Boltinn er enn hjá vinnumarkaðnum Halldór Benjamín Þorbergsson og Konráð S. Guðjónsson skrifa 21. nóvember 2022 09:30 Það kom mörgum á óvart þegar peningastefnunefnd Seðlabanks ákvað að hækka vexti um aðeins 0,25 prósentustig í október síðastliðnum. Vextir höfðu þá hækkað um 3,5 prósentustig á árinu og verðbólga 9,3% - langt yfir 2,5% verðbólgumarkmiðinu. Á sama tíma, sem kom kannski enn meira á óvart, gaf seðlabankastjóri í skyn að ekki myndi endilega koma til frekari vaxtahækkana. Á kynningarfundi vaxtaákvörðunarinnar sagði seðlabankastjóri: „… við erum búin að hækka vexti. Áhrifin eru komin fram. Ætla aðrir að taka við boltanum? Ætlar vinnumarkaðurinn, ríkisstjórnin og atvinnulífið að taka við boltanum af okkur?“ Hvað varðar vinnumarkaðinn getum við afdráttarlaust sagt: Vinnumarkaðurinn er með boltann og á eftir að senda hann – vonandi áfram á næsta mann eða í mark en ekki út af og upp í stúku. Vendipunktur í kjaraviðræðum? Nýlega hafa SGS, VR/LÍV og samflot iðnaðarmanna vísað kjaraviðræðum við SA til ríkissáttasemjara. Um er að ræða hópa sem semja fyrir meirihluta launafólks á almennum markaði og gefa því eðli máls samkvæmt tóninn í almennri launaþróun næstu misseri. Með því færist nýr taktur í kjaraviðræðurnar og ýmislegt getur gerst. Það sem skiptir mestu máli er að flestir samningsaðilar hafa talað fyrir því að ljúka tiltölulega stuttum kjarasamningum hratt og örugglega. Samtök atvinnulífsins hafa t.a.m. lagt mikla áherslu á að hækka laun og verja kaupmátt upp að því marki að það kalli ekki á vaxtahækkanir Seðlabankans. Fær vinnumarkaðurinn að taka við boltanum? Þetta ferli er í þessum skilningi rétt svo að hefjast. Til að halda áfram með myndmál seðlabankastjóra má jafnvel segja að vinnumarkaðurinn sé rétt svo að grípa boltann. Miklar vaxtahækkanir ofan í skilaboðin síðast og stöðuna nú mætti því túlka sem svo að Seðlabankinn hafi aldrei gefið boltann og að vinnumarkaðurinn hafi í raun ekki tækifæri á að spila með. Veruleikinn er sá að það er raunhæft markmið að ná niður verðbólgu án þess að það komi til frekari vaxtahækkana ef launahækkanir og fleiri þættir eru innan þess ramma sem samræmist því að verðbólgan taki að hjaðna. Til að það markmið verði að veruleika er æskilegt að peningastefnunefnd Seðlabankans sitji hjá að þessu sinni. Ekki aðkallandi að hækka vexti núna Óháð stöðunni á vinnumarkaði, sem er jú alls ekki það eina sem peningastefnunefnd þarf af horfa til, er hægt týna til ýmis rök fyrir að vextir Seðlabankans ættu að hækka. Má þar helst nefna minnkandi vaxtamun við útlönd, hækkun verðbólguálags á markaði, meiri verðbólgu í október en reiknað var með og að húsnæðisverðshækkanir hafa reynst þrálátari en flestir reiknuðu með. Án þess að fara í smáatriðin er margt sem bendir til þess að þessir þættir breyti ekki stóru myndinni, t.a.m. að horfur eru á minnkandi verðbólgu og áhrif mikilla vaxtahækkana á árinu á verðbólgu eru enn vart byrjuð að koma fram. Frá sjónarhóli Seðlabankans vitum við líka að raunvaxtastig á ólíka mælikvarða skiptir miklu máli. Á mælikvarða verðbólgu og fjögurra ólíkra mælikvarða á eins árs verðbólguvæntingar hefur það raunvaxtastig áfram þokast upp á við eftir síðustu vaxtaákvörðun – ólíkt því sem var þegar vextir fóru hratt hækkandi. Við