Lofaði að halda áfram að vinna að framgangi sjálfstæðisstefnunnar Kjartan Kjartansson skrifar 6. nóvember 2022 14:31 Guðlaugur Þór hafði ekki erindi sem erfiði í formannskjöri á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson lýsti yfir stuðningi við Bjarna Benediktsson sem formann Sjálfstæðisflokksins eftir að hann beið lægri hlut í formannskjöri í dag. Lofaði hann að vinna áfram að framgangi sjálfstæðisstefnunnar. Bjarni hlaut 59,4% atkvæða gegn 40,4% Guðlaugs Þórs í formannskjörinu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. Í ræðu sinni eftir að úrslitin voru tilkynnt óskaði Guðlaugur Þór keppinaut sínum til hamingju með glæsilegt kjör. Hann hafi boðið sig fram vegna þess að hann hafi einlæga trú á að Sjálfstæðisflokkurinn geti gert betur og styrkt sig. Landsfundurinn nú væri fyrsta skrefið í þá átt. Sagðist Guðlaugur Þór stoltur af þeim sem studdu sig og unnu fyrir framboðið. „Núna liggur það fyrir að Bjarni Benediktssonar er formaður Sjálfstæðisflokksins og við styðjum hann til þeirra verka,“ sagði Guðlaugur Þór við flokkssystkini sín og uppskar dynjandi lófatak úr salnum. Lýsti hann kosningu sinni sem ótrúlega góðri og að honum þætti vænt um hana. „Ég lofa ykkur því, og ég mun standa við það, að ég mun áfram vinna að framgangi sjálfstæðisstefnunnar og ég veit að þegar við gerum það saman þá stöðvar okkur ekkert,“ sagði Guðlaugur Þór. Guðlaugur Þór yfirgaf fundinn eftir að hann lauk ræðu sinni. Þá átti enn eftir að greiða atkvæði um embætti varaformanns og ritara og ýmsar ályktanir landsfundarins. Guðlaugur Þór yfirgefur landsfund Sjálfstæðisflokksins ásamt konu sinni Ágústu Johnson eftir að laut í lægra hald fyrir Bjarna.Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Bjarni hlaut 59,4% atkvæða gegn 40,4% Guðlaugs Þórs í formannskjörinu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. Í ræðu sinni eftir að úrslitin voru tilkynnt óskaði Guðlaugur Þór keppinaut sínum til hamingju með glæsilegt kjör. Hann hafi boðið sig fram vegna þess að hann hafi einlæga trú á að Sjálfstæðisflokkurinn geti gert betur og styrkt sig. Landsfundurinn nú væri fyrsta skrefið í þá átt. Sagðist Guðlaugur Þór stoltur af þeim sem studdu sig og unnu fyrir framboðið. „Núna liggur það fyrir að Bjarni Benediktssonar er formaður Sjálfstæðisflokksins og við styðjum hann til þeirra verka,“ sagði Guðlaugur Þór við flokkssystkini sín og uppskar dynjandi lófatak úr salnum. Lýsti hann kosningu sinni sem ótrúlega góðri og að honum þætti vænt um hana. „Ég lofa ykkur því, og ég mun standa við það, að ég mun áfram vinna að framgangi sjálfstæðisstefnunnar og ég veit að þegar við gerum það saman þá stöðvar okkur ekkert,“ sagði Guðlaugur Þór. Guðlaugur Þór yfirgaf fundinn eftir að hann lauk ræðu sinni. Þá átti enn eftir að greiða atkvæði um embætti varaformanns og ritara og ýmsar ályktanir landsfundarins. Guðlaugur Þór yfirgefur landsfund Sjálfstæðisflokksins ásamt konu sinni Ágústu Johnson eftir að laut í lægra hald fyrir Bjarna.Vísir/Vilhelm
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira