Tvö erfið ár í vændum fyrir Biden Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2022 11:02 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Susan Walsh Repúblikanar eru líklegir til að ná tökum á báðum deildum Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem hefjast í dag, sé mið tekið af könnunum vestanhafs. Það myndi hafa mjög slæm áhrif á næstu tvö árs Joe Biden í Hvíta húsinu og mögulega gera út af við þær vonir sem Biden ber til annars kjörtímabils. Í sögulegu samhengi er það yfirleitt svo að sá flokkur sem forseti Bandaríkjanna tilheyrir, tapar í þingkosningum á miðju forsetakjörtímabili. Allt útlit er fyrir að kosningarnar nú verði engin undantekning. Biden þykir til að mynda tiltölulega óvinsæll forseti, þó vinsældartölur hans samkvæmt könnunum séu á svipuðu róli og hjá Trump eftir hans fyrstu tvö ár, samkvæmt tölfræðimiðlinum FiveThirtyEight. Líklegan sigur Repúblikana í fulltrúadeildinni má einnig að miklu leyti rekja til nýrra breytinga á kjördæmum víðsvegar um Bandaríkin. Sjá einnig: Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum FiveThirtyEight hefur birt lokaspá spálíkans miðilsins fyrir kosningarnar en það líkan er unnið með því að taka saman kannanir sem framkvæmdar eru í Bandaríkjunum. Samkvæmt lokaspánni eru 84 prósent líkur á því að Repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeildinni. Ætla að rannsaka Biden og mögulega ákæra Fari svo, eins og virðist óhjákvæmilegt að svo stöddu, þykja þeir líklegir til að hamla Biden eins og þeir geta. AP fréttaveitan segir að á árum áður hafi blendin ríkisstjórn boðið upp á möguleika á viðræðum og samvinnu milli flokka. Nú séu Repúblikanar hins vegar að bjóða sig fram á þeim grundvelli að stöðva Biden og Demókrata. Yfirráðum á fulltrúadeildinni fylgir mikið vald yfir fjárútlátum ríkisins og sömuleiðis vald yfir nefndum sem hægt er að nota til að rannsaka menn og málefni. Stuðningsmenn Trumps í fulltrúadeildinni munu að öllum líkindum hefja rannsóknir sem beinast gegn Biden, með því markmiði að hefna fyrir þær rannsóknir sem Demókratar beindu gegn Trump þegar hann var í Hvíta húsinu, samkvæmt frétt Washington Post. Leiðtoga Repúblikanaflokksins hafa meðal annars gefið í skyn að þeir muni hefja rannsókn sem beinast eigi að Hunter Biden, syni forsetans sem Repúblikanar hafa lengi sakað um misferli í tengslum við viðskiptasamninga erlendis, landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, dómsmálaráðunyetinu, brottflutningi Bandaríkjamanna frá Afganistan og öðrum atvikum. Jafnvel hafa þeir sagt að Biden verði ákærður fyrir embættisbrot, eins og Demókratar gerðu tvisvar við Trump, án þess þó að geta sagt til um fyrir hvað nákvæmlega. Repúblikanar hafa sömuleiðis gert ljóst mikilvæg frumvörp eins og fjárlög verði notuð gegn Biden. Verra að tapa meirihluta í öldungadeildinni Þrátt fyrir það yrði þó líklega vera fyrir Biden ef Demókratar missa yfirráð í öldungadeildinni. Þingmenn öldungadeildarinnar staðfesta flestar af embættistilnefningum forseta Bandaríkjanna og eru dómarar í Hæstarétt þar á meðal. Sjá einnig: Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Lokaspá FiveThirtyEight segir 59 prósent líkur á því að Repúblikanar nái meirihluta í öldungadeildinni. Biden sagði á nýlegum fjáröflunarfundi í Chicago að meirihluti Repúblikana í báðum deildum þingsins fæli í sér að næstu tvö ár yrðu „ömurleg“. Hann sagði þó jákvætt að hann héldi á neitunarvalds-penna og gæti komið í veg fyrir að Repúblikanar semji ný lög og breyti gömlum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Trump boðar „mjög stóra tilkynningu“ Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í aðdraganda kosninganna í dag og kom fram á fjöldafundum til að styðja við sitt fólk. 8. nóvember 2022 07:54 Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07 Biden og Trump keppast við að afla flokkum sínum fylgis Joe Biden núverandi forseti og Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna komu báðir fram á fjöldafundum í gærkvöldi til að reyna að afla flokkum sínum atkvæða fyrir komandi þingkosningar í landinu. 7. nóvember 2022 08:27 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Í sögulegu samhengi er það yfirleitt svo að sá flokkur sem forseti Bandaríkjanna tilheyrir, tapar í þingkosningum á miðju forsetakjörtímabili. Allt útlit er fyrir að kosningarnar nú verði engin undantekning. Biden þykir til að mynda tiltölulega óvinsæll forseti, þó vinsældartölur hans samkvæmt könnunum séu á svipuðu róli og hjá Trump eftir hans fyrstu tvö ár, samkvæmt tölfræðimiðlinum FiveThirtyEight. Líklegan sigur Repúblikana í fulltrúadeildinni má einnig að miklu leyti rekja til nýrra breytinga á kjördæmum víðsvegar um Bandaríkin. Sjá einnig: Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum FiveThirtyEight hefur birt lokaspá spálíkans miðilsins fyrir kosningarnar en það líkan er unnið með því að taka saman kannanir sem framkvæmdar eru í Bandaríkjunum. Samkvæmt lokaspánni eru 84 prósent líkur á því að Repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeildinni. Ætla að rannsaka Biden og mögulega ákæra Fari svo, eins og virðist óhjákvæmilegt að svo stöddu, þykja þeir líklegir til að hamla Biden eins og þeir geta. AP fréttaveitan segir að á árum áður hafi blendin ríkisstjórn boðið upp á möguleika á viðræðum og samvinnu milli flokka. Nú séu Repúblikanar hins vegar að bjóða sig fram á þeim grundvelli að stöðva Biden og Demókrata. Yfirráðum á fulltrúadeildinni fylgir mikið vald yfir fjárútlátum ríkisins og sömuleiðis vald yfir nefndum sem hægt er að nota til að rannsaka menn og málefni. Stuðningsmenn Trumps í fulltrúadeildinni munu að öllum líkindum hefja rannsóknir sem beinast gegn Biden, með því markmiði að hefna fyrir þær rannsóknir sem Demókratar beindu gegn Trump þegar hann var í Hvíta húsinu, samkvæmt frétt Washington Post. Leiðtoga Repúblikanaflokksins hafa meðal annars gefið í skyn að þeir muni hefja rannsókn sem beinast eigi að Hunter Biden, syni forsetans sem Repúblikanar hafa lengi sakað um misferli í tengslum við viðskiptasamninga erlendis, landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, dómsmálaráðunyetinu, brottflutningi Bandaríkjamanna frá Afganistan og öðrum atvikum. Jafnvel hafa þeir sagt að Biden verði ákærður fyrir embættisbrot, eins og Demókratar gerðu tvisvar við Trump, án þess þó að geta sagt til um fyrir hvað nákvæmlega. Repúblikanar hafa sömuleiðis gert ljóst mikilvæg frumvörp eins og fjárlög verði notuð gegn Biden. Verra að tapa meirihluta í öldungadeildinni Þrátt fyrir það yrði þó líklega vera fyrir Biden ef Demókratar missa yfirráð í öldungadeildinni. Þingmenn öldungadeildarinnar staðfesta flestar af embættistilnefningum forseta Bandaríkjanna og eru dómarar í Hæstarétt þar á meðal. Sjá einnig: Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Lokaspá FiveThirtyEight segir 59 prósent líkur á því að Repúblikanar nái meirihluta í öldungadeildinni. Biden sagði á nýlegum fjáröflunarfundi í Chicago að meirihluti Repúblikana í báðum deildum þingsins fæli í sér að næstu tvö ár yrðu „ömurleg“. Hann sagði þó jákvætt að hann héldi á neitunarvalds-penna og gæti komið í veg fyrir að Repúblikanar semji ný lög og breyti gömlum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Trump boðar „mjög stóra tilkynningu“ Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í aðdraganda kosninganna í dag og kom fram á fjöldafundum til að styðja við sitt fólk. 8. nóvember 2022 07:54 Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07 Biden og Trump keppast við að afla flokkum sínum fylgis Joe Biden núverandi forseti og Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna komu báðir fram á fjöldafundum í gærkvöldi til að reyna að afla flokkum sínum atkvæða fyrir komandi þingkosningar í landinu. 7. nóvember 2022 08:27 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Trump boðar „mjög stóra tilkynningu“ Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í aðdraganda kosninganna í dag og kom fram á fjöldafundum til að styðja við sitt fólk. 8. nóvember 2022 07:54
Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07
Biden og Trump keppast við að afla flokkum sínum fylgis Joe Biden núverandi forseti og Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna komu báðir fram á fjöldafundum í gærkvöldi til að reyna að afla flokkum sínum atkvæða fyrir komandi þingkosningar í landinu. 7. nóvember 2022 08:27