lifum í heimi viðvarandi óvissu og því mögulegt að það muni koma til þess að vextir þurfi að hækka á næstunni. En eins og þróunin hefur verið liggur ekki á að hækka vexti á þessum tímapunkti. Lækkandi vextir eru sameiginlegt hagsmunamál Fái vinnumarkaðurinn tækifæri til að spila af ábyrgð úr kjarasamningagerð með Seðlabankann á hliðarlínu skapast tækifæri til að ná í senn niður verðbólgu og vöxtum. Þetta skiptir heimilin gríðarlega miklu máli því eins og þekkt er orðið eru það bæði hækkandi vextir og almennar verðhækkanir sem kroppa í kaupmátt fólks um þessar mundir. Með því að snúa þeirri þróun við má auka kaupmátt umtalsvert. Hvað varðar fyrirtækin eru áhrifin hliðstæð. Líklega er stærsta ástæðan fyrir almennt góðri afkomu íslensks atvinnulífs á síðasta ári lágt vaxtastig og hagstæð fjármögnunarskilyrði. Það gerði þeim kleift að vinna til baka öll störfin sem glötuðust í faraldrinum og kom vafalítið í veg fyrir að fjölmörg fyrirtæki legðu upp laupana. Núna hefur staðan snúist í 180 gráður og bara spurning um hversu mikið en ekki hvort verðbólga, vextir, og veiking krónunnar séu að klípa í afkomu fyrirtækja rétt eins og heimila. Fimmtungs lækkun hlutabréfaverðs frá áramótum gæti gefið einhverja vísbendingu. Aðalatriðið er einfalt: Minni verðbólga og lækkun vaxta er sameiginlegt hagsmunamál sem allir þurfa að vinna að og vinnumarkaðurinn þarf að fá tækifæra til að leysa. Óbreyttir vextir á miðvikudaginn yrðu gott innlegg í þá lausn. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SAKonráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi SA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Benjamín Þorbergsson Konráð S. Guðjónsson Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Það kom mörgum á óvart þegar peningastefnunefnd Seðlabanks ákvað að hækka vexti um aðeins 0,25 prósentustig í október síðastliðnum. Vextir höfðu þá hækkað um 3,5 prósentustig á árinu og verðbólga 9,3% - langt yfir 2,5% verðbólgumarkmiðinu. Á sama tíma, sem kom kannski enn meira á óvart, gaf seðlabankastjóri í skyn að ekki myndi endilega koma til frekari vaxtahækkana. Á kynningarfundi vaxtaákvörðunarinnar sagði seðlabankastjóri: „… við erum búin að hækka vexti. Áhrifin eru komin fram. Ætla aðrir að taka við boltanum? Ætlar vinnumarkaðurinn, ríkisstjórnin og atvinnulífið að taka við boltanum af okkur?“ Hvað varðar vinnumarkaðinn getum við afdráttarlaust sagt: Vinnumarkaðurinn er með boltann og á eftir að senda hann – vonandi áfram á næsta mann eða í mark en ekki út af og upp í stúku. Vendipunktur í kjaraviðræðum? Nýlega hafa SGS, VR/LÍV og samflot iðnaðarmanna vísað kjaraviðræðum við SA til ríkissáttasemjara. Um er að ræða hópa sem semja fyrir meirihluta launafólks á almennum markaði og gefa því eðli máls samkvæmt tóninn í almennri launaþróun næstu misseri. Með því færist nýr taktur í kjaraviðræðurnar og ýmislegt getur gerst. Það sem skiptir mestu máli er að flestir samningsaðilar hafa talað fyrir því að ljúka tiltölulega stuttum kjarasamningum hratt og örugglega. Samtök atvinnulífsins hafa t.a.m. lagt mikla áherslu á að hækka laun og verja kaupmátt upp að því marki að það kalli ekki á vaxtahækkanir Seðlabankans. Fær vinnumarkaðurinn að taka við boltanum? Þetta ferli er í þessum skilningi rétt svo að hefjast. Til að halda áfram með myndmál seðlabankastjóra má jafnvel segja að vinnumarkaðurinn sé rétt svo að grípa boltann. Miklar vaxtahækkanir ofan í skilaboðin síðast og stöðuna nú mætti því túlka sem svo að Seðlabankinn hafi aldrei gefið boltann og að vinnumarkaðurinn hafi í raun ekki tækifæri á að spila með. Veruleikinn er sá að það er raunhæft markmið að ná niður verðbólgu án þess að það komi til frekari vaxtahækkana ef launahækkanir og fleiri þættir eru innan þess ramma sem samræmist því að verðbólgan taki að hjaðna. Til að það markmið verði að veruleika er æskilegt að peningastefnunefnd Seðlabankans sitji hjá að þessu sinni. Ekki aðkallandi að hækka vexti núna Óháð stöðunni á vinnumarkaði, sem er jú alls ekki það eina sem peningastefnunefnd þarf af horfa til, er hægt týna til ýmis rök fyrir að vextir Seðlabankans ættu að hækka. Má þar helst nefna minnkandi vaxtamun við útlönd, hækkun verðbólguálags á markaði, meiri verðbólgu í október en reiknað var með og að húsnæðisverðshækkanir hafa reynst þrálátari en flestir reiknuðu með. Án þess að fara í smáatriðin er margt sem bendir til þess að þessir þættir breyti ekki stóru myndinni, t.a.m. að horfur eru á minnkandi verðbólgu og áhrif mikilla vaxtahækkana á árinu á verðbólgu eru enn vart byrjuð að koma fram. Frá sjónarhóli Seðlabankans vitum við líka að raunvaxtastig á ólíka mælikvarða skiptir miklu máli. Á mælikvarða verðbólgu og fjögurra ólíkra mælikvarða á eins árs verðbólguvæntingar hefur það raunvaxtastig áfram þokast upp á við eftir síðustu vaxtaákvörðun – ólíkt því sem var þegar vextir fóru hratt hækkandi. Við lifum í heimi viðvarandi óvissu og því mögulegt að það muni koma til þess að vextir þurfi að hækka á næstunni. En eins og þróunin hefur verið liggur ekki á að hækka vexti á þessum tímapunkti. Lækkandi vextir eru sameiginlegt hagsmunamál Fái vinnumarkaðurinn tækifæri til að spila af ábyrgð úr kjarasamningagerð með Seðlabankann á hliðarlínu skapast tækifæri til að ná í senn niður verðbólgu og vöxtum. Þetta skiptir heimilin gríðarlega miklu máli því eins og þekkt er orðið eru það bæði hækkandi vextir og almennar verðhækkanir sem kroppa í kaupmátt fólks um þessar mundir. Með því að snúa þeirri þróun við má auka kaupmátt umtalsvert. Hvað varðar fyrirtækin eru áhrifin hliðstæð. Líklega er stærsta ástæðan fyrir almennt góðri afkomu íslensks atvinnulífs á síðasta ári lágt vaxtastig og hagstæð fjármögnunarskilyrði. Það gerði þeim kleift að vinna til baka öll störfin sem glötuðust í faraldrinum og kom vafalítið í veg fyrir að fjölmörg fyrirtæki legðu upp laupana. Núna hefur staðan snúist í 180 gráður og bara spurning um hversu mikið en ekki hvort verðbólga, vextir, og veiking krónunnar séu að klípa í afkomu fyrirtækja rétt eins og heimila. Fimmtungs lækkun hlutabréfaverðs frá áramótum gæti gefið einhverja vísbendingu. Aðalatriðið er einfalt: Minni verðbólga og lækkun vaxta er sameiginlegt hagsmunamál sem allir þurfa að vinna að og vinnumarkaðurinn þarf að fá tækifæra til að leysa. Óbreyttir vextir á miðvikudaginn yrðu gott innlegg í þá lausn. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SAKonráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi SA
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun