„Við erum ólíkir menn“ Árni Sæberg skrifar 30. október 2022 16:27 Guðlaugur Þór Þórsson ætlar sér að verða næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Ívar F Guðlaugur Þór Þórðarson ákvað í gærmorgun að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann tilkynnti mótherja sínum í formannsslagnum, Bjarna Benediktssyni, ákvörðun sína í morgun en gefur ekkert upp um það hvað fór þeim á milli áður en hann tilkynnti ákvörðun sína opinberlega. Guðlaugur Þór tilkynnti ákvörðun sína fyrir troðfullum fundarsal í Valhöll í dag. Guðlaugur þór hóf ræðu sína á því að segja að enginn stjórnmálamaður ætti betri vini og stuðningsmenn en hann. Þá sagði hann fólkið í salnum vita hvernig staðan í Sjálfstæðisflokknum væri. Flokkurinn væri lengi búinn að vera að vinna varnarsigra og nú þyrfti að snúa vörn í sókn. Í samtali við fréttastofu að lokinni ræðu sagði Guðlaugur Þór að hann hefði ekki tekið ákvörðun fyrr en í gærmorgun. Það hafi hann gert eftir að hafa fundið fyrir miklum vilja innan flokksins fyrir breytingum. „Þegar maður heyrir þennan tón frá Sjálfstæðismönnum um allt land, að við verðum að gera betur, þá hlustar maður eftir því,“ sagði Guðlaugur Þór. Hann segir fundinn í dag vera staðfestingu á því að mjög margir séu þeirrar skoðunar að tími sé kominn á breytingar í forystu Sjálfstæðisflokksins. Stuðningsmenn Guðlaugs Þórs fögnuðu innilega þegar hann tilkynnti framboð sitt.Vísir/Berghildur Hefur ekki hugsað um ráðherrakapal Guðlaugur Þór segir vangaveltur um fyrirséðan ráðherrakapal innan ríkisstjórnarinnar ekki hafa haft áhrif á ákvörðun hans um að gefa kost á sér í formannsembættið. Þá hafi hann ekki hugleitt það enn hvernig breytingar hann myndi gera á ráðherraskipan verði hann kosinn formaður. Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, sagði í morgun að hann myndi hætta í pólitík tapi hann gegn Guðlaugi Þór á landsfundi næstu helgi. „Því er ljóst að skipa mun þurfa í fjármálaráðherrastól fari svo að Guðlaugur Þór fari með sigur af hólmi. „Það er allt of snemmt að spá í nokkurn hlut og í fyrsta lagi eigum við eftir að kjósa. Það eru landsfundarfulltrúar sem taka ákvörðun og svo þurfum við að virða þá niðurstöðu,“ segir Guðlaugur Þór. „Við erum ólíkir menn“ Haft hefur verið eftir Bjarna Benediktssyni að lítill munur sé á stefnumálum þeirra Guðlaugs Þórs. „Það er nú ekki alveg sanngjarnt. Auðvitað eigum við margt sameiginlegt en við erum ólíkir menn og með ólíka nálgun. En ég ætla ekkert að rekja það nákvæmlega,“ segir Guðlaugur Þór. Fréttamaður okkar spurði Guðlaug Þór Þórðarson spjörunum úr að lokinni ræðu hans þar sem hann tilkynnti framboð sitt til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan: Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Guðlaugur Þór tilkynnti ákvörðun sína fyrir troðfullum fundarsal í Valhöll í dag. Guðlaugur þór hóf ræðu sína á því að segja að enginn stjórnmálamaður ætti betri vini og stuðningsmenn en hann. Þá sagði hann fólkið í salnum vita hvernig staðan í Sjálfstæðisflokknum væri. Flokkurinn væri lengi búinn að vera að vinna varnarsigra og nú þyrfti að snúa vörn í sókn. Í samtali við fréttastofu að lokinni ræðu sagði Guðlaugur Þór að hann hefði ekki tekið ákvörðun fyrr en í gærmorgun. Það hafi hann gert eftir að hafa fundið fyrir miklum vilja innan flokksins fyrir breytingum. „Þegar maður heyrir þennan tón frá Sjálfstæðismönnum um allt land, að við verðum að gera betur, þá hlustar maður eftir því,“ sagði Guðlaugur Þór. Hann segir fundinn í dag vera staðfestingu á því að mjög margir séu þeirrar skoðunar að tími sé kominn á breytingar í forystu Sjálfstæðisflokksins. Stuðningsmenn Guðlaugs Þórs fögnuðu innilega þegar hann tilkynnti framboð sitt.Vísir/Berghildur Hefur ekki hugsað um ráðherrakapal Guðlaugur Þór segir vangaveltur um fyrirséðan ráðherrakapal innan ríkisstjórnarinnar ekki hafa haft áhrif á ákvörðun hans um að gefa kost á sér í formannsembættið. Þá hafi hann ekki hugleitt það enn hvernig breytingar hann myndi gera á ráðherraskipan verði hann kosinn formaður. Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, sagði í morgun að hann myndi hætta í pólitík tapi hann gegn Guðlaugi Þór á landsfundi næstu helgi. „Því er ljóst að skipa mun þurfa í fjármálaráðherrastól fari svo að Guðlaugur Þór fari með sigur af hólmi. „Það er allt of snemmt að spá í nokkurn hlut og í fyrsta lagi eigum við eftir að kjósa. Það eru landsfundarfulltrúar sem taka ákvörðun og svo þurfum við að virða þá niðurstöðu,“ segir Guðlaugur Þór. „Við erum ólíkir menn“ Haft hefur verið eftir Bjarna Benediktssyni að lítill munur sé á stefnumálum þeirra Guðlaugs Þórs. „Það er nú ekki alveg sanngjarnt. Auðvitað eigum við margt sameiginlegt en við erum ólíkir menn og með ólíka nálgun. En ég ætla ekkert að rekja það nákvæmlega,“ segir Guðlaugur Þór. Fréttamaður okkar spurði Guðlaug Þór Þórðarson spjörunum úr að lokinni ræðu hans þar sem hann tilkynnti framboð sitt til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan:
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira