Hver fasteignaauglýsing fær nú umtalsvert færri smelli Atli Ísleifsson skrifar 24. nóvember 2022 07:52 Helstu vísar um stöðu mála á fasteignamarkaði gefa til kynna að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði sé enn að dragast saman. Vísir/Vilhelm Hver fasteignaauglýsing fær að jafnaði umtalsvert færri smelli nú en áður sem gefur til kynna að færri séu að leita sér að íbúð. Í febrúar síðastliðinn, þegar framboð íbúða var í lágmarki, fékk hver auglýsing á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali 149 smelli á dag en í fyrri hluta nóvember var sú tala komin niður í 42. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nóvemberskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um stöðuna á fasteignamarkaði. Þar segir að fjöldi íbúða til sölu hafi aukist hratt á höfuðborgarsvæðinu í fyrri hluta nóvember eftir að hafa verið frekar stöðugur í október. Fjöldinn hafi verið 1.317 í upphafi nóvember en þann 14. nóvember voru þær komnar í 1.470. Íbúðum til sölu hafi því fjölgað um 12 prósent á aðeins tveimur vikum. Íbúðaverð sem hlutfall af launum hærra en það var hæst 2007 Fram kemur að útgefnir kaupsamningar í september hafi verið 419 talsins á höfuðborgarsvæðinu miðað við árstíðaleiðréttar tölur. Til samanburðar hafi þeir verið 470 í ágúst. „Íbúðaverð sem hlutfall af launum er nú orðið hærra en þegar það var hæst um haustið 2007. Þetta á við bæði á höfuðborgarsvæðinu, nágrannasveitarfélögum þess og annars staðar á landsbyggð. Hækkanir leiguverðs eru enn nokkuð hóflegar miðað við vísitölu leiguverðs fyrir októbermánuð. Á síðustu 12 mánuðum hefur leiga hækkað um 8,4% sem er minna en hækkun almenns verðlags,“ segir um skýrslunni. Aukinn þrýstingur á leiguverð Í skýrslunni er það rakið að á undanförnum mánuðum hafi ferðaþjónustan verið að taka við sér að nýju eftir að öllum samkomutakmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar var aflétt. Slíkt hafi sett aukinn þrýsting á leiguverð. „Í október var tólf mánaða uppsafnaður fjöldi gistinátta 8,7 milljónir og fór þá í fyrsta skipti yfir það sem hann hafði verið í lok árs 2019. Nýtingarhlutfall hótelherbergja og rúma hefur aldrei mælst svo hátt í septembermánuði. Um 28% af ráðstöfunartekjum leigjenda fer að jafnaði í leigu sem er fjórða hæsta hlutfallið í löndum OECD. Það er þó mjög svipað hlutfall og á hinum Norðurlöndunum enda eru aðstæður hér að mörgu leyti svipaðar. Þetta eru til að mynda allt þjóðir þar sem tekjur eru háar og tekjujöfnuður mikill í samanburði við önnur lönd,“ segir í skýrslunni. Útgefnir kaupsamningar í september voru 419 talsins á höfuðborgarsvæðinu miðað við árstíðaleiðréttar tölur. Til samanburðar voru þeir verið 470 í ágúst.Getty Hægir á hækkun fasteignaverðs Áfram segir að helstu vísar um stöðu mála á fasteignamarkaði gefi til kynna að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði sé enn að dragast saman. „Kólnun á fasteignamarkaði þýðir þó ekki að hann sé frosinn eins og á árunum eftir hrun heldur virðast aðstæður líkari því sem var 2019 og 2020. Íbúðaverð hækkaði um 0,6% á milli mánaða á höfuðborgarsvæðinu miðað við vísitölu íbúðaverðs, en þar af lækkaði verð á sérbýli um 0,7% en verð á fjölbýli hækkaði um 0,9%. Tólf mánaða hækkun vísitölunnar mælist 21,5% fyrir höfuðborgarsvæðið og þar af hækkuðu íbúðir í fjölbýli um 21,5% og sérbýli um 22,5%. Þótt það dragi hægt úr 12 mánaða verðhækkunum þá er ljóst að dregið hefur verulega úr þeim þegar horft er yfir styttra tímabil. Þannig mælist sex mánaða hækkun vísitölunnar 7,5% á höfuðborgarsvæðinu sem jafngildir 15,5% hækkun á ársgrundvelli samanborið við 20,4% hækkun í september og 25,9% í ágúst. Sé horft á þriggja mánaða hækkun vísitölunnar hefur enn frekar dregið úr krafti hennar. Þannig nam hún 3,9% á ársgrundvelli í september en hafði verið 6,0% í október og 28,3% í júlí. Hlutfall íbúða sem selst yfir ásettu verði hefur farið ört lækkandi frá því í júní síðastliðnum. Hlutfallið mældist 24,6% á höfuðborgarsvæðinu í október samanborið við 32,9% í september og 46,6% í júlí og hefur ekki mælst svo lágt síðan í október 2020. Þar af seldust 26,2% íbúða í fjölbýli yfir ásettu verði og 19,1% sérbýla,“ segir í skýrslunni. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Innviðaráðherra vill styrkja stöðu leigusala Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra innviðamála hefur nú í þriðja sinn lagt fram frumvarp um breytingu á húsaleigulögum sem kveður á um skráningaskyldu á leigusamningum og um breytingu á leigufjárhæð. Í frumvarpinu er einnig kveðið á um breytingar á 37. gr núverandi húsaleigulaga um sanngjarna húsaleigu. 17. nóvember 2022 07:00 Óvænt hækkun á verði í fjölbýli Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,6 prósent milli september og október. Verð á sérbýli lækkar um 0,7 prósent en verð íbúða í fjölbýli hækkar um 0,9 prósent. 16. nóvember 2022 10:34 Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nóvemberskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um stöðuna á fasteignamarkaði. Þar segir að fjöldi íbúða til sölu hafi aukist hratt á höfuðborgarsvæðinu í fyrri hluta nóvember eftir að hafa verið frekar stöðugur í október. Fjöldinn hafi verið 1.317 í upphafi nóvember en þann 14. nóvember voru þær komnar í 1.470. Íbúðum til sölu hafi því fjölgað um 12 prósent á aðeins tveimur vikum. Íbúðaverð sem hlutfall af launum hærra en það var hæst 2007 Fram kemur að útgefnir kaupsamningar í september hafi verið 419 talsins á höfuðborgarsvæðinu miðað við árstíðaleiðréttar tölur. Til samanburðar hafi þeir verið 470 í ágúst. „Íbúðaverð sem hlutfall af launum er nú orðið hærra en þegar það var hæst um haustið 2007. Þetta á við bæði á höfuðborgarsvæðinu, nágrannasveitarfélögum þess og annars staðar á landsbyggð. Hækkanir leiguverðs eru enn nokkuð hóflegar miðað við vísitölu leiguverðs fyrir októbermánuð. Á síðustu 12 mánuðum hefur leiga hækkað um 8,4% sem er minna en hækkun almenns verðlags,“ segir um skýrslunni. Aukinn þrýstingur á leiguverð Í skýrslunni er það rakið að á undanförnum mánuðum hafi ferðaþjónustan verið að taka við sér að nýju eftir að öllum samkomutakmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar var aflétt. Slíkt hafi sett aukinn þrýsting á leiguverð. „Í október var tólf mánaða uppsafnaður fjöldi gistinátta 8,7 milljónir og fór þá í fyrsta skipti yfir það sem hann hafði verið í lok árs 2019. Nýtingarhlutfall hótelherbergja og rúma hefur aldrei mælst svo hátt í septembermánuði. Um 28% af ráðstöfunartekjum leigjenda fer að jafnaði í leigu sem er fjórða hæsta hlutfallið í löndum OECD. Það er þó mjög svipað hlutfall og á hinum Norðurlöndunum enda eru aðstæður hér að mörgu leyti svipaðar. Þetta eru til að mynda allt þjóðir þar sem tekjur eru háar og tekjujöfnuður mikill í samanburði við önnur lönd,“ segir í skýrslunni. Útgefnir kaupsamningar í september voru 419 talsins á höfuðborgarsvæðinu miðað við árstíðaleiðréttar tölur. Til samanburðar voru þeir verið 470 í ágúst.Getty Hægir á hækkun fasteignaverðs Áfram segir að helstu vísar um stöðu mála á fasteignamarkaði gefi til kynna að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði sé enn að dragast saman. „Kólnun á fasteignamarkaði þýðir þó ekki að hann sé frosinn eins og á árunum eftir hrun heldur virðast aðstæður líkari því sem var 2019 og 2020. Íbúðaverð hækkaði um 0,6% á milli mánaða á höfuðborgarsvæðinu miðað við vísitölu íbúðaverðs, en þar af lækkaði verð á sérbýli um 0,7% en verð á fjölbýli hækkaði um 0,9%. Tólf mánaða hækkun vísitölunnar mælist 21,5% fyrir höfuðborgarsvæðið og þar af hækkuðu íbúðir í fjölbýli um 21,5% og sérbýli um 22,5%. Þótt það dragi hægt úr 12 mánaða verðhækkunum þá er ljóst að dregið hefur verulega úr þeim þegar horft er yfir styttra tímabil. Þannig mælist sex mánaða hækkun vísitölunnar 7,5% á höfuðborgarsvæðinu sem jafngildir 15,5% hækkun á ársgrundvelli samanborið við 20,4% hækkun í september og 25,9% í ágúst. Sé horft á þriggja mánaða hækkun vísitölunnar hefur enn frekar dregið úr krafti hennar. Þannig nam hún 3,9% á ársgrundvelli í september en hafði verið 6,0% í október og 28,3% í júlí. Hlutfall íbúða sem selst yfir ásettu verði hefur farið ört lækkandi frá því í júní síðastliðnum. Hlutfallið mældist 24,6% á höfuðborgarsvæðinu í október samanborið við 32,9% í september og 46,6% í júlí og hefur ekki mælst svo lágt síðan í október 2020. Þar af seldust 26,2% íbúða í fjölbýli yfir ásettu verði og 19,1% sérbýla,“ segir í skýrslunni.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Innviðaráðherra vill styrkja stöðu leigusala Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra innviðamála hefur nú í þriðja sinn lagt fram frumvarp um breytingu á húsaleigulögum sem kveður á um skráningaskyldu á leigusamningum og um breytingu á leigufjárhæð. Í frumvarpinu er einnig kveðið á um breytingar á 37. gr núverandi húsaleigulaga um sanngjarna húsaleigu. 17. nóvember 2022 07:00 Óvænt hækkun á verði í fjölbýli Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,6 prósent milli september og október. Verð á sérbýli lækkar um 0,7 prósent en verð íbúða í fjölbýli hækkar um 0,9 prósent. 16. nóvember 2022 10:34 Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira
Innviðaráðherra vill styrkja stöðu leigusala Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra innviðamála hefur nú í þriðja sinn lagt fram frumvarp um breytingu á húsaleigulögum sem kveður á um skráningaskyldu á leigusamningum og um breytingu á leigufjárhæð. Í frumvarpinu er einnig kveðið á um breytingar á 37. gr núverandi húsaleigulaga um sanngjarna húsaleigu. 17. nóvember 2022 07:00
Óvænt hækkun á verði í fjölbýli Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,6 prósent milli september og október. Verð á sérbýli lækkar um 0,7 prósent en verð íbúða í fjölbýli hækkar um 0,9 prósent. 16. nóvember 2022 10:34