Fundu brak úr Challenger fyrir tilviljun Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2022 14:02 Challenger hefur sig á loft frá Canaveral-höfða daginn örlagaríka, 28. janúar 1986. Aðeins rúmri mínútu síðar sprakk eldflaugin og öll áhöfnin fórst. NASA Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur staðfest að brak sem heimildarmyndargerðarmenn fundu fyrir tilviljun í sjónum undan ströndum Flórída sé úr Challenger-geimskutlunni sem fórst fyrir rúmum 36 árum. Ekki hefur verið ákveðið hvort hróflað verður við því. Kafarar sem unnu að heimildarmynd um Bermúdaþríhyrningin fundu brak úr stórum manngerðum hlut á hafsbotni þegar þeir leituðu að flaki flugvélar úr síðari heimsstyrjöldinni. Þeir höfðu samband við NASA þar sem þeir fundu brakið undan austurströnd Flórída þaðan sem stofnunin skýtur eldflaugum á loft. Í tilkynningu á vef NASA kemur fram að yfirmenn stofnunarinnar hafi farið yfir myndefni af brakinu og staðfest að það sé úr Challenger-geimskutlunni sem fórst skömmu eftir geimskot frá Canaveral-höfða 28. janúar árið 1986. Svo virðist sem að brakið sé hluti af hitaskildi geimskutlunnar sem átti að verja hana þegar hún sneri aftur til jarðar úr geimferð sinni. Eldflaugin sem geimskutlan sat ofan á sprakk hins vegar yfir Atlantshafinu aðeins 73 sekúndum eftir geimskotið. Þó að brakið hafi fundist við tökur á þáttum um Bermúdaþríhyrninginn var staðurinn þar sem brakið fannst vel norðvestan við það svæði sem kennt er við þríhyrninginn. NASA segist nú íhuga hvað verði gert við brakið, ef eitthvað, til þess að heiðra minningu geimfaranna sjö sem fórust með Challenger. Brakið er samkvæmt lögum eign bandarísku alríkisstjórnarinnar. Stöðvaði geimskutluáætlunina í tæp þrjú ár Á meðal sjömenninganna sem fórust var Christa McAuliffe en hún átti að vera fyrsti óbreytti borgarinnar í geimnum. Hún var barnaskólakennari frá Massachusetts og átti meðal annars að stýra kennslustundum fyrir bandarísk börn úr geimnum. Fjöldi skólabarna víðs vegar um Bandaríkin fylgdist með geimskotinu og horfði upp á geimskutluna splundrast í beinni útsendingu. Harmleikurinn varð til þess að NASA stöðvaði geimskutluáætlun sína í tæp þrjú ár en stofnunin lá undir harðri gagnrýni fyrir framgögnu sína. Rannsókn á slysinu leiddi í ljós að stjórnendur NASA höfðu hunsað viðvaranir verkfræðinga um að hættulegt væri að halda geimskotinu til streitu í þeim óvenjulega kulda sem gerði í Flórída þegar Challenger var skotið á loft. Geimskotinu hafði verið frestað nokkrum sinnum dagana á undan. Geimskutlan sjálf sprakk ekki heldur brotnaði upp eftir að funheitt gas lak úr eldflaug. Talið er að hluti áhafnarinnar kunni að hafa verið lifandi þegar áhafnarhylkið skall í sjóinn á meira en þrjú hundruð kílómetra hraða á klukkustund.AP Þá kom í ljós að yfirmenn höfðu vitað af galla í svonefndum O-hringjum sem héldu saman samskeytum eldflauganna sem voru notaðar til þess að skjóta geimskutlunum á loft í um tíu ár fyrir slysið. Það var slíkur hringur sem gaf sig með þeim afleiðingum að funheitt gas úr eldflaug streymdi út úr henni og sprengdi upp eldsneytistank. Geimskutlurnar hófu sig aftur á loft haustið 1988 en áætlun varð fyrir öðru áfalli þegar Columbia-geimskutlan fórst á heimleið úr geimnum 1. febrúar árið 2003. Skemmdir sem urðu á hitaskildi hennar í geimskotinu urðu til þess að skutlan splundraðist. Geimskutluáætluninni var formlega lokið árið 2011. Geimurinn Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Kafarar sem unnu að heimildarmynd um Bermúdaþríhyrningin fundu brak úr stórum manngerðum hlut á hafsbotni þegar þeir leituðu að flaki flugvélar úr síðari heimsstyrjöldinni. Þeir höfðu samband við NASA þar sem þeir fundu brakið undan austurströnd Flórída þaðan sem stofnunin skýtur eldflaugum á loft. Í tilkynningu á vef NASA kemur fram að yfirmenn stofnunarinnar hafi farið yfir myndefni af brakinu og staðfest að það sé úr Challenger-geimskutlunni sem fórst skömmu eftir geimskot frá Canaveral-höfða 28. janúar árið 1986. Svo virðist sem að brakið sé hluti af hitaskildi geimskutlunnar sem átti að verja hana þegar hún sneri aftur til jarðar úr geimferð sinni. Eldflaugin sem geimskutlan sat ofan á sprakk hins vegar yfir Atlantshafinu aðeins 73 sekúndum eftir geimskotið. Þó að brakið hafi fundist við tökur á þáttum um Bermúdaþríhyrninginn var staðurinn þar sem brakið fannst vel norðvestan við það svæði sem kennt er við þríhyrninginn. NASA segist nú íhuga hvað verði gert við brakið, ef eitthvað, til þess að heiðra minningu geimfaranna sjö sem fórust með Challenger. Brakið er samkvæmt lögum eign bandarísku alríkisstjórnarinnar. Stöðvaði geimskutluáætlunina í tæp þrjú ár Á meðal sjömenninganna sem fórust var Christa McAuliffe en hún átti að vera fyrsti óbreytti borgarinnar í geimnum. Hún var barnaskólakennari frá Massachusetts og átti meðal annars að stýra kennslustundum fyrir bandarísk börn úr geimnum. Fjöldi skólabarna víðs vegar um Bandaríkin fylgdist með geimskotinu og horfði upp á geimskutluna splundrast í beinni útsendingu. Harmleikurinn varð til þess að NASA stöðvaði geimskutluáætlun sína í tæp þrjú ár en stofnunin lá undir harðri gagnrýni fyrir framgögnu sína. Rannsókn á slysinu leiddi í ljós að stjórnendur NASA höfðu hunsað viðvaranir verkfræðinga um að hættulegt væri að halda geimskotinu til streitu í þeim óvenjulega kulda sem gerði í Flórída þegar Challenger var skotið á loft. Geimskotinu hafði verið frestað nokkrum sinnum dagana á undan. Geimskutlan sjálf sprakk ekki heldur brotnaði upp eftir að funheitt gas lak úr eldflaug. Talið er að hluti áhafnarinnar kunni að hafa verið lifandi þegar áhafnarhylkið skall í sjóinn á meira en þrjú hundruð kílómetra hraða á klukkustund.AP Þá kom í ljós að yfirmenn höfðu vitað af galla í svonefndum O-hringjum sem héldu saman samskeytum eldflauganna sem voru notaðar til þess að skjóta geimskutlunum á loft í um tíu ár fyrir slysið. Það var slíkur hringur sem gaf sig með þeim afleiðingum að funheitt gas úr eldflaug streymdi út úr henni og sprengdi upp eldsneytistank. Geimskutlurnar hófu sig aftur á loft haustið 1988 en áætlun varð fyrir öðru áfalli þegar Columbia-geimskutlan fórst á heimleið úr geimnum 1. febrúar árið 2003. Skemmdir sem urðu á hitaskildi hennar í geimskotinu urðu til þess að skutlan splundraðist. Geimskutluáætluninni var formlega lokið árið 2011.
Geimurinn Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira