Bjarni bauð Viðreisnarfólk velkomið heim Heimir Már Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 4. nóvember 2022 20:25 „Frelsi,“ er kjörorð landsfundarins sem nú fer fram í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson setti landsfund Sjálfstæðismanna í dag sem formaður flokksins - ef til vill í síðasta sinn - en eins og flestir vita verður kosið milli hans og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á sunnudag. Í setningarræðu skaut hann á Samfylkinguna og bauð Viðreisnarfólk velkomið heim. Heimir Már Pétursson fréttamaður Stöðvar 2 var á landsfundinum í dag. Bjarni fór um víðan völl í ræðu sinni og ræddi meðal annars félaga sem gengið hafa úr Sjálfstæðisflokknum til að stofna nýjan flokk. Hann sagði að ástæða fyrir brottför væri úr gildi gengin vegna þess að Evrópusambandsaðildin væri algerlega komin niður í kjallara. Samfylkingin væri meira að segja búin að setja þá stefnu niður í kassa. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir þjóðina og borgaralega þenkjandi fólk að allir standi saman undir merkjum sjálfstæðisstefnunnar. Þannig getum við best þjónað landsmönnum. Kæru vinir, þau eru öll velkomin aftur heim,“ sagði Bjarni. Þakkaði Kristrúnu og Guðmundi Árna Formaðurinn ýtti aðeins í Samfylkinguna sem eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur mátt þola mikið fylgistap í undanförnum kosningum. Hann nefndi nýjan formann flokksins, Kristrúnu Frostadóttur, og taldi að Sjálfstæðisflokkurinn ætti í henni einhverjar taugar. „Fyrst ég var að minnast á Samfylkinguna vil ég nota tækifærið og óska nýjum formanni til hamingju með nýtt hlutverk. Ég ætti kannski um leið að þakka henni fyrir góð störf í þágu skólanefndar Garðabæjar hérna um árið þar sem hún var varamaður fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. En ég verð líka að óska Samfylkingunni til hamingju með nýja nafnið og glænýja varaformanninn Guðmund Árna. Hafið þið séð betra dæmi um hringrásarhagkerfið í virkni?“ Skattar lækkaðir þannig að um muni Stefna flokksins er mótuð á landsfundinum og sagði Bjarni brýnt að hefja kosningaundirbúning þá þegar. Formaðurinn lofaði ígrunduðum skattalækkunum og nefndi baráttuna um formannssætið. „Þannig að þegar við göngum næst til kosninga mun Sjálfstæðisflokkurinn, fái ég nokkru um það ráðið, leggja til að skattar á fólk og fyrirtæki verði lækkaðir þannig að um muni. Við skulum láta næstu kosningar snúast um tillögur okkar Sjálfstæðismanna um lækkun skatta. Grunnurinn að sigri Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum verður lagður hér á þessum fundi. Á næstu dögum munum við ráða ráðum okkar og það verður kosið um forystu flokksins. Án efa mun sú kosning, upp að einhverju marki, lita þennan landsfund. Örugglega mun hún lita hann mjög reyndar og það er bara eðlilegt. Og það er við því að búast að landsfundarfulltrúar skipi sér upp að einhverju marki í fylkingar eins og gengur, en við skulum ekki missa sjónar á aðalatriðinu.“ Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Viðreisn Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Heimir Már Pétursson fréttamaður Stöðvar 2 var á landsfundinum í dag. Bjarni fór um víðan völl í ræðu sinni og ræddi meðal annars félaga sem gengið hafa úr Sjálfstæðisflokknum til að stofna nýjan flokk. Hann sagði að ástæða fyrir brottför væri úr gildi gengin vegna þess að Evrópusambandsaðildin væri algerlega komin niður í kjallara. Samfylkingin væri meira að segja búin að setja þá stefnu niður í kassa. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir þjóðina og borgaralega þenkjandi fólk að allir standi saman undir merkjum sjálfstæðisstefnunnar. Þannig getum við best þjónað landsmönnum. Kæru vinir, þau eru öll velkomin aftur heim,“ sagði Bjarni. Þakkaði Kristrúnu og Guðmundi Árna Formaðurinn ýtti aðeins í Samfylkinguna sem eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur mátt þola mikið fylgistap í undanförnum kosningum. Hann nefndi nýjan formann flokksins, Kristrúnu Frostadóttur, og taldi að Sjálfstæðisflokkurinn ætti í henni einhverjar taugar. „Fyrst ég var að minnast á Samfylkinguna vil ég nota tækifærið og óska nýjum formanni til hamingju með nýtt hlutverk. Ég ætti kannski um leið að þakka henni fyrir góð störf í þágu skólanefndar Garðabæjar hérna um árið þar sem hún var varamaður fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. En ég verð líka að óska Samfylkingunni til hamingju með nýja nafnið og glænýja varaformanninn Guðmund Árna. Hafið þið séð betra dæmi um hringrásarhagkerfið í virkni?“ Skattar lækkaðir þannig að um muni Stefna flokksins er mótuð á landsfundinum og sagði Bjarni brýnt að hefja kosningaundirbúning þá þegar. Formaðurinn lofaði ígrunduðum skattalækkunum og nefndi baráttuna um formannssætið. „Þannig að þegar við göngum næst til kosninga mun Sjálfstæðisflokkurinn, fái ég nokkru um það ráðið, leggja til að skattar á fólk og fyrirtæki verði lækkaðir þannig að um muni. Við skulum láta næstu kosningar snúast um tillögur okkar Sjálfstæðismanna um lækkun skatta. Grunnurinn að sigri Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum verður lagður hér á þessum fundi. Á næstu dögum munum við ráða ráðum okkar og það verður kosið um forystu flokksins. Án efa mun sú kosning, upp að einhverju marki, lita þennan landsfund. Örugglega mun hún lita hann mjög reyndar og það er bara eðlilegt. Og það er við því að búast að landsfundarfulltrúar skipi sér upp að einhverju marki í fylkingar eins og gengur, en við skulum ekki missa sjónar á aðalatriðinu.“
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Viðreisn Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira