Fúsi segir ekki mark takandi á Stefáni sem sitji sjálfur í áttunda sæti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2022 08:01 Landsliðslínumaðurinn fyrrverandi skaut létt á Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmanna Hauka. Lars Ronbog/FrontzoneSport via Getty Images Silfurdrengurinn Sigfús Sigurðsson, fyrrverandi landsliðslínumaður Íslands, segir ekki mark takandi á Stefáni Rafni Sigurmannssyni, leikmanni Hauka, eftir að sá síðarnefndi sagði að sigur Vals gegn ungverska liðinu Ferencváros hafi verið nokkuð auðveldur, eins og hann sjálfur hafði búist við. Stefán Rafn var gestur í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í vikunni og þar ræddi hann meðal annars um sigur Vals gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta. Valsmenn unnu fjögurra marka sigur, 43-39, eftir að hafa mest náð tíu marka forskoti í leiknum. Stefán sagði að ungverska liðið hafi verið „rankað“ frekar hátt, en staða þeirra í deildinni heima fyrir gæfi réttari mynd af getustigi liðsins. „Maður sá það á allri umfjöllun að þeir voru „rankaðir“ frekar hátt í Ungverjalandi miðað við allt á Íslandi. Eins og staðan er í dag eru þeir í 7. sæti og að mínu mati eru þeir á réttum stað í deildinni,“ sagði Stefán Rafn meðal annars. Arnar Daði Arnarsson, sérfærðingur Seinni bylgjunnar og stjórnandi hlaðvarpsins Handkastsins, benti þó á þá staðreynd á Twitter-síðu sinni að Ferencváros hafi aðeins leikið fimm deildarleiki á tímabilinu á meðan öll önnur lið deildarinnar hafi leikið sex eða sjö leiki. Þá hafi tveir af þessum leikjum verið gegn Pick Szeged og Tatabanya, efstu tveimur liðum deildarinnar, og þeim tveimur liðum sem Stefán nefndi sérstaklega sem sterkustu lið ungversku deildarinnar. Silfurdrengurinn Sigfús Sigurðsson svaraði Arnari svo á Twitter og skaut létt á Stefán og lið hans, Hauka, sem hafa ekki farið jafn vel af stað í Olís-deildinni og vonast var eftir. „Eigum við nokkuð að taka mark á manni sem er í 8.sæti með sínu liði í íslensku deildinni?“ spurði Sigfús léttur, og lét blikkandi broskall fylgja með. Eigum við nokkuð að taka mark á manni sem er í 8.sæti með sínu liði í íslensku deildinni😉— fusi (@fusi69) October 28, 2022 Haukar hafa aðeins náð í fimm stig í fyrstu sex leikjum sínum í Olís-deild karla á tímabilinu og sitja í 8.-10. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Grótta og KA. Liðið mætir Fram í næstu umferð deildarinnar næstkomandi mánudag og fari allt á versta veg fyrir Haukana gæti liðið endað í fallsæti að sjöundu umferðinni lokinni. Handbolti Handkastið Seinni bylgjan Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Stefán Rafn var gestur í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í vikunni og þar ræddi hann meðal annars um sigur Vals gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta. Valsmenn unnu fjögurra marka sigur, 43-39, eftir að hafa mest náð tíu marka forskoti í leiknum. Stefán sagði að ungverska liðið hafi verið „rankað“ frekar hátt, en staða þeirra í deildinni heima fyrir gæfi réttari mynd af getustigi liðsins. „Maður sá það á allri umfjöllun að þeir voru „rankaðir“ frekar hátt í Ungverjalandi miðað við allt á Íslandi. Eins og staðan er í dag eru þeir í 7. sæti og að mínu mati eru þeir á réttum stað í deildinni,“ sagði Stefán Rafn meðal annars. Arnar Daði Arnarsson, sérfærðingur Seinni bylgjunnar og stjórnandi hlaðvarpsins Handkastsins, benti þó á þá staðreynd á Twitter-síðu sinni að Ferencváros hafi aðeins leikið fimm deildarleiki á tímabilinu á meðan öll önnur lið deildarinnar hafi leikið sex eða sjö leiki. Þá hafi tveir af þessum leikjum verið gegn Pick Szeged og Tatabanya, efstu tveimur liðum deildarinnar, og þeim tveimur liðum sem Stefán nefndi sérstaklega sem sterkustu lið ungversku deildarinnar. Silfurdrengurinn Sigfús Sigurðsson svaraði Arnari svo á Twitter og skaut létt á Stefán og lið hans, Hauka, sem hafa ekki farið jafn vel af stað í Olís-deildinni og vonast var eftir. „Eigum við nokkuð að taka mark á manni sem er í 8.sæti með sínu liði í íslensku deildinni?“ spurði Sigfús léttur, og lét blikkandi broskall fylgja með. Eigum við nokkuð að taka mark á manni sem er í 8.sæti með sínu liði í íslensku deildinni😉— fusi (@fusi69) October 28, 2022 Haukar hafa aðeins náð í fimm stig í fyrstu sex leikjum sínum í Olís-deild karla á tímabilinu og sitja í 8.-10. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Grótta og KA. Liðið mætir Fram í næstu umferð deildarinnar næstkomandi mánudag og fari allt á versta veg fyrir Haukana gæti liðið endað í fallsæti að sjöundu umferðinni lokinni.
Handbolti Handkastið Seinni bylgjan Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